Dagrenning - 01.06.1953, Blaðsíða 7
Frá upphafi íslandsbyggðar hefir þjóðmenning og stjórnarfar íslend-
inga átt dýpstu rætur sínar í fagnaðarboðskap kristinnar trúar. Sú lýðfrels-
ishugsjón, sem frá öndverðu hefir lifað með íslendingum og sá jöfnuður
stétta og lífskjara, sem einkennt hefir íslenzkt þjóðlíf á öllum öldum, er
hvorttveggja sprottið upp af frelsis- og réttlætisboðskap kristindómsins,
sem fluttist til þessa lands á undan öllum öðrum stefnum og hreyfingum
með landnámi hinna kristnu, írsku manna, er fyrstir festu byggð á íslandi,
og síðan hefir kristin trú aldrei dáið út að fullu, þótt að hafi þrengt á stund-
um. Verði tengslin rofin milli fagnaðarerindis kristninnar og frelsis og
réttlætishugsjónar íslendinga, fær íslenzk þjóð og íslenzk menning ekki
lifað. Það er þess vegna lífsnauðsyn fyrir framtíð íslenzku þjóðarinnar, að
það lýðræði, sem hér hefir skapazt við kristilega þróun í þúsund ár, verði
varðveitt og við haldið, því á hinum kristna menningararfi vorum einum
saman er oss unnt að reisa það framtíðarþjóðfélag, sem allir sannir íslend-
ingar þrá að upp rísi á fslandi framtíðarinnar. Þjóðinni er lífsnauðsyn að
skilja, að hún verður að hafna með öllu hinu heiðna, austræna svikalýð-
ræði, sem er blekking ein og hefir allsstaðar reynzt undanfari einræðis og
kúgunar, en byggja starfsemi sína á kristilegu lýðræði og þjóðlegum grund-
velli.
Hornsteinar kristilegs lýðræðis eru þrír:
Hinn fyrsti er virðingin fyrir einstaklingnum,- rétti hans og frelsi. Heil-
brigð lýðræðisleg stjórnmálastefna verður ávalt að miða að því, að skapa
sem bezt skilyrði fyrir frelsi einstaklingsins og persónulegum þrozka hans,
jafnframt því sem ábyrgðartilfinning hans er vakin og glædd. Þetta þýðir
að ríkið á að vera til vegna einstaklingsins, en einstaklingurinn ekki vegna
ríkisins.
Annar er vitundin um bræðralag allra manna, er ekki verður takmörk-
uð við flokk, hóp, stétt eða kynþátt, eins og hið austræna svikalýðræði gerir.
Kristilegt lýðræði og heilbrigð stjórnmálastefna verður að gera sér grein
fyrir hinu sameiginlega og almenna og reyna að skapa sem mest þjóðfélags-
réttlæti með því að veita öllum þeim möguleika til mannsæmandi lífskjara,
sem vilja vinna og takast á hendur persónulega ábyrgð.
Þriðji er réttlætishugsjónin, sem ekki byggir á breytilegum, pólitísk-
um sjónarmiðum eða valdi, heldur hinum eilífu lögmálum, sem eru gefin í
boðorðum og opinberunum Guðs. Þau lögmál verða ekki brotin án þess
af því leiði fyr eða síðar upplausn alls samfélagsins. Ofar öllum stjómmál-
um eru því mannréttindin, sem eiga rætur sínar í sköpunar og frelsunar-
verkum Guðs.
Kristilegur stjórnmálaflokkur byggir á þeirri staðreynd, að krist-
in trú og siðgæði sé nauðsynlegur grundvöllur fyrir hið andlega og
DAGRENNING 5