Dagrenning - 01.06.1953, Blaðsíða 17

Dagrenning - 01.06.1953, Blaðsíða 17
MISHEPPNAÐAR TILRAUNIR TIL ÚRBÖTA. Nýlega voru haldnir nokkrir útvarpsfyrir- lestrar, þar sem þessari iðju er áfram haldið. Tveir þeirra voru ekki þess virði að á þá sé minnst, en sá þriðji sýnir a. m. k. viðleitni til að gera nýjar tilraunir til að fá menn til að hugsa um eitthvað annað en hinn ömurlega raunveruleika í kirkjunni sjálfri. Hér fer á eftir örstutt lýsing á meginefni þessa fyrir- lesturs, sem haldinn var af sr. Jóni Auðuns. Þó þetta sé ekki efnið in extenso, þá gefur það samt hugmynd um kjarna hans og kjarn- yrði og er auk þess merkilegt efni fyrir aðra sök, sem sé að það eru ekki eigin skoðanir eingöngu, sem fyrirlesarinn lætur í ljós, heldur einnig skoðanir annarra frjálslvndra kennimanna. 1. Hin gamla útskúfunarkenning eða hel- vítislærdómur hefir sópast burt úr kirkju vorri, telur hann, en meðal frænda vorra í Noregi hafa geisað um hana ákafar deilur. Prófessor Hallesby hélt nýlega útvarpsræðu, þar sem hann ógnaði mönnum óspart með ævarandi vísiskvölum. Meðan kenningin er vfirleitt flutt telur sr. J. A. ekki ástæðu til að þegja. Hér á landi er hræðslan við helvíti ekki með öllu dauð. Kveðst hann hafa orðið hennar var í sálgæzlustarfi sínu. Þá taldi hann upp ýmsa látna presta íslenzka, sem hann álítur að vel hafi gengið fram í því að kveða helvítislærdóminn niður. Taldi hann fremur hljótt um kenninguna hér á landi og nefndi enga fulltrúa hennar með nafni. 2. Þá skýrði sr. J. A. einn ritningarstað í Nýja Testamentinu, Matt. 25. kap., þar sem Jesús talar um hinn mikla dóm við endalok veraldar þar og um hinn eilífa eld í sambandi við dóminn (sem er eftir afstöðu manna til Jesú Krists eins og hún birtist í kærleiksverkum eða vanrækslu kær- leiksverka). Telur sr. J. A. að Jesús hafi tekið margar hugmyndir frá samtíð sinni og þjóð- félagi. Ef hann hefði lifað í öðru þjóðfélagi, þá liefði hann notað þær hugmyndir, sem almennt voru notaðar þar til þess að gera mönnum kenningu sína skiljanlega. Vafa- samt væri einnig hvort þessi orð Jesú væm rétt eftir honum höfð. Auk þess væri hug- myndin um hinn eilífa eld ekki upp runnin rneðal Gyðinga, heldur væri hún frá Persum, sem drottnuðu alllengi yfir Gyðingum. Sjálfur skóp Jesús ekki slíkar hugmyndir. Og sr. J. A. telur að ummæli Jesú verði að skoða í ljósi þeirra kenninga er hann sjálfur skóp. En þá verður þessi kenning Jesú að falla fyrir kenningunni um Guð sem hinn algóða föður. Þá nefnir hann dæmi um að þótt rnenn hefðu aðhyllst kenninguna um eilífa glötun, þá hefði hjarta þeirra ekki getað sætt sig við hana. Hjarta manna náðaði þá, sem guð- fræði þeirra fyrirdæmdi. (Dæmi úr Ijóðum Þorst. Erlingssonar). 3. Útskúfunarpostular hafa ógnað rnönn- um með edífum vítiskvölum, eilífri útskúfun, segir sr. J. A. Við þetta finnur hann þó eina málsbót, að þeir hafi ekki viljað sleppa kenn- ingunni af ótta við að siðferðileg alvara rnanna hlyti tjón af því. Hins vegar bæri að athuga að enga mannssál væri hægt að hræða inn í himnaríki með vítisógnunum og brenni- steinsskelfingu. Og hann spyr hvort trúin á fyrirgefninguna sé ekki viðsjárverð og áhættu- söm, hvort hún jafni ekki allan mismun á þeim, sem illa hafa breytt og hinum. 4. Svarið telur hann vera að finna í dæmisögunni um ríka manninn og Lazarus. Telur sr. J. A. að þessi dæmisaga sýni að hel- víti sé til, en það geti ekki verið eilíft. Þar er þó, að hans dómi, urn þjáningu að ræða handan við gröf og dauða, en ekki beri að líta á hana sem refsingu, heldur sem skóla, sem uppeldisráðstöfun hins alvitra. Þó get- ur þessi skólaganga verið bæði löng og sár, að dómi hans. 5. Kristur er frelsari frá synd og villu, en DAGRENNING 1S

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.