Ægir

Årgang

Ægir - 01.01.2014, Side 31

Ægir - 01.01.2014, Side 31
31 starfsmenn 3X Stáls (3X Technology) en að auki koma fleiri fyrirtæki að lokafrágangn- um á Helgu Maríu. „Helga María hentaði vel til breytinga og ísfiskurinn er að gefa fyrirtækinu meiri verðmæti miðað við markaðinn eins og hann er núna. Það vantaði meira inn í vinnsluna hjá fyrir- tækinu og Helga María á að ráða bót á því,“ segir Eiríkur. Alls staðar ýsa Eiríkur segir að veiðin hafi verið dálítið upp og niður en þó megi segja að þokkalega vel hafi gengið. „Það mætt þó vera jafn- ari og meiri veiði á ufsa. Það hefur ekki verið vandamál að sækja þorskinn þegar það viðr- ar en það hefur verið talsverð ótíð. Upp úr þessu fer líka að hefjast veiði á karfa. En það er alls staðar ýsa en hana má ekki veiða. Ég veit ekki hvað menn eiga að gera til að forðast að veiða hana. Það þyrfti að bregð- ast við þessu með því að auka ýsukvótann. Það er ekki hægt að horfa fram hjá því að hún er á slóðinni.“ Eiríkur segir að um borð séu 470 til 500 ker og var fyllt á um 500 ker í síðasta túr. Hámarks- rými lestarinnar er 650 ker. „Við eigum að geta skilað afurðun- um í jafnari gæðum með kæl- ingunni. Það var einmitt það sem var stefnt að og virðist hafa gengið vel upp.“ Öll starfsaðstaða hefur batnað um borð.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.