Dagrenning - 01.06.1953, Blaðsíða 38
KRINGSJÁ
FÖR TITOS TIL BRETLANDS
í síðasta hefti Dagrenningar var sagt nokk-
uð frá ferðalagi kommúnistaleiðtogans Titos
í Júgoslaviu til Bretlands, og því heitið, að
reynt yrði nú að gera tilraun til að skýra
hver var hinn raunverulegi tilgangur með
því ferðalagi. Skal þetta nú reynt.
Þótt ýmsum hér á Vesturlöndum virðist
hafa komið dauði Stalins mjög á óvart, gegn-
ir allt öðru máli um ráðamennina í leppríkj-
unum umhverfis Rússland. Þeir og aðrir,
sem vel hafa fylgst með málum þar, vita að
Stalin var búinn að vera sjúklingur í mörg
ár, — geðbilaður og farinn að heilsu.
Til þess að blekkja íbúa Sóvíetríkjanna og
aðra hefir „tvífari" hans stundum verið lát-
inn koma fram í hans stað, eða hresst hefir
verið upp á Stalin með sterkum meðulum,
svo hann gæti komið sem snöggvast fram
opinberlega. Ýmsir af samstarfsmönnum
Stalins voru andvígir stefnu hans og voru
þeir allir drepnir, sem á einhvern liátt létu
það í ljós, ef armur Stalins gat náð til þeirra.
Það er vitað mál, að þessir samstarfsmenn
Stalins höfðu samtök sín í milli á bak við
hann og það er líklegt, að það séu þau sam-
tök, sem styttu honum aldur að lokum. Einn
ingu er sagt að Conconrt-bræður, er tóku þátt
í umræðunum hafi svarað: Við munum ekki
hreyfa neinum mótmælum gegn þessu. En
okkur grunar, að þegar vísindin eru komin
á það stig, þá muni Guð, með sitt hvíta skegg,
koma til jarðarinnar, sveifla lyklakippunni
sinni og segja við mannkynið, á sama hátt
og þeir segja um fimm leytið í samkvæmis-
sölunum: Lokunartínri, herrar mínir!
G. M. þýddi.
aðalmaðurinn í þessum samtökum var Tito
Júgoslavíu einvaldur. Hann hefir ávallt ver-
ið kommúnisti og er það enn. Hann hyggur
á skefjalaust einræði eins og aðrir konnnún-
istaleiðtogar og „vinsemd" hans í garð vest-
rænna þjóða er aðeins blekking ein. Tito
hefir alla tíð verið í þjónustu Sóvietríkjanna
og Stalin mun hafa samþvkkt — e. t. v. nauð-
ugur — sérstöðu hans vegna þess að ein-
hversstaðar var nauðsynlegt að hafa „dvr“
til vesturs. Samstarfsmenn Stalins vissu að þar
hlaut að koma að hann felli frá, og þá fengju
þeir tækifæri til að breyta um stefnu. Tito
tók því að sér það hlutverk að undirbúa jarð-
veginn fyrir þessa stefnubreytingu. Hann
gerði „ágreining“ við hina ráðandi menn og
tók upp national-koniinúnisma að fyrirmvnd
Hitlers. National-kommúnismanum var ætl-
að það hlutverk að ná til sósíaldemokratiskra
flokka og borgaralegra flokka meðal vest-
rænna þjóða til þess að sýkja þá af konnnún-
isma og fá þá til að taka vinsamlegri afstöðu
til þessa nýja fyrirbæris — nýkommúnismans,
sem kallaður hefir verið Titoismi.
Því verður ekki neitað að Tito hefir orðið
mikið ágengt. Hann hefir komist í náið sam-
band bæði við bandaríska og brezka áhrifa-
menn, en höfuðáhersluna leggur hann á að
smeygja nýkonnnúnisma sínum inn hjá hin-
um engilsaxnesku þjóðum.
För Titos til Bretlands var einn þáttur-
inn í þessu útbreiðslustarfi hans fyrir hina
national-kommúnistisku hreyfingu sem Só-
víetríkin standa á bakvið. Fyrir tveim árum
fór Bevan á fund Titos marskálks og fór vel
á með þeim. Eftir heimkomuna gerðist
Bevan svo umsvifamikill í brezka Alþýðu-
flokknum að við sjálft lá að hann klyfi flokk-
inn. Það varð þó ekki og samdist friður með
36 DAGRENN I NG