Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2014, Síða 30

Ægir - 01.01.2014, Síða 30
Vinnuaðstaðan fín og mannskapurinn ánægður Helga María var smíðuð í Flekkefjord í Noregi 1988 fyrir Sjólastöðina. Skipið fór síðan í eigu Haraldar Böðvarssonar á Akranesi og við sameiningu þess fyrirtækis og Granda komst það í flota HB Granda. Stóra breytingin nú er einnig sú að hver veiðiferð tekur ekki nema fjóra til fimm daga enda komið með allan fisk ísaðan að landi. „Vinnuaðstaðan er mjög fín og mannskapurinn ánægður með hana. Þá er kælingin góð og lestin ekki síður. Það hefur þurft að fínpússa ýmsa hluti og sníða tll, en þar er ekki um stóra hluti að ræða. Það hafa engar grundvallarbreytingar verið gerðar,“ segir Eiríkur. Frystilestinni í Helgu Maríu var breytt í ísfisklest. Stærsti hluti breytinganna fór fram í Póllandi. Lestin var stækkuð með því að fjarlægja frystivéla- rými og tvo síðutanka. Lest- arlúgan var færð út í síðu og komið fyrir nýju kælikerfi. Skipt var um efra dekkið frá skut- rennu fram fyrir gömlu lest- arlúguna. Svokallaðir ísgálgar voru fjarlægðir og toggálgi var styrktur til að geta borið uppi togblakkirnar. Einnig var skipt um skutgaflana og stálpötur þar sem þess þurfti. Bæði skut- hlið og fiskilúga voru endurnýj- aðar. Vatnstankarnir voru sand- blásnir og málaðir. Skipið var reyndar allt sandblásið frá masturstoppum niður í kjöl. Sett var niður nýtt vinnslu- dekk í skipið. Um það verk sáu Kælikerfið hefur komið vel út en fiskurinn er kældur í krapa í kælitromlum. Þrátt fyrir breytingar á búnaði breytast handtökin lítið um borð. 30

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.