Morgunblaðið - 02.01.2015, Side 6

Morgunblaðið - 02.01.2015, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JANÚAR 2015 BRJÓTTU BLAÐ 20. febrúar fær heppinn áskrifandi Morgunblaðsins Volkswagen e-Golf. B rjóttu blaðið þannig að örvarnar m ynditígul Ingileif Friðriksdóttir Davíð Már Stefánsson Fyrsta barn hvers árs fær ætíð mikla athygli en titilhafinn 2015 kom í heiminn á Landspítalanum klukkan 3.54 á nýársnótt. „Við erum alveg himinlifandi og yfir okkur ástfangin af þessu fal- lega kríli,“ segir Gróa Sif Jóels- dóttir, sem er 26 ára og starfar í ferðaþjónustu. Hún og unnusti hennar, Sigurmon Hartmann Sig- urðsson, 25 ára tónlistarmaður, eignuðust sitt fyrsta barn þessa nóttina en stúlkubarn þeirra vó rúm þrjú kíló og var 49 sentímetr- ar að lengd. Heilbrigðið skiptir mestu máli Gert var ráð fyrir því að barnið kæmi í heiminn 6. janúar en sök- um alvarlegrar meðgöngueitr- unar var Gróa lögð inn 30. desem- ber síðastliðinn. Hún var síðan sett í gang klukkan 18 á gaml- ársdag. Foreldrarnir bjuggust ekki við því að komast að fyrr en í gær sökum þess hversu mikið var að gera á gamlársdag en plássið losn- aði og heilsast móður og barni vel. Gróa segir jafnframt að fæðingin sjálf hafi gengið rosalega hratt fyrir sig. Þess má einnig geta að Gróa Sif og Sigurmon vissu ekki um hvort kynið væri að ræða fyrr en stúlkubarnið kom í heiminn. „Það sem skiptir mestu máli er að fá heilbrigðan einstakling í heiminn og hún er algjört yndi,“ segir Gróa að lokum, alsæl með frumburðinn. Morgunblaðið/Eggert Barnalán Gróa Sif og Sigurmon Hartmann eignuðust stúlkubarn er vó rúm þrjú kíló og var 49 sentímetrar að lengd. Eru alsæl með frumburðinn  Fyrsta barn ársins kom í heim- inn klukkan 3.54 Færri börn komu í heiminn árið 2014 en árið á undan, sem nemur um 3%, samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum. Tölurnar ná til 29. desember 2014 og vantar því tvo daga til að ná heildarfjölda fæðinga ársins 2014. Árið 2013 fæddust 3.229 börn en fram til 29. desember 2014 höfðu fæðst 3.133 börn. Gera má ráð fyrir að um 1.000 fæðingar séu annars staðar en á Landspítalanum en um 73-75% barnsfæðinga eru þar. Færri stúlkur en drengir komu í heiminn, sem er öfugt við síðustu ár. Þá voru fjölburafæðingar fleiri árið 2014 en árin á undan. Engin þríburafæðing var á nýliðnu ári. Fæðingar á árinu* Heimild: Landspítali Íslands 2014 2013 2014 * Tölur ná til 29/12 2014 Fæðingar, þar af keisaraskurðir tvíburafæðingar þríburafæðingar fjöldi stúlkna fjöldi drengja Hlutfall fjölburafæðinga Hlutfall keisaraskurða Hlutfall fæðinga á LSH af heildarfjölda fæðinga 3.133 533 65 0 1.551 1.647 2,1% 17,0% 73% 73% 3.229 565 60 3 1.668 1.627 2,0% 17,5% -3% -6% 8% -100% -7% 1% 6% -3% Færri börn fæddust á nýliðnu ári Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is „Þetta er bara samningur sem rann út og við höfum fundið annað stað,“ segir Árný Sigurðardóttir, fram- kvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, en frá og með 1. jan- úar 2015 hafa lausagönguhundar í Reykjavík ekki lengur athvarf á Hundahótelinu Leirum líkt og síð- astliðin átján ár. „Samningurinn var orðinn nokk- uð gamall og gerði ráð fyrir miklu fleiri lausagönguhundum en þeim hefur sem betur fer fækkað að undanförnu. Við vorum þar af leið- andi að leigja mjög mikið af búrum sem við höfum ekki þörf fyrir leng- ur. Við komumst ekki að sam- komulagi við Hundahótelið Leirum um það hvernig framhaldið ætti að verða og það er bara eins og geng- ur, það eru engin illindi,“ segir hún. Nokkrir staðir koma til greina „Hundaeftirlitið heyrir undir Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. Samkvæmt samþykktinni um hundahald þá er málum svo háttað að ef hundar sleppa frá eigendum sínum, þá á að sjálfsögðu að reyna að finna eigendurna. Stundum tekst það þó ekki. Þá þarf borgin sem slík, og Heilbrigðiseftirlitið í þessu tilviki, að taka þá í sínar vörslur og koma þeim fyrir á góð- um stað,“ segir hún. Árný segir nokkra staði koma til greina þar sem aðbúnaður dýra er vel tryggð- ur. Lausagöngu- hundar á nýjan stað  Átján ára samn- ingur runninn út „Það var eins og kjarnorkusprengju hefði verið varpað hingað. Fólk lá í götunni og börn grétu og hlupu í all- ar áttir. Þetta var mjög dramatískt augnablik og mikið sjokk,“ segir Guðmundur Aðalsteinsson, íbúi á Bergstaðastræti 29 í Reykjavík þar sem mikil sprenging varð skömmu áður en nýtt ár gekk í garð. Um var að ræða gallaða skottertu í eigu fjölskyldu Guðmundar. „Þetta var bara venjuleg kaka og fyrstu fimm skotin fóru upp eðlilega en svo sprakk restin bara í einum hvelli. Þetta voru örugglega hundrað skot sem voru eftir og 38 kíló af púðri sem fóru þarna í einum rykk,“ segir Guð- mundur en sauma þurfti þrjú spor í andlit hans þar sem hann fékk skurð á andliti við sprenginguna. Sex rúður í húsi Guðmundar, tvær í húsinu á móti og ein í húsinu við hliðina brotn- uðu. Fjölskylda Guðmundar keypti skottertuna af Leikni. „Þetta hefur verið eitthvað mjög gallað og það þarf að skoða öryggið í þessu. Við er- um búin að tala við Leikni en höfum svo sem ekkert heyrt meira í þeim eða í tryggingafélaginu,“ segir hann og veltir því upp hvort eðlilegt sé að leyfa svo stórar tertur í íbúðarhverf- um. Þrjú önnur flugeldaslys Þrjú önnur flugeldaslys urðu á höfuðborgarsvæðinu. Þriggja ára stúlka í Vesturbæ fékk flugeld í and- litið, karlmaður hlaut áverka í andliti þegar terta sprakk við Vallartröð í Kópavogi og flugeldur fór í andlit barns í Austurbænum á nýársdag. Að öðru leyti var tíðindalítið á vett- vangi lögreglu um áramótin. „Börn grétu og hlupu“  Sprenging á Bergstaðastræti  Þrjú önnur flugeldaslys Morgunblaðið/Eggert Sprenging Rúður brotnuðu í húsum þegar gölluð skotterta sprakk. Flugeldasala björgunarsveita fyrir áramótin var svipuð eða ívið meiri en salan á undanförnum árum. Seldust flugeldar m.a. upp hjá björgunarsveitinni Einingu á Breið- dalsvík. „Við þurftum að fara tvisvar og ná í meira hjá sveitunum hér í kring,“ segir Indriði Margeirsson formaður. Fyrirtækið Reykjavik Excursions flutti um 900 erlenda ferðamenn að brennu í Smárahverfi í Kópavogi og á Skólavörðuholt fyrir miðnætti. Voru þeir hæstánægðir að sögn rekstrarstjóra fyrirtækisins. Gamla árið kvatt með stæl Morgunblaðið/Árni Sæberg Gamlárskvöld Rútufyrirtækið Reykjavik Excursions fór með 900 ferða- menn á brennu í Smárahverfi eða að Hallgrímskirkju á miðnætti.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.