Morgunblaðið - 02.01.2015, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 02.01.2015, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JANÚAR 2015 Hefðbundin orðuveiting tilæðstu embættismanna virk- ar eins og nýir ráðherrabílar á sumt fólk. Sami háttur er þó hafð- ur á um víða veröld. Vandvirkum bloggara þótti ekki tilefni til að gera mikið úr, á hvorugan veg, og sjálfsögð kurteisi að þiggja þess hátt- ar virðingarvott, sem engan skaðar.    Bloggarinn bentiá að fundið hefði verið að hinni tilteknu orðuveit- ingu „í nýlegum leiðara í Frétta- blaðinu. Hægt er að heiðra fólk með ýmsum hætti. Þegar ég las Frétta- blaðsleiðarann rifjaðist upp fyrir mér að fyrir sjö árum valdi fylgi- rit Fréttablaðsins, Markaðurinn, viðskiptamann ársins.    Fyrir valinu varð Jón ÁsgeirJóhannesson. Fréttin um val Jóns Ásgeirs var á forsíðu Fréttablaðsins. Forsíða fylgirits- ins skartaði risastórri mynd af viðskiptamanni ársins og inni í því var margra síðna viðtal við hann en svo skemmtilega vildi til, að Jón þessi Ásgeir átti bæði þessi blöð og á að því ég best veit enn.    Margt hnyttilegt kemur fram íviðtalinu. Meðal annars spyr blaðið eiganda sinn, sem það hef- ur nýlega útnefnt viðskiptamann ársins, hvort það væri satt, að hann ætti hundrað milljarða. Og viðskiptamaður ársins 2007 svarar blaðinu sínu: „Veistu, ég er löngu hættur að telja.“ Þess má einnig geta að þetta sama ár lét Markaðurinn, fylgirit Fréttablaðsins, ekki nægja að velja viðskiptamann ársins heldur útnefndi það líka bestu viðskipti ársins. Fyrir valinu urðu Icesave- innlánsreikningar Landsbank- ans …“. Jón Ásgeir Jóhannesson Hver telur STAKSTEINAR Brynjólfur Þorkelsson Framkvæmdastjóri binni@remax.is Sylvía Walthers Löggiltur fasteignasali sylvia@remax.is Vilt þú vita hvers virði eignin þín er í dag? Pantaðu frítt söluverðmat án skuldbindinga! Skeifunni 17 „...virkilega vönduð, lipur og góð þjónusta. Allt sem þau sögðu stóðst. Auðvelt að mæla með Remax Alpha!“ Áslaug og Benni HRINGDU NÚNA 820 8080 Veður víða um heim 1.1., kl. 18.00 Reykjavík 0 skýjað Bolungarvík -1 snjókoma Akureyri -1 snjókoma Nuuk -7 alskýjað Þórshöfn 5 skýjað Ósló 2 alskýjað Kaupmannahöfn 5 þoka Stokkhólmur 7 alskýjað Helsinki 2 alskýjað Lúxemborg -2 þoka Brussel 3 heiðskírt Dublin 12 skúrir Glasgow 12 skúrir London 10 skýjað París 2 heiðskírt Amsterdam 3 heiðskírt Hamborg 3 heiðskírt Berlín 3 heiðskírt Vín 2 skýjað Moskva 0 þoka Algarve 17 heiðskírt Madríd 11 heiðskírt Barcelona 11 heiðskírt Mallorca 12 léttskýjað Róm 7 heiðskírt Aþena 3 skýjað Winnipeg -18 léttskýjað Montreal -3 snjóél New York 0 heiðskírt Chicago -5 skýjað Orlando 18 alskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 2. janúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:19 15:46 ÍSAFJÖRÐUR 12:01 15:13 SIGLUFJÖRÐUR 11:45 14:55 DJÚPIVOGUR 10:57 15:07 www.volkswagen.is Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Fundað verður hjá ríkissáttasemj- ara í dag vegna kjaradeilu Lækna- félags Íslands og Skurðlæknafélags Íslands við ríkið. Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélagsins, segir enn töluvert bil á milli samningsaðila. „Við höfum verið að varpa hug- myndum á milli okkar og það skýrist vonandi betur eftir fundinn hjá rík- issáttasemjara hvar við stöndum.“ Formaður Skurðlæknafélagsins, Helgi Kjartan Sigurðsson, er heldur bjartsýnni en tekur þó í sama streng og Þorbjörn og segir erfitt að tjá sig um stöðuna fyrr en eftir fundinn í dag. Hann segir þó síðasta fund hafa verið góðan. „Ég vona að kjaradeilan leysist fljótlega en það veltur dálítið á næsta fundi hvort lausn er í sjón- máli.“ Skurðlæknar funda hjá Ríkissátt- semjara klukkan 15 í dag. Bjarni Benediktsson fjár- málaráðherra sagði eftir ríkisstjórn- arfund á þriðjudag að tilboð ríkisins fæli í sér verulegar kjarabætur en benti einnig á að samninganefnd ríkisins gæti ekki teygt sig nær kröfum lækna og vafasamt væri hvort ríkið gæti staðið við það sem nú þegar væri búið að leggja á borð- ið. Fundað í læknadeilunni í dag  Formaður Læknafélags Íslands segir enn langt á milli aðila  Síðasti fundur með skurðlæknum var góður Ráðist var í um- fangsmiklar end- urbætur á örygg- isþáttum Hvalfjarðargang- anna árið 2007 sem stóð til ársins 2013 í því skyni að uppfylla staðla um öryggismál í veg- göngum frá Evr- ópusambandinu. Vegfarendur eru nú tvöfalt öruggari að aka um Hvalfjarðargöngin en áður en ráðist var í framkvæmdirnar. Þetta er niðurstaða úttektar verk- fræði- og ráðgjafarfyrirtækisins Mannvits fyrir Spöl, sem á og rekur Hvalfjarðargöng. Jafnframt kemur þar fram að tölfræðilega sé nú fimm- tán sinnum öruggara að aka um göngin en fyrir Hvalfjörð. Framkvæmdir Spalar í umferð- aröryggismálum á sex ára tímabili fólust meðal annars í því að auka lýs- ingu, setja upp sívöktunarkerfi og yf- ir 80 myndavélar. Þá var komið fyrir nýjum neyðarljósum í lofti, flóttaljós sett á veggi ef rafmagn fer af göng- unum, slökkvitækjum fjölgað o.fl. í þeim dúr. Hvalfjarðar- göng tvöfalt öruggari  Uppfylla veg- gangastaðla ESB Hvalfjarðargöngin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.