Morgunblaðið - 02.01.2015, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JANÚAR 2015
Think Blue.
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Framlög til félagsmála hafa aldrei verið jafn há
og 2015. Þetta kom fram í áramótaávarpi Sig-
mundar Davíðs Gunnlaugs-
sonar forsætisráðherra.
Eygló Harðardóttir félags-
málaráðherra sagði að aukin
framlög til félagsmála
skýrðust fyrst og fremst af
hækkun bóta vegna fé-
lagslegrar aðstoðar um 13%
frá 2013 þar til nú og hækk-
un framlaga til lífeyris-
trygginga um 21% á sama
tíma. Hún sagði að framlög
til bóta, samkvæmt lögum um félagslega að-
stoð, yrðu samkvæmt fjárlagafrumvarpi tæp-
lega 13,8 milljarðar og til lífeyristrygginga tæp-
ir 74,9 milljarðar.
„Langmesta aukningin er til lífeyristrygg-
inga, tæpir 13 milljarðar á tveimur árum,“ sagði
Eygló. Hún sagði að mikil áhersla hefði verið
lögð á að afnema skerðingar sem gerðar voru á
örorku- og lífeyrisbótum í júní 2009 og það hefði
verið gert að fullu. „Það endurspeglast í þessum
auknu framlögum. Eins hefur þeim fjölgað sem
þiggja greiðslur frá Tryggingastofnun.“
Bæði forseti Íslands og forsætisráðherra
nefndu fátæktina í áramótaávarpi sínu. Á að
styðja þá meira sem standa höllum fæti?
„Þegar við berum okkur saman við aðrar þjóð-
ir þá er fátækt á Íslandi með því minnsta sem
þekkist. Þetta sést í Félagsvísum sem nýlega
voru kynntir,“ sagði Eygló. Hún sagði skilaboðin
vera skýr, bæði frá forseta og forsætisráðherra,
að við gætum ekki sætt okkur við fátækt.
Eygló sagði að þegar hún skipaði nýja Vel-
ferðarvakt hefði vaktinni verið falið sérstaklega
að huga að þeim sem byggju við allra mesta fá-
tækt. „Ég bíð eftir tillögum frá Velferðarvakt-
inni um aðgerðir,“ sagði Eygló.
Hún skipaði einnig verkefnisstjórn um fjöl-
skyldustefnu og verkefnisstjórnin hefur hugað
sérstaklega að þeim sem standa höllustum fæti.
„Það kemur skýrt fram í Félagsvísunum að það
eru ekki síst einstæðir foreldrar. Þar er hús-
næðiskostnaður mjög íþyngjandi og hefur verið
horft til tillagna varðandi húsnæðismálin. Menn
telja að það muni skipta miklu að auka stuðning
við fólk á leigumarkaði. Það eru fyrst og fremst
leigjendur með eina fyrirvinnu sem búa við
mestu fátæktina. Okkur er ekki síst umhugað
um börn sem búa við fátækt.“
Aldrei jafn há framlög til félagsmála
Bætur vegna félagslegrar aðstoðar hafa hækkað um 13% frá 2013 og framlög til lífeyristrygginga um
21% á sama tíma Velferðarvaktin skoðar málefni fátækra Mikilvægt að auka stuðning við leigjendur
Eygló
Harðardóttir
Ráðamenn um fátækt
» „Nú þegar vöxtur er í flestum grein-
um, glíman við hrunið að mestu að baki,
ættum við að sameinast um það sjálf-
sagða markmið að enginn Íslendingur
þurfi að búa við fátækt.“
Ólafur Ragnar Grímsson
» „Þannig segir sú staðreynd að á Ís-
landi sé lægst hlutfall fátæktar í Evrópu
okkur ekki að við eigum að sætta okkur
við það hlutfall, hún segir okkur að fá-
tækt eigi ekki að þurfa að vera til á Ís-
landi.“
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
MÁramótaávörp »14