Dagrenning - 01.06.1953, Blaðsíða 27
anna nú í ófriðnum, er hann ekki orðinn
„ein þjóð“ eða „eitt konungsríki“. Það verð-
ur hann ekki fyrr en að ófriðnum loknum,
þegar Brezka heimsveldið verður endurskipu-
lagt sem frjálst sambandsríki allra þjóða
heimsins, þar sem hinar engilsaxnesku og
norrænu þjóðir hafa alla forustu. Þá verða
þær búnar að sannfærast um að þær em ísra-
elsmenn nútímans og að þeirra hlutverk er
að skapa ríki framtíðarinnar hér á jörð, það
ríki, „sem aldrei skal á grunn ganga“.
Sameining ísraels stendur nú yfir og henni
verður lokið að mestu innan fárra ára. Einn
merkilegasta atburðinn, sem þá sameiningu
snertir, má vafalaust telja Atlantshafsfund
Roosevelts og Churchills sumarið 1941 og
þá yfirlýsingu, sem þá var gefin, er verða
mun grundvöllur hinnar nýju ríkjaskipunar
í heiminum.
Öllum er rétt að gera sér það ljóst, að
þessi fullnaðarsameining ísraelsþjóðanna
stendur fyrir dyrum.
Hvergi er því jafnvel lýst í Biblíunni og
í 37. kap. spádómsbókar Esekiels, hvemig
allur ísraelslýður muni aftur sameinast. Hef-
ir þessi kafli hjá Esekiel stundum verið kall-
aður „beina“ kapitulinn. Er að honum vikið
nokkuð í greininni „Hinir huldu lýðir“. Spá-
maðurinn er hrifinn burt í anda og hann
kemur í djúpan dal. Hann gengur um dalinn
og sér aragrúa af beinum liggja þar í dalnum,
og „þau vom skinin mjög“. „Hvort munu
bein þessi lifna við aftur?“ er hann spurður
af anda Guðs, sem leiðir spámanninn. Hann
svarar: „Þú veizt það.“ Honum er því næst
skipað að tala „af guðmóði“ yfir beinun-
um og segja við þau: „Guð mun setja sinar á
yður, láta lífsanda í yður og þér skuluð lifna
við." Og spámaðurinn hlýðir kallinu. Hann
talar í „guðmóði" yfir hinum tvístmðu og
nöktu beinum og smám saman tóku þau að
hrærast, „og beinin færðust saman hvert að
öðru.“ Og hann sér, hvemig þau klæðast
holdi og hörundi, „en enginn lífsandi" var
í þeim. Hann fær þá enn skipun um að tala í
guðmóði yfir þeim og segja: „Kom þú, lífs-
andi, úr áttunum fjórum og anda á þennan
val, að þeir rnegi lifna við.“ Og hann talaði
„og þeir lifnuðu við og ristu á fætur, var það
afarmikill fjöldi." Þá er sagt við spámann-
inn: „Manns-son, þessi bein eru allir ísraels-
menn.“
Niðurtaðan er, að „þeir skuli eigi framar
vera t\ær þjóðir og eigi framar vera skiptir í
tvö konungríki." Þessi kapítuli er næstur á
undan þeim kapitulum hjá Esekiel, senr segja
frá hinum síðasta ófriði og nánar er vikið að
hér á eftir. Kapituli þessi (37.) er þess verður,
að hann sé lesinn með athygli nú á dögum.
ísraelsþjóðimar hafa nú sameinazt, þó þær
enn ekki viti það sjálfar né skilji. Þær hafa
sameinazt af frjálsum vilja og samhug hver
með annarri vegna þess, að þær berjast allar
fyrir sörnu hugsjónum, hugsjónum frelsis,
bræðralegs og lýðræðis. Þær eru ekki bundn-
ar hver annarri með milliríkjasamningum
eða lagaákvæðum, heldur er sáttmáli þeirra
„ritaður í hjörtu þeirra", og sá sáttmáli, sem
þar er skráður, er öllum öðrunr sáttmálum
æðri. Sá sáttmáli, sem ritaður er á pappír,
hefir oftast reynzt lítils virði, en hinn, sem
ritaður er í hjörtu mannanna, þó hann hvergi
annars staðar sé til, mun reynast öruggur og
til frambúðar. Sú er reynsla sögunnar, ekki
sízt á vorurn tímum.
Hið fyrsta tákn, urn sameining ísraels, er
því frarn komið.
*
Annað táknið, sem til marks skal hafa, er
um Jerúsalemborg. Kristur sagði, að þegar
Jerúsalem hætti að vera „fótum troðin af
heiðingjum" mundu endalokin vera í nánd.
Nú vitunr vér, að Jerúsalem hefir lotið „heið-
ingjum", þ. e. þjóðum, sem ekki voru af
DAGRENNING 23