Morgunblaðið - 20.01.2015, Síða 13
FRÉTTIR 13Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2015
CRÉATIVE TECHNOLOGIE
Frábær vinnuaðstaða með góðu aðgengi fyrir farm og farþega. 180° opnun á afturhurðum, rennihurð, þægileg
hleðsluhæð, há sætisstaða og fjöldi geymsluhólfa. Öflug en sparneytin 90 hestafla dísilvél ásamt spólvörn og ESP
stöðugleikakerfi gera Berlingo Van að öruggum og hagkvæmum kosti fyrir þinn rekstur.
KOMDU OG PRÓFAÐU CITROËN BERLINGO VAN
citroen.is
• 3,3 M - 4,1 M HLEÐSLURÝMI • 850 KG BURÐARGETA • 3JA MANNA • SPARNEYTINN •3 3
Brimborg og Citroën áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður getur verið frábrugðinn mynd í auglýsingu.
BETRI REKSTUR OG AUKIN ÞÆGINDI
CITROËN BERLINGO VAN 1,6 HDi 90 hö dísil
VERÐ FRÁ: 2.379.032 KR. ÁN VSK
VERÐ FRÁ: 2.950.000 KR. MEÐ VSK
Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16.
Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040 I Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Magnús Geir Þórðarson útvarps-
stjóri segir að frá september 2013 til
ársloka 2014 hafi starfsmönnum
fækkað um 61. Fækkunin telur 36
stöðugildi. Þá hafi verktökum fækkað
um 41 á tímabilinu.
Páll Magnússon, fyrrverandi út-
varpsstjóri, sagði í þættinum Eyjunni
á Stöð 2 í fyrradag að fækka hefði
þurft um 60 ársstörf hjá Ríkisútvarp-
inu til að bregðast við niðurskurði á
fjárframlögum ríkisins til fyrirtækis-
ins. Ef það hefði verið gert væri
rekstur RÚV nú kominn í jafnvægi.
Páll telur að ekki hafi verið fækkað
um nema þriðjung þess fjölda og því
sé rekstur fyrirtækisins í uppnámi.
„Þáverandi útvarpsstjóri og fram-
kvæmdastjórn unnu og lögðu upp
áætlun um niðurskurðaraðgerðir þar
sem miðað var við að fækkað yrði um
60 starfsmenn. Stjórn veitti þeim á
sínum tíma fullt umboð til að ljúka
þeim aðgerðum í samræmi við þeirra
tillögu og það umboð var aldrei dreg-
ið til baka. Í lok nóvember 2013
hrintu þeir áætlun sinni í fram-
kvæmd. Viku eftir aðgerðirnar stað-
festi þáverandi útvarpsstjóri við
stjórn að búið væri að ljúka aðgerð-
um gagnvart 49 af þeim 60 starfs-
mönnum sem áætlanir þeirra tóku til.
Þessar aðgerðir miðuðu við uppsagn-
ir 60 starfsmanna – en stöðugildin
voru ekki svo mörg, enda voru marg-
ir þeirra sem sagt var upp í hluta-
störfum.
Eftir að ný framkvæmdastjórn tók
við félaginu síðastliðið vor var haldið
áfram að hagræða í starfsemi félags-
ins, fækka þurfti starfsfólki enn frek-
ar en auk þess lögðum við áherslu á
að fækka verktökum hjá félaginu og
draga úr ýmsum öðrum kostnaði, sér
í lagi við umgjörð, rekstur og tækni
því við vildum verja dagskrána eins
og kostur væri,“ sagði Magnús Geir í
samtali við Morgunblaðið í gær.
Magnús Geir segir að í dag séu
starfsmenn 61 færri en fyrir rúmu ári
en stöðugildum hefur fækkað um 36
og verktökum um 41 að auki. „Stjórn
og ný framkvæmdastjórn Ríkis-
útvarpsins hefur kappkostað að
draga upp heildstæða mynd af stöðu
félagsins og síðastliðið vor var m.a.
staðfest í sjálfstæðri úttekt PwC að
félagið er yfirskuldsett. Stjórn fé-
lagsins hefur unnið að lausn vandans,
m.a. með undirbúningi að sölu eigna
til að létta af skuldum. Vinna með
Reykjavíkurborg við skipulag lóðar
félagsins við Efstaleiti til að hægt
verði að selja lóðina er á lokametr-
unum, sem og vinna við útleigu á efri
hæðum hússins. Það sem við höfum
bent á er að ef hagræða á frekar í
starfsemi Ríkisútvarpsins er óhjá-
kvæmilegt annað en að endurmeta
hlutverk Ríkisútvarpsins og skerða
þjónustuna með því að velja burt
ákveðna þætti í starfseminni. Frá því
ný framkvæmdastjórn tók við í félag-
inu hefur rekstur verið í samræmi við
áætlun og hefur barátta okkar gengið
út á að tryggja að svo verði áfram. Nú
er unnið að því að draga upp heild-
stæða mynd af stöðu mála í dag, eftir
samþykkt fjárlagafrumvarps, og
móta sýn fyrir framtíðina í samráði
við stjórnvöld.“
Óljóst hver árangurinn er
Aðspurður hvort ekki vantaði enn
mikið upp á að sú 500 milljóna króna
hagræðing sem að var stefnt með
nóvemberáætluninni 2013 hefði náðst
sagði Magnús:
„Þáverandi stjórnendur fengu um-
boð til að ganga til aðgerða sam-
kvæmt eigin áætlun sem þeir og
gerðu í nóvember 2013. Þeirra mark-
mið var að þær aðgerðir skiluðu hag-
ræðingu upp á 500 milljónir króna.
Ljóst má vera að aðgerðirnar skiluðu
ekki því sem að var stefnt en að
margra mati var undirbúningi ábóta-
vant og þær illa ígrundaðar. Hins
vegar var hagrætt umtalsvert til við-
bótar eftir að ný framkvæmdastjórn
tók til starfa síðastliðið vor og enn er
unnið að því að leiða Ríkisútvarpið
inn í bjartari tíma.“
Ríkisútvarpið sagði upp 49 starfs-
mönnum í nóvemberlok 2013 og
þremur vikum síðar hafði Páll látið af
störfum, en sama stjórn og fram-
kvæmdastjórn Ríkisútvarpsins sat
áfram þar til í mars í fyrra.
Í máli Páls í þættinum kom fram að
samkvæmt því hagræðingarplani
sem hann hóf að hrinda í framkvæmd
með uppsögnunum hefði staðið til að
fækka á næstu tólf mánuðum um
aðra 20 starfsmenn, sem hann telur
að ekki hafi gengið eftir. Þannig telur
hann að ná hefði mátt þeirri 500 millj-
óna króna hagræðingu sem að var
stefnt strax í desemberbyrjun 2013.
Telur fækkunina um 20
Orðrétt sagði Páll Magnússon m.a.
í þættinum: „Einfaldast væri að
spyrja núverandi stjórnendur Ríkis-
útvarpsins: Er 60 ársstörfum færra
núna hjá Ríkisútvarpinu heldur en
var fyrir 12 mánuðum? Ef svo er þá
er reksturinn kominn í jafnvægi og
farinn að skila hagnaði. Ég leyfi mér
að efast um það, ætli það sé ekki nær
20 ársverkum.“
Ársstörfum hjá RÚV fækkað um 36
Morgunblaðið/Ómar
Ríkisútvarpið Núverandi og fyrrverandi útvarpsstjóra greinir á um hver
fækkun starfsmanna Ríkisútvarpsins sl. 12 mánuði hefur verið.
Magnús Geir
Þórðarson
Páll
Magnússon
Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri segir að ávallt hafi verið talað um að fækka þyrfti um 60 starfs-
menn hjá Ríkisútvarpinu til þess að ná fram þeirri hagræðingu sem að var stefnt, ekki stöðugildi