Dagrenning - 01.06.1953, Blaðsíða 19
sem enginn gat tölu á komið af alls kyns
fólki og kynkvíslum og lýðum og tungum
(Opinb. 7. 9). En einnig þar er talað um
reiði Guðs, dóm og glötun.
Gríski guðfræðingurinn Origines er al-
mennt talinn höfundur apokatastasiskenn-
ingarinnar. Hún breiddist nokkuð út í austur-
kirkjunni, en nálega ekki á Vesturlöndum.
Arið 543 var hún fyrirdæmd sem villukenning
og vestur-kirkjan hafnaði henni yfirleitt. En
í þessari kenningu var meðal annars haldið
fram að Kristur hefði verið krossfestur einn-
ig fyrir hina illu anda og þeir og Satan
mundu að síðustu snúa sér frá illsku sinni og
ríki hins illa þannig renna inn í Guðs ríki.
Á siðbótartímabilinu tóku svermarar eða
vingltrúarmenn kenninguna aftur upp, en sið-
bótarmennimir og kaþólskir höfnuðu henni
cins og áður og er 17. grein Ágsborgarjátn-
ingarinnar, þar sem þsesari kenningu er
hafnað, órækur vottur um hverjum augurn
siðbótarmennirnir litu á þetta mál. Það
voru framan af einkum endurskírendur, sem
tóku apokatastasiskenninguna upp á sína
arma, síðar nationalistar og frjálslyndir guð-
fræðingar. Sagan sýnir greinilega að kenning-
in er upphaflega ckki í neinu sambandi við
spíritisma og þarf ekki að vera í neinu sam-
bandi við fyrirbænir fyrir framliðnum. En
hún samrýmist alls ekki kenningu Jesú um
mismuninn á ljósi og myrkri, lífi og dauða,
ríki Guðs og ríki hins illa og kenningu hans
og Nýja Testamentisins í heild um baráttu
Jesú við hina illu anda. Það var eðlilegt að
menn hneyksluðust á því að Jesús væri kross-
festur til heilla fvrir djöflana eins og það hlýt-
ur að vera kristnum mönnum óeðlilegt að
biðja fyrir endurlausn djöfulsins, en það yrðu
menn að gera ef þeir vildu „tæma helvíti". —
Frá trúarlegu sjónarmiði hefir því kenningin
ekkert gildi, en frá heimsspekilegu sjónarmiði
má segja að hún líkist reikningsdæmi, sem
gengur upp, svo ekkert brot verður eftir. En
slík reikningsdæmi sanna ekki að þau, sem
ekki ganga upp, hljóti að vera röng! — Guðs
orð er heldur ekki reikningsdæmi, heldur
brauð af himni, gefið sálum manna til eilífs
lífs.
UM SKÝRINGAR Á ORÐUM JESÚ.
Miklu rnáli skiptir það, hvort orð Jesú eiga
að standa eða falla eftir geðþótta guðfræðing-
anna. En þannig fer yfirleitt frjálslynda guð-
fræðin að: Hún lætur það falla, sem henni
þóknast ekki. Guðleysingjarnir ganga aðeins
einu skrefi lengra: Þeir fella allt yfirnátt-
úrlegt og guðdómlegt í kristindóminum og
líta aðeins á hann sem sóciala hreyfingu í
sögu og samtíð, gersamlega mannlega hreyf-
ingu. Svo langt gengur ekki sr. Jón Auðuns.
Hann fer, eins og frjálslyndir guðfræðingar,
aðeins hálfa leið og vill láta orð Jesú um
dóm og glötun falla. Með nákvæmlega sömu
aðferð er hægt að láta orð Jesú um eilíft líf
og Guðs ríki falla ef menn viðhafa þessa
aðferð.
Hitt er auðvitað rétt að Jesús notaði orð
og hugmyndir frá samtíð sinni sem vom
kunnar og viðurkenndar. En hann snerist líka
gegn kenningum, sem hann taldi ófullkomn-
ar: „Þér hafið heyrt að sagt er ... en ég segi
yður.“ Þegar Jesús setur markmiðið hærra
en sarntíð hans og lögmálið, þá erum vér
skyldir til að fylgja lionum þar, ef vér vilj-
um vera hans lærisveinar, og ekki láta orð
hans falla, hvort sem það er oss ljúft eða leitt.
Vér erum hvort sem er, aðeins ónýtir þjón-
ar hans, sem erum undir hans valdi, en hann
aftur á móti ekki undir vom valdi. Það er
ekki háttur kristinna manna að segja Guði
fvrir verkum, hvernig hann eigi að haga sinni
opinberun í samræmi við vora skynsemi, svo
merkileg sem hún kann nú að vera á vorri
öld með öllu sínu ljósi. Það skiptir engu máli
hvort eitthvert skáld náðar einhverja menn,
því það mundu sum skáld gera fyrir eina
DAGRENNING 17