Morgunblaðið - 02.01.2015, Side 1
F Ö S T U D A G U R 2. J A N Ú A R 2 0 1 5
Stofnað 1913 1. tölublað 103. árgangur
INNBLÁSIN AF
ÍSLENSKRI
NÁTTÚRU
FANTASÍUR
FYRIR EIN-
LEIKSFLAUTU
FYRSTA BARN
Á ÍSLANDI
ÁRIÐ 2015
MELKORKA ÓLAFSDÓTTIR 41 STÚLKA Í REYKJAVÍK 6SPUNASÖNGSVEIT 38
Í dag bjóðum við ykkur að brjóta upp á hversdaginn á fleiri en einn veg.
Við sýnum nýja fleti á fréttum og fjöllum um mál frá öllum hliðum en handan
við blaðhornið er auk þess bráðsnjall e-Golf Volkswagen sem heppinn
áskrifandi Morgunblaðsins hlýtur að launum.
Takk fyrir að brjóta blað!
Og nú getur heppinn áskrifandi unnið VW e-Golf 20. febrúar!
Mörgum þykir nauðsynlegt að baða sig í sjón-
um á fyrsta degi nýs árs. Á bilinu þrjú til fjög-
ur hundruð sundgarpar komu á Ylströndina í
Nauthólsvík í Reykjavík á nýársdag þegar Sjó-
sundfélagið stóð fyrir árlegu búningasundi og
mættu margir í skrautlegum búningum. Ótt-
arr Hrafnkelsson, deildarstjóri í Nauthólsvík,
segir skemmtilegt hversu mikil breidd hafi
verið í hópnum en þar var fólk á öllum aldri og
einnig slógust erlendir ferðamenn í hópinn.
Eftir sundsprettinn hópaðist fólk í heita pott-
inn og sótti sér yl fyrir komandi ár.
Erlendir ferðamenn létu að sér kveða með Íslendingunum í árlegu búningasundi Sjósundfélagsins
Morgunblaðið/Eggert
Búningaþema í köldum sjó og heitum potti á fyrsta degi árs
Guðni Einarsson
Gunnar Dofri Ólafsson
Vinna við átaksverkefni við ljósleið-
aravæðingu í dreifbýli hefst á þessu
ári. Reiknað er með að fyrsta verk-
efnið verði við hringtengingu ljósleið-
ara á Vestfjörðum og síðan á utan-
verðu Snæfellsnesi. Þá á að tengja
þéttbýlisstaði eins og Drangsnes,
Kópasker og Raufarhöfn.
Á fjárlögum eru 300 milljónir til
fyrsta áfanga í fyrirhugaðri fjar-
skiptaáætlun til fjögurra ára. Starfs-
hópur um alþjónustu í fjarskiptum
stefnir að því að skila tillögum til inn-
anríkisráðherra um miðjan janúar, að
sögn Haraldar Benediktssonar, al-
þingismanns og formanns starfshóps-
ins. Í framhaldi af því verður lokið við
framkvæmdaáætlun fjarskiptaáætl-
unar.
Jón Ríkharð Kristjánsson, fram-
kvæmdastjóri Mílu, segir 300 milljón-
ir vera dropa í hafið miðað við heild-
arkostnað verkefnisins. Hann segir
verkefnið stórt og að margir þurfi að
koma að því.
„Við höfum skotið gróft á að til þess
að ná 90-95% tengingu í dreifbýli
þurfi um fimm milljarða króna,“ sagði
Jón. Þá er miðað við að erfiðustu og
afskekktustu staðirnir verði ekki ljós-
leiðaratengdir. Þegar hafa 90% heim-
ila í þéttbýli aðgang að háhraðateng-
ingu samkvæmt skilgreiningu Póst-
og fjarskiptastofnunar.
Ljósleiðari í dreifbýlið
Hringtenging ljósleiðara á Vestfjörðum fyrst á dagskrá
Heildarkostnaður ljósleiðaravæðingar er um 5 milljarðar
MÁtak í ljósleiðaravæðingu »7
Á árinu 2014
voru 1.269 hross
flutt frá landinu
til 20 landa. Er
þetta svipaður
fjöldi og und-
anfarin ár.
Hrossin fara
flest til Evrópu,
einkum Þýska-
lands og Norður-
landanna. Þá
voru fjögur íslensk hross seld til
Ástralíu.
Hrossin sem flutt eru út eru fyl-
fullar merar, dýrir keppnishestar,
stóðhestar, reiðhestar og allt þar á
milli. »12
Hross seld til 20
landa í fyrra
1.269 hestar voru
seldir til útlanda.
Gert er ráð fyrir því, í drögum að
nýrri þingsályktunartillögu um
framkvæmdaáætlun í málefnum
innflytjenda, að vægi móðurmáls-
kennslu verði aukið hjá nemendum
í leik-, grunn-, og framhalds-
skólum.
Einnig er fjallað um að efla gæði
íslenskukennslu fyrir innflytj-
endur.
Eygló Harðardóttir velferð-
arráðherra segir að góð kunnátta í
móðurmáli sé mikilvæg þegar kem-
ur að því að læra önnur tungumál,
þar á meðal íslensku. Lagt sé til að
börn innflytjenda fái stuðning við
að ná góðum tökum á sínu móð-
urmáli. »12
Vægi móðurmáls
innflytjenda aukið