Morgunblaðið - 02.01.2015, Page 11

Morgunblaðið - 02.01.2015, Page 11
DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JANÚAR 2015 www.moggaklubburinn.is Það gæti verið ráð að nýta vet- urinn í að læra á gítar fyrir sum- arið. Fyrir þá sem áhuga hafa er boðið upp á tíma, hvort heldur sem er einka- eða hóptíma í gít- arleik á næstu önn. Kennslan er í höndum þekkts blúsgítarleik- ara, Halldórs Bragasonar, og er sérsniðin að áhuga og getu hvers og eins. Allir aldurshópar eru velkomnir á námskeið en þau fyrstu hefjast þann fimmta janúar. Í námskeiðslýsingu á sam- skiptamiðlinum Facebook kem- ur fram að unnt sé að hafa sam- starf við fyrirtæki eða hópa um námskeið en slíkt mun hafa gengið vonum framar. Upplýs- ingar um gítarnámskeiðið fást í síma 6975410 eða með því að senda tölvupóst á netfangið bluesice@simnet.is. Rétt er að geta þess að námskeiðið er styrkhæft hjá ýmsum stétt- arfélögum. Einka- eða hóptímar í gítarleik Fimir fingur og gítarstrengir Morgunblaðið/Kristinn Kennsla Halldór Bragason kennir öllum ald- urshópum að leika á gítar. Hvert land á sér sína siði, venjur og hefðir. Það sem á einum stað telst sárasaklaust getur á öðrum talist takmarkalaus dónaskapur. Sem betur fer er menningarflóran fjölbreytt og svo lengi lærir sem lifir. Víða á alnet- inu er að finna samantekt á menn- ingu landa og er síðan www.every- culture.com dæmi um slíka samantekt. Leita má að löndum eftir hvar þau er að finna í stafrófinu og lesa um menninguna. Vandað hefur verið til verks á síðunni þó að hún sé ekki beinlínis nýmóðins í uppsetn- ingu. Farið er yfir menningarþætti daglegs lífs, matarmenningu, við- skiptahætti, stéttskiptingu, lagskipt- ingu og margt fleira sem áhugavert getur verið að vita og jafnvel gagn- legt líka. Eins getur verið áhugavert fyrir ferðamenn sem vilja skilja Ís- lendinga betur, að líta á góða og mikla grein á síðunni um land og þjóð því þar má meira að segja fræðast um Grágás, Alþingi og fleira. Orðin „lífið er saltfiskur“ koma fyrir í mat- armenningarkaflanum og minnst er á upprúllaðar sykraðar pönnukökur og glöggt er gests augað og stundum líka skemmtilegt! Vefsíðan www.everyculture.com Siður Það þykir eflaust furðulegt einhvers staðar að „slá köttinn úr tunnunni“. Fjölbreytileiki tilverunnar á sér engin mörk Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Tæland Síðustu fjögur árin hefur Steingrímur Guðmundsson búið í Taílandi og fæst þar við skriftir og trommuleik. Malín Brand malin@mbl.is Ísíðdegissólinni á Taílandisitur Íslendingur úti á svölumog æfir sig á trommur. Takt-urinn er rofinn af símhring- ingu blaðamanns á Íslandi þar sem klukkan er heilum sjö tímum á eftir þeirri taílensku. Úti á svölunum sit- ur ævintýramaðurinn, trommuleikarinn og nú rithöfundurinn Steingrímur Guð- mundsson. Hann hef- ur verið búsettur á Taílandi í fjögur ár og líður vel. „Ég reyni bara að láta mér líða vel, hvar sem ég er,“ segir Steingrímur. Kannski lýsir það viðhorfi hans til lífsins en hann hefur ferðast víða. Ætli ekki sé óhætt að fullyrða að flestir Íslendingar hafi heyrt til Steingríms á einhverjum tímapunkti en hann lék til dæmis á trommur með hljómsveitinni Millj- ónamæringunum, Súld og nú síðast með Sigtryggi Baldurssyni. Jógaundirspil og skriftir Í Taílandi hefur Steingrímur fengist við trommuleik og skriftir. Trommuleikurinn sem hann fæst við þar ytra er nokkuð ólíkur því sem maður þekkir hér á landi. „Ég hef mikið verið að spila í jógastöðvum í möntruböndum en líka í svoköll- uðum jóga-mandaladansi sem er ansi kraftmikil spilamennska. Þá er- um við þrír slagverksleikarar og er- um bæði með söngkonu og gítarleik- ara,“ segir Steingrímur sem spilar líka í poppbandi með bandarískum piltum. Þeir spila blöndu af þjóð- lagatónlist, blúsi og pönki. Þó ver hann mestum tíma við skriftir. Ný- lega hófst á vef Amazon sala á raf- bókinni Sad Icelandic Fairy Tales eftir Steingrím og gangi allt eftir kemur hún einnig út í bókarformi þegar fram líða stundir. En þetta er ekki eina bókin sem hann hefur ver- ið að skrifa því öllu stærra verk er einnig í smíðum. Stokkið á milli alda Verkið er skáldsaga sem í raun er óhefðbundin glæpasaga og skrif- ar Steingrímur hana ásamt öðrum. „Við höfum verið að skrifa hana síð- astliðin fjögur ár og þetta eru orðnir 90 kaflar. Sagan byrjar um 1900 þegar ungverskur draum- óramaður flyst til Íslands og sest þar að en það hefur ábyggilega enginn gert. Hann byggir upp þorp í firði, ég bjó til fjörð, og er mikill brautryðj- andi. Hann er til dæmis fyrsti bóndinn til að nota raforku. Svo hundrað árum síðar er þetta sama þorp notað við dópfram- leiðslu,“ segir Steingrímur. Það er best að fjalla ekki meira um bókina að svo stöddu en það sem komið hefur fram lofar sannarlega góðu, svo ekki sé meira sagt! Ryk blásið af 35 ára hugmynd Ætli það sé ekki óvenjuleg byrjun rithöfundaferils að gefa út rafbók á ensku? Það gerði Stein- grímur og bókin Sad Icelandic Fairy Tales segir átakanlegar og áhrifa- ríkar sögur sem margar hverjar eru byggðar á einhverju úr raunveru- leikanum. „Eiginlega byrjaði ég að skrifa þessar sögur í kringum 1978 eða 1979 þegar ég bjó í Svíþjóð. Þá var ég að túra mikið með rokkleikhúsi um alla Svíþjóð og mér leiddist svo oft í rútunni. Þá voru engir farsímar eða spjaldtölvur þannig að ég greip til þess ráðs að fara að skrifa,“ segir hann. Drög að nokkrum sögunum voru því skrifuð fyrir um þrjátíu og fimm árum. Hann tók upp þráðinn að nýju þegar hann var á Indlandi fyrir rúmu ári. Ofbeldi og bannhelgi Bókin fjallar um fólk sem níðst er á í samfélaginu á einhvern hátt, andlega eða líkamlega. Þá sem hefur verið nauðgað, jafnvel af sínum nán- ustu. „Það sem hrinti þessum skrif- um í framkvæmd er að ég veit um ansi mörg svona dæmi þar sem slæmir menn hafa komist upp með slæma hluti gagnvart konum. Í sum- um ættum eru svona karakterar sem allir vita að hafa gert eitthvað en einhvern veginn ná þeir að leika einhvern góðan karakter og breiða yfir verkin þannig að enginn þorir að tala um það,“ segir Steingrímur og nefnir líka að erfitt geti reynst að sækja slíka menn til saka mörgum árum síðar. „Í öllum ævintýrunum er fólk sem hefur verið misnotað á einhvern hátt. Það hefur verið lagt í skelfilegt einelti, bæði í skóla og jafnvel á heimilinu eins og í sögunni The Cool Farmer þar sem bóndinn nauðgar bara allri fjölskyldunni.“ Steingrímur kallar sögurnar æv- intýri og inn í ævintýrin blandast álfasögur, goðafræði og sögur af tröllum og huldufólki. „En það blandast ekki inn á þennan máta sem kannski hefur sést eða heyrst áður,“ segir hann. Bókin er ekkert léttmeti þó svo að húmor slæðist inn þar sem það á við eins og í sögunni af strák sem smíðar kontrabassa. „Hann verður fyrir því óláni að hljóðfærinu hans er stolið en strákurinn er með svo þroskaða sál að hann verður glaður yfir því að einhver annar geti notað bassann,“ segir Steingrímur Guð- mundsson sem er nú þegar farinn að huga að skrifum Sad Icelandic Fairy Tales II. Það verður spennandi að sjá hvor verður á undan, glæpasag- an eða ævintýrin. Áhugasamir geta nálgast bókina á vefnum www.ama- zon.com undir leitarstrengnum Sad Icelandic Fairy Tales I eða með því að slá þar inn nafn höfundarins Steingríms Guðmundssonar. Af álfum tröllum og Íslendingum Trommuleikarinn Steingrímur Guðmundsson fer ekki hefðbundnar leiðir í því sem hann tekur sér fyrir hendur. Nú er komin út rafbók á ensku eftir hann, um Íslendinga en bókina skrifaði hann á Taílandi. Sáttur Steingrímur segist reyna að láta sér líða vel hvar sem hann er stadd- ur í heiminum. Það skipti ekki öllu hvort hann sé á Íslandi eða í Taílandi. „Þá var ég að túra mikið með rokkleikhúsi um alla Svíþjóð og mér leiddist svo oft í rút- unni. Þá voru engir far- símar eða spjaldtölvur þannig að ég greip til þess ráðs að fara að skrifa“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.