Dagrenning - 01.06.1953, Blaðsíða 28
ísraelsstofni, alla tíð frá því 70 e. Kr., er hún
var eyðilögð, og þar til í árslok 1917, að
Allenby, liinn mikli hershöfðingi Breta, tók
borgina úr hönduni Tyrkja. Síðan hefir hún
verið í höndum Breta og Gyðinga, og þó
„heiðingjar" hafi búið þar að nokkru til þessa,
hafa öll yfirráðin verið í höndum Breta. Það
sem af er þessu stríði hafa umráð Breta vax-
ið, en ekki minnkað, bæði yfir Jerúsalem
sjálfri, allri Palestínu og nálægum löndum.
Nú eru þeir þar einráðir og Gvðingum hefir
fjögað þar stórlega síðan þeir urðu að hrökkl-
ast burt úr Evrópulöndum undan ofsóknum
nazista.
Sá tími nálgast því meir og meir, að Jerú-
salem hætti að vera „fótum troðin“ af heið-
ingjum. Það tákn, sem Kristur sagði að til
marks skyldi hafa, er nú öllum augljóst að
frarn er að koma.
(Nú er Jerúsalem höfuðborg hins nýja
ríkis Júdaættkvíslarinnar sem nefnt er ísra-
elsríki. J. G.)
*
Hið þriðja táknið, og er það einnig frá
Kristi komið, var það, að „orð“ Jesú Krists
skyldi áður hafa boðað verið öllum þjóðum
jarðarinnar. Nú er vitað, að Jjað er engin sú
þjóð eða þjóðarbrot til á allri jörðunni, að
þar hafi ekki verið boðuð kristni. Hafa Bret-
ar verið þar fremstir allra þjóða, og einkenni-
legur er sá mikli áhugi, sem þeir ávallt hafa
sýnt á því að útbreiða Biblíuna meðal allra
þjóða og á öllum tungum.
Þetta þriðja tákn er þannig einnig fram
kornið, því nú er þekking vor á jörðinni orð-
in svo mikil og tækni vor til þess að geta
komizt um jörðina orðin svo stórkostleg, að
vér vitum nú með fullri vissu urn öll lönd
og eyjar í heimi vorum, þar sem fólk býr, en
það er fyrst á síðustu 100 ámm, sem sú
þekking hefir orðið svo fullkomin sem hún
nú er.
*
Síðasta atriðið, sem hér skal að vikið en tæp-
ast er hægt að kalla tákn, er það, að þessir síð-
ustu örlagaríku atburðir muni ekki koma fram
fyrr en „refsingatími" ísraels sé liðinn. Til
skamms tíma hafa menn hvorki skilið upp
né niður í öllu tali Biblíunnar um þennan
„refsingatíma“. Það er fyrst nú síðustu hundr-
að árin, sem tekizt hefir að átta sig dálítið
á því, við hvað er átt með „refsingatíma“
ísraels. Af ýmsurn stöðum í Biblíunni er það
ljóst, að spámennirnir hafa sagt ísraelsþjóð-
inni það fyrir, að yfir hana mundi ganga
refsingatími, sem væri „sjö tíðir“. Af ýms-
urn samanburði rná sjá, að með orðinu „tíð“
er átt við 360 ára tímabil. „Sjö tíðir“ eru því
hvorki meira né minna en 2520 ár (360X7)-
Hefi ég útskýrt þetta í riti mínu „Spádóm-
arnir um ísland“ (bls. 31), og verð ég hér að
láta nægja að vísa til þess.
Þegar svo var komið, að menn höfðu átt-
að sig á þessu, tóku menn að reyna að átta
sig á því, hvenær þessi refsingatími hefði þá
byrjað. Kornust menn að þeirri niðurstöðu,
að hann mundi liafa byrjað, að því er hinar
10 ættkvíslir Ísraelsríkis snerti, árið 726—675
f. Kr., eða þegar Assyríumenn eyddu Sam-
aríu og fluttu þessar ættkvíslir í útlegð.
„Refsingatími“ Júda og Benjamínsættkvísla,
sem þá urðu eftir, byrjaði hins vegar ekki fyrr
en á árunum 603—580 f. Kr., er þær ætt-
kvíslir vom herleiddar til Babylon.
Fullsannað þykir nú, að flutningamir á
ísraelsmönnum stóðu yfir svo langan tíma
sem hér að framan segir, og er það skiljan-
legt eftir öllum samgöngum á jDeim tímum.
Hinar tíu ættkvíslir, sem fyrr voru her-
leiddar, hafa síðan að jafnaði verið kenndar
við Efraim, son Jóseps. Ef vér nú reiknum
út hvenær refsingatíminn ætti að vera að
26 DAGRENN I NG