Morgunblaðið - 02.01.2015, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 02.01.2015, Qupperneq 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JANÚAR 2015 ✝ Sigríður Sig-urðardóttir fæddist í Stóra- Lambhaga, Skil- mannahreppi, 2. janúar 1920. Hún lést annan dag jóla á heimili sínu, Eyja- bakka 28 í Reykja- vík. Foreldrar Sigríð- ar voru Sigurður Sigurðsson, bóndi og hreppstjóri, fæddur á Elínar- höfða á Akranesi 20.5. 1889 og Sólveig Jónsdóttir, húsfreyja, fædd í Brennu í Lund- arreykjadal 8.4. 1889. Systkini Sigríðar voru Sigurður Sigurðs- son, f. 1918, Jón Sigurðsson, f. 1924 og eru þeir látnir en eft- irlifandi systir Sigríðar er Sól- veig Sigurðardóttir, f. 1929. Sig- Reyni Jóhannsson, f. 5.3. 1953, kvæntan Ingu Rún Garð- arsdóttur, f. 1954. Börn þeirra eru Sigurður Reynisson, f. 1981, Garðar Reynisson, f. 1983 og Ey- rún Jóna Reynisdóttir, f. 1987. Dóttir Ingu Rúnar er Hrund Val- geirsdóttir, f. 1974. Barnabörn Reynis og Ingu Rúnar eru þrjú talsins. Sigríður ólst upp á Stóra- Lambhaga og stundaði almenn sveitastörf frá unga aldri. Hún aðstoðaði móður sína við heim- ilisstörf á fjölmennu sveitaheim- ili þar sem m.a. veiðimenn í Laxá gistu og nutu viðurgjörnings. Sigríður stundaði nám við Iðn- skólann í Reykjavík og starfaði síðan innanbúðar og við kjóla- saum hjá Haraldi Árnasyni í Haraldarbúð. Eftir að hún giftist varð hún heimavinnandi hús- móðir. Heimili Sigríðar var í rúma fjóra áratugi að Eyjabakka 28 í Reykjavík en áður bjó hún m.a. í Mosgerði og á Njálsgötu. Útför Sigríðar fer fram frá Digraneskirkju í dag, 2. janúar 2015, og hefst athöfnin kl. 13. ríður giftist 14. maí 1960 Hauki B. Ósk- arssyni frá Klömb- ur í Aðaldal en Haukur lést 11.1. 2010. Sonur þeirra er Óskar Baldvin Hauksson, f. 20.10. 1960, sem kvæntur er Ingu Jónu Frið- geirsdóttur, f. 29.8. 1964. Synir þeirra eru Haukur Óskars- son, f. 1994 og Friðgeir Ósk- arsson, f. 2000. Fyrir átti Sigríð- ur 1) Sigurð Ferdinandsson, f. 1.2. 1947, kvæntan Guðrúnu Matthíasdóttur, f. 24.1. 1947, en dóttir þeirra er Sigríður Sigurð- ardóttir, f. 1979, dóttir Guðrúnar er Margrét Vilhjálmsdóttir, f. 1973. Barnabörn Sigurðar og Guðrúnar eru alls fjögur. 2) Í dag kveð ég kæru ömmu mína, hana Sigríði Sigurðardótt- ur, eða ömmu Siggu. Ég á marg- ar og góðar minningar um ömmu mína. Þegar ég var lítil gisti ég stundum hjá henni og þá var mikið brallað. Stundum tókum við strætó eða löbbuðum í búðina sem mér fannst mikið ævintýri. Amma mín var einstök kona, alveg sér á parti. Ég man þegar ég kom og kynnti hana fyrir kær- asta mínum. Þá voru dregnar fram gamlar myndir og spjallað. Þegar við skoðum myndirnar tók ég eftir að myndirnar voru eitt- hvað öðruvísi og ég minntist á það við ömmu. Amma sagði „Mér fannst þú eitthvað svo litlaus á myndunum svo ég málaði með tússlit yfir til að hressa upp á þig.“ Ég kveð þig með söknuði, amma mín. Góðra stunda mun ég minnast með gleði í hjarta og miklu þakklæti fyrir þann tíma sem við áttum saman. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Þín ömmustelpa, Sigríður. Það er tómlegt að hugsa til þess að mamma sé farin, hún sem var svo stór hluti af mínu lífi. Mamma ólst upp í sveit og mundi tímana tvenna. Hún fæddist í torfbæ í Stóra-Lambhaga en flutti ung í nýtt og reisulegt steinhús sem afi byggði með eig- in afli. Mamma var bráðger og tók snemma til hendinni við störf innan sem utan veggja heimilis- ins. Í þá daga var heyskapur meira og minna unninn með handafli. Mamma minntist ávallt æsku sinnar með gleði en hún bjó við mikið ástríki foreldra sinna. Oft sagði hún mér sögur og sýndi myndir frá þessum tíma. Heim- ilið var fjölmennt en auk systkina hennar var vensla- og vinnufólk á bænum. Síðar bættust við er- lendir og innlendir veiðimenn sem stunduðu veiðar í Laxá á sumrin. Þá fluttu heimilismenn niður í kjallara og eftirlétu veiði- mönnunum herbergi hússins. Mamma aðstoðaði ömmu þá við eldamennsku og framreiðslu fyr- ir gestina eins og hún kallaði þá alltaf. Skólaganga mömmu var ekki löng en í þá tíð komu kennarar á bæinn hennar og þar var krökk- unum í sveitinni kennt. Mamma var fljót að læra að lesa og var sérstaklega minnug á ljóð og kvæði sem hún hafði unun af. Síðar stundaði mamma nám í Iðnskólanum sem bjó hana m.a. undir hennar starf við að sauma fína kjóla í Haraldarbúð. Hún var einkar lagin í höndunum, saumaði og breytti fötum fram yfir nírætt. Hugur hennar stóð samt alltaf til náms en aðstæður hennar komu í veg fyrir það. Frá unga aldri innprentaði hún mér mikilvægi langskólanáms og fylgdist ávallt vel með frammi- stöðu og árangri sona minna í þeirra námi. Ræktun var hennar líf og yndi, bæði innan og utan dyra. Stund- um stóð ég hana að verki við að næla sér í afleggjara og hún stundaði ásamt pabba garðrækt af miklum móð á Korpúlfsstöðum og síðar í Stóra-Lambhaga. Hollt og gott mataræði var mikilvægt í hennar huga, vildi rækta sínar eigin kartöflur, rófur og kál. Ber- jatínslan á haustin var hennar yndi og minnist ég ferða í Þjórs- árdal þar sem pabbi skaut gæsir og mamma tíndi ósköpin öll af berjum á meðan. Sveitin var svo sannarlega í sálinni. Mamma veiktist á miðjum aldri af liðagigt sem hrjáði hana alla tíð síðan en ekki dró hún af sér við heimilisstörfin eða það sem hún tók sér fyrir hendur. Hún undi sér vel í sól og hita og hafði unun af því að fara til Kan- arí, einnig stundaði hún laugarn- ar mikið eftir að hafa lært að synda komin vel fram yfir miðjan aldur. Mamma var alltaf boðin og bú- in að hjálpa við pössun sona minna og var sérstaklega Hauk- ur mikið hjá henni. Þeir sakna báðir ömmu sinnar og minnast hennar með hlýhug. Eftir að pabbi dó bjó mamma ein í íbúðinni sinni, vildi gera hlutina sjálf eins og hún tileink- aði sér í æsku. Nýtnin og nægju- semin var henni í blóð borin. Hún vildi ekki leggjast inn á stofnun með einhverjum ókunnugum en hafði gaman af því að vera í sam- bandi við nánustu ættingjana. Solla systir hennar var einstak- lega dugleg að vera í sambandi við mömmu. Það hjálpar í sorg- inni að minnast hennar leikandi á als oddi hjá okkur á aðfangadag jóla. Elsku mamma, blessuð sé minning þín. Óskar Baldvin Hauksson. Sigríður Sigurðardóttir ✝ Svanhvít varfædd á Geit- hálsi í Vest- mannaeyjum 30. apríl 1923. Hún lést 18. desember 2014. Foreldrar Svan- hvítar voru Katrín Sigurlín Svein- björnsdóttir frá Skógum í Mjóa- firði, f. 16. apríl 1895 og Hjörtur Einarsson, f. 19. ágúst 1887 í Þorlaug- argerði, Vestmannaeyjum. Maki Svönu var Bolli Þórodds- son, f. 16.1. 1918, hann lést 13.11. 2012. Systkini Svönu voru Jóhanna Gunnþórunn, f. 7. maí 1914, Óskar Sveinbjörn, f. 4.11. 1915, Alfreð Hjörtur, f. 18.11. 1918, Einar, f. 31.1. 1926, Gísli, f. 8.12. 1927, Guðný Ragnheiður, f. 10.1. 1931. Synir Svönu eru Hjörtur Bollason, f. 26.11. 1945, sonur hans er Hjörtur, f. 30.11. 1963. Eyþór Bollason, f. 26.11. 1945, maki Vio- letta Grönz, börn þeirra eru Bolli, f. 2.11. 1967, kvænt- ur Ástu Benediktsdóttur og eiga þau 3 börn, Fönn. f. 20.12. 1968, gift Edvard Friðjónssyni og eiga þau 3 börn og Svanþór, f. 3.6. 1973, kvæntur Guðrúnu Sveinsdóttur og eiga þau 3 börn. Útför Svanhvítar fer fram frá Garðakirkju í dag, 2. jan- úar 2015, og hefst athöfnin klukkan 13. Svana frænka min lést 18. desember 91 árs að aldri, en þrátt fyrir háan aldur mundi hún eftir öllu, bæði fólki og æv- ina alla. Það var svo gaman að tala við hana og við töluðum oft saman, hún hafði frá svo mörgu að segja. Frænka mín var ekki hávaxin kona en því stærra var hjarta hennar, hún hafði alltaf tíma fyrir aðra og opnaði oft heimili sitt fyrir þá sem þurftu hjálp eða aðstoðar við. Minningarnar um frænku mína eru margar og allar góð- ar, við áttum svo margt sam- eiginlegt og þar eru íþróttir of- arlega á blaði. Þegar ég var unglingur í Reykjavik fórum við oft saman í sund en sund var mikið áhugamál hjá henni og hún æfði sund þegar hún var unglingu. Við fórum saman í leikfimi og slökun hjá Júdó- deild Ármanns, og misstum aldrei af landsleikjum í hand- bolta og knattspyrnu. Okkar uppáhaldslið er Liverpool og við gátum talað endalaust um sigur og ósigra okkar manna. Svana var ekki alltaf heilsu- hraust og hún var oft á sjúkra- húsum á yngri árum en alltaf var hún kát og glöð þrátt fyrir veikindi sín. Ég man ekki eftir Svönu öðruvísi en í góðu skapi og brosandi enda sagði hún oft að það þýddi ekkert annað en taka hlutunum vel hvað sem á dyndi og reyna alltaf að vera sáttur við alla. Svana sagði mér oft frá ferðalögum sem hún og Bolli fóru í á sínum yngri árum um Kanada og Evrópu og ég á enn forláta könnu sem Bolli gaf mér þegar þau komu heim frá Bilbao á Spáni, það þarf að vera almennileg mjólkurkanna á sveitaheimili, sagði Bolli. Eft- ir að heilsan og getan versnaði þurfti hún meira á hjálp að halda og þá var gott að eiga góða að. Barnabörn hennar Fönn og Bolli studdu hana á allan hátt og gerðu henni mögulegt að vera heima hjá sér svona lengi. Dáðrík kona í dagsins stóru önnum, dýrust var þín gleði í fórn og móðurást, þú varst ein af ættjarðar óska- dætrum sönnum, er aldrei köllun sinni í lífi og starfi brást. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Svana frænka mín trúði því að Bolli tæki á móti henni og umfaðmaði hana og ég veit að það hefur hann gert og þau eru saman á ný. Við Kristján sendum Eyþóri, Hirti og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Ég kveð frænku mína með söknuði Blessuð sé minning hennar. Katrín Hjartar Júlíusdóttir. Svanhvít Hjartardóttir ✝ Soffía Zop-honíasdóttir leikskólakennari fæddist í Reykjavík 27. deseember 1934. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Sólvangi í Hafnarfirði 17. desember 2014. Foreldrar henn- ar voru Zophonías Sigfússon, pípu- lagningameistari, f. 26. júlí 1901 í Svarfaðardal, d. 11. apríl 1974 og Lilja Bjarnadóttir, hús- freyja, f. 31. október 1906 í Grundarfirði, d. 16. júlí 1985. Systkini Soffíu voru Sjöfn, f. 22. júní 1931, d. 27. september 2014, maki Gunnar Moritz Steinsen, f. 28. mars 1928, börn þeirra eru Snorri og Lilja Anna; Bjarni, f. 11.7. 1942, maki Erla Gjermundsen, f. 26.4. 1943, synir hans eru Jón Trausti, Bjarki Valur og Davíð; Herdís, f. 9.4. 1948, maki Páll Tryggvason, f. 29.7. 1953, börn þeirra eru Orri Gautur, Dís, Tryggvi Zophonías og Björn Páll. Maki Soffíu var Örn Þór Karlsson, skriftvélameistari, f. 23. október 1929, d. 11. júní 2014. Foreldrar hans voru Karl Guðmundsson myndskeri, f. 12.3. 1903 í Þinganesi í Horna- firði, d. 15.9. 1950, og Þórunn Björg Jónsdóttir húsfreyja, f. 25.10. 1905 á Ytri-Kleif í Breið- dal. Hálfsystir Arnar samfeðra var Hulda Karls- dóttir Newman, f. 10.3. 1927, d. 4.7. 1962, maki Rey- mond G. Newman, f. 4.10. 1921, d. 24.4. 1981. Börn þeirra eru Geir, Jón, Ray og María. Börn Soffíu og Arnar eru 1) Karl Friðjón Arnarson, f. 12.8. 1960, maki Snjólaug G. Kjartansdóttir, f. 21.9. 1959, synir þeirra eru Örn Þór, f. 21.12. 1996 og Atli Björn, f. 3.6.1998. 2) Úlfar Snær Arnarson, f. 31.10. 1966, maki Gréta V. Guðmundsdóttir, f. 25.10. 1965, börn þeirra eru Saga, f. 6.9. 1990, og Guð- mundur Karl, f. 1.8. 1998. Soffía lauk prófi frá Uppeld- isskóla Sumargjafar 1956 og vann alla ævi sem fóstra, síðar með starfsheitið leikskólakenn- ari. Hún vann í Drafnaborg 1956-1960, í Grænuborg 1962- 1974, var leikskólastjóri í Arn- arborg 1974-1979, í Lækj- arborg 1979-1986 og í Nóaborg frá 1986 þar til hún lét af störf- um árið 2001. Soffía var fulltrúi starfsfólks í stjórn- arnefnd Dagvistar barna frá 1979-1981 og í stjórn Barna- vinafélagsins Sumargjafar frá 1984-2012. Útför Soffíu fer fram frá Laugarneskirkju í dag, 2. jan- úar 2015, og hefst athöfnin klukkan 14. Kveðja frá Barnavinafélag- inu Sumargjöf Látin er vinkona okkar og kær samstarfsmaður um langa tíð, Soffía Zophoníasdóttir, leik- skólakennari. Soffía lauk prófi frá Uppeldisskóla Sumargjafar vorið 1956 og helgaði sig starfi með ungum börnum alla starfs- ævi sína, fyrst sem leikskóla- kennari og síðar sem leikskóla- stjóri. Hún starfaði sem leikskólakennari í Drafnarborg og síðan í Grænuborg á árunum 1956 til 1974. Þá varð hún leik- skólastjóri í Arnarborg og gegndi því starfi allt til ársins 1979 er hún gerðist leikskóla- stjóri í Lækjarborg til ársins 1986. Það ár tók hún að sér stjórn leikskólans Nóaborgar sem hún gegndi allt þar til hún lét af störfum fyrir aldurs sakir. Soffía lét sig varða velferð barna alla tíð og naut Barnavina- félagið Sumargjöf þess í ríkum mæli. Hún var kosin í stjórn Sumargjafar árið 1984 og sat í stjórn félagsins allt til ársins 2012 er hún lét af störfum vegna veikinda. Við félagar hennar í stjórn Sumargjafar minnumst hennar með söknuði og þakklæti fyrir vel unnin störf og framlag hennar til málefna barna allan þann tíma sem við höfum notið krafta hennar í stjórn félagsins. Við vottum sonum hennar og fjölskyldunni allri okkar innileg- ustu samúð. Kristín Ólafsdóttir. Soffía Zophoníasdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRGVIN SIGURÐUR JÓNSSON rafvirki, Hafnartúni 6, Siglufirði, sem lést á Heilbrigðisstofnuninni, Siglufirði, 22. desember 2014, verður jarðsunginn frá Siglufjarðarkirkju sunnudaginn 11. janúar 2015 kl. 14.00. . Halldóra Ragna Pétursdóttir, Halldóra S. Björgvinsdóttir, Ólafur Þór Ólafsson, Jón Ó. Björgvinsson, Kristín Sigurjónsdóttir, Sigurður T. Björgvinsson, barnabörn og barnabarnabörn. Í dag kveðjum við einn af þeim mönnum sem sterkastan svip settu á fyrstu ár Framhalds- skólans í Vestmannaeyjum. Karl Marteinsson kom til okkar á öðru ári skólans 1980 og tók að sér að kenna málmsmíði og tengdar greinar. Hann reyndist góður kennari og farsæll í 25 ár. Á þessum árum fór skólinn í gegnum mótunarferli og átti Kalli stóran hlut í því. Hann var alltaf til í að gera það sem þurfti, þó vinnan færi oft út- fyrir vinnurammann. Hann hafði mjög gott lag á nemend- um á sinn þægilega hátt. Það er eitt af lykilatriðum í rekstri hvers skóla að hafa góða og trausta starfsmenn. Oftast fór ekki mikið fyrir Kalla, en hann hafði gaman af því að stríða samstarfsfólki ef tilefni gafst. Stundum voru „skúrurnar“ (ræstifólkið) skotmarkið hjá Kalla og eitt haustið brá svo við að mýs gerðu sig heimakomna í málmsmíðisalnum. Kalli kvart- aði við skúrurnar og sagði þeim að hann væri hálfhræddur við þessi litlu dýr. Þá sáu þær Karl Gunnar Marteinsson ✝ Karl GunnarMarteinsson fæddist 21. desem- ber 1936. Hann lést 15. desember 2014. Karl Gunnar var jarðsunginn 27. desember 2014. tækifæri til að hefna sín og dag einn þegar vinnu var lokið, heyrðist þetta gríðarlega angistaróp úr smíðasalnum og allir sem voru í húsinu hlupu til, vissir um að ein- hver hefði stórslað- sast. Skýringin var að „einhver“ hafði laumað smáhnoðra af stálull í útiskó Kalla og hann hélt að það væri mús. Ekki var Kalli að erfa þetta, en hann kíkti vel og vandlega í skóna áður en hann fór í þá, næstu mánuðina. Kalli var góður ljósmyndari og hafði lengi myndað, sérstak- lega í Eyjum, og átti orðið margar gullfallegar myndir. Skólinn naut þess og fékk margar myndir frá honum í ýmsa prenthluti. Við verðum honum ævilega þakklát fyrir það góða starf sem hann vann og búum að því að hafa fengið að kynnast þess- um mæta dreng. Stjórnendur og starfsfólk Framhaldsskólans í Vest- mannaeyjum kveðja Karl Mar- teinsson með þakklæti fyrir samstarfsárin og það sem þau gáfu okkur. Við sendum Svan- dísi og öllum afkomendum þeirra hjóna okkar innilegustu samúðarkveðjur. Ólafur H. Sigurjónsson, skólameistari.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.