Morgunblaðið - 02.01.2015, Page 19
Einræðisherra
Norður Kóreu,
Kim Jong-un,
sagði í áramóta-
ávarpi sínu að
hann væri, að
vissum skil-
yrðum upp-
fylltum, tilbúinn
til að ræða við
forseta Suður-
Kóreu.
Ryoo Kihl-jae, sem fer með sam-
starfsmál við Norður-Kóreu í rík-
isstjórn Suður-Kóreu, sagði eftir að
stjórnvöld í Suður-Kóreu væru
tilbúin til að halda leiðtogafund í
Seúl, Pyongyang eða annars staðar
á Kóreuskaganum.
Kim Jong-un vill
bætt samskipti á
Kóreuskaga
Kim Jong-un
KÓREA
Maður vopnaður
riffli ruddist inn í
nýársfagnað í
smábænum St.
Catherine í
Frakklandi og
skaut þrjá gesti
til bana. Meðal
þeirra myrtu var
fyrverandi kær-
asta mannsins en
lögreglan á svæðinu segir að mað-
urinn hafi talið sig eiga eitthvað
sökótt við þá sem voru í samkvæm-
inu, sem hann var sjálfur í. Hann
hafi þá farið og sótt byssu og skotið
á fólkið. Lögreglan umkringdi
manninn á bílastæði við sjúkrahús
stuttu síðar en hann framdi sjálfs-
víg áður en tókst að handsama
hann.
Þrír myrtir í nýárs-
fagnaði í Frakklandi
Morð á nýársnótt.
FRAKKLAND
FRÉTTIR 19Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JANÚAR 2015
Hjá Parka færðu flottar flísar í hæsta gæða-
flokki frá þekktum ítölskum framleiðendum.
Bjóðum aðeins það besta fyrir þig!
Dalvegi 10-14 • Kópavogi
Full búð af
flottum flísum
Íslendingar eru ekki þeir einu sem
skjóta upp flugeldum um áramót. Í
München í Þýskalandi var skotið
upp flugeldum af öllum stærðum og
gerðum til að kveðja liðið ár og
fagna komu þess nýja.
AFP
Flugeldar í München
Þjóðverjar kveðja gamla árið og fagna því nýja
Angela Merkel,
kanslari Þýska-
lands, lá ekki á
skoðunum sín-
um í áramóta-
ávarpi þegar
hún gagnrýndi
harðlega þjóð-
ernishreyfingar
sem mótmælt
hafa stefnu
þýskra stjórnvalda í innflytjenda-
málum.
Þá varaði Merkel fólk við að
taka þátt í fjöldafundum öfga-
samtaka sem byggjast á for-
dómum og hatri í garð þeirra sem
eru af öðrum litarhætti eða ann-
arrar trúar. Merkel sagði það
skyldu Þjóðverja að taka á móti
fólki frá stríðshrjáðum löndum.
Kanslarinn varar við
fordómum og hatri
Angela Merkel.
ÞÝSKALAND
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Lögreglan í Uppsölum í Svíþjóð leit-
ar nú árásarmanns sem grunaður er
um að standa á bak við þriðju árásina
á mosku í Svíþjóð í vikunni. Talsmað-
ur lögreglunnar, Torsten Hemlin,
sagði á blaðamannafundi að vegfar-
endur hefðu orðið vitni að því þegar
maður kastaði brennandi hlut að
moskunni. Þá hefði maðurinn skrifað
niðrandi orð á húsið. Enginn var inni
í byggingunni þegar árásin var gerð.
Alls hafa þrettán árásir verið
gerðar á moskur í Svíþjóð á árinu en
í bænum Eslövs hefur ítrekað verið
gerð atlaga að mosku bæjarins. Rúð-
ur í kjallara hennar hafa verið brotn-
ar, skilti eyðilögð og eldur borinn að
henni. Þá slösuðust fimm manns
þegar eldsprengju var kastað í gegn-
um glugga mosku í Eskilstuna á jóla-
dag.
Töluvert hefur borið á músl-
imaandúð í Svíþjóð upp á síðkastið
en Svíþjóðardemókratarnir, sem
kenna sig við þjóðernisjafnaðar-
stefnu, stórjuku fylgi sitt í þingkosn-
ingunum í september. Talsmenn
múslima í Svíþjóð segja vanþekk-
ingu og ótta ráða för öfgahópa og
árásarmanna.
Enn ein árásin á mosku í Svíþjóð
Andúð Segja árásir byggjast á ótta.
Sænska lögreglan leitar manns sem kastaði eldsprengju að mosku í Uppsölum
Þrír karlmenn létust í flug-
eldaslysum í Danmörku á gamlárs-
kvöld og liggja tveir til á sjúkrahúsi
viðbótar alvarlega slasaðir.
Danska lögreglan telur að ólög-
legir flugeldar og skottertur hafi
valdið slysunum. Slysin tvö áttu sér
stað í Skjellerup og Assens á Norð-
ur-Jótlandi. Í Assens lést 37 ára
maður og tveir menn um þrítugt
létust í Skjellerup. Danska lög-
reglan rannsakar málin.
Þrír dóu í flugelda-
slysum í Danmörku
DANMÖRK
AFP
Áramót Slys vegna ólöglegra flugelda.
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Hátt í fimmtíu einstaklingar slösuð-
ust og þrjátíu og sex létu lífið þegar
þeir tróðust undir á nýársfagnaði í
Shanghaí í Kína á nýársnótt.. Flestir
hinna látnu eru ungir námsmenn,
þar af tuttugu og fimm konur. Slysið
varð á Chenyi-torgi, sem er í mið-
borg Shanghaí, en þar höfðu komið
saman mörg þúsund manns.
Talið er að troðningurinn hafi haf-
ist þegar fölsuðum peningaseðlum
var kastað fram af svölum nætur-
klúbbs í borginni.
Xi Jinping, forseti Kína, sagði í
sjónvarpsviðtali í gær að hann myndi
sjá til þess að ítarleg rannsókn færi
fram á því sem gerðist á torginu en
yfirvöld í borginni hafa verið gagn-
rýnd fyrir að hafa of fáa lögreglu-
menn við eftirlit og mannfjölda-
stjórnun á svæðinu.
BBC hefur eftir Rebekku Thom-
as, ferðamanni frá Manchester, að
ástandið hafi verið skelfilegt. Hún sá
fjölda líka á torginu og fólk í örvænt-
ingu að reyna að bjarga ástvinum
sínum. Thomas gagnrýnir viðbrögð
lögreglunnar sem hafi lítið gert til að
aðstoða þá sem voru í lífshættu.
Ekki er vitað með vissu hversu
margir komu saman á torginu en
kínversk stjórnvöld segja árleg há-
tíðarhöld á torginu fara vaxandi og
að um 300 þúsund manns hafi sótt
torgið í fyrra.
AFP
Troðningur Fjöldi einstaklinga liggur slasaður og 36 manns eru látnir eftir
mikinn troðning á Chenyi-torgi, sem er í miðborg Shanghaí.
Tugir tróðust
undir í Kína
Mikill mannfjöldi á nýársfagnaði