Morgunblaðið - 20.01.2015, Page 14

Morgunblaðið - 20.01.2015, Page 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2015 Gunnar Dofri Ólafsson Hólmfríður Gísladóttir Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps, segir það óumdeilanlegt að Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi sveitar- stjóri Ásahrepps, hafi dregið sér fé. Björgvin G. sendi í gær frá sér til- kynningu þar sem hann hafnar ásök- unum sveitarstjórnar, en Egill segir klárt að hann hafi ráðstafað al- mannafé í eigin þágu. Að sögn Egils er um að ræða alls 15 færslur. „Þar með talin þessi dæmalausa færsla 20. nóvember yfir á eigin reikning,“ segir Egill og vísar í máli sínu til fyrirframgreiðslu launa upp á 250.000 krónur, sem Björgvin G. gengst við í yfirlýsingu frá í gær. Sveitarsjóður Ásahrepps er ekki banki starfsmanna Að sögn Egils bjó Björgvin G. sjálfur til lykilinn fyrirframgreiðsla launa. „Sá lykill var ekki til hjá sveit- arfélaginu en hann færir þetta undir fyrirframgreiðslu launa. 20. nóvem- ber færir hann þetta yfir á einka- reikning, en sú greiðsla fór ekki í gegnum gjaldkera sveitarfélagsins, sem hefur borgað reikningana, held- ur gerði hann þetta sjálfur og sá al- veg um það og fékk enga heimild til að gera það,“ segir Egill og bætir við að sveitarsjóður Ásahrepps sé ekki banki fyrir starfsmenn hreppsins. Mistök að biðja ekki um leyfi Í yfirlýsingu Björgvins G. til fjöl- miðla segir hann að „[v]ið gerð sam- komulags um starfslok mín á föstu- daginn kom fram að skuld mín við hreppinn nam einum mánaðarlaun- um, að stærstum hluta vegna einnar fyrirframgreiðslu upp á 250.000 krónur frá í nóvember í fyrra. Sú greiðsla var rækilega merkt fyrir- framgreidd laun til Björgvins og fjarri lagi að tilraun hafi verið gerð til að leyna henni með neinum hætti“. Þá segir Björgvin G. það hafa ver- ið „mistök og rangt af [sér] að biðja ekki um heimild frá oddvita vegna fyrirframgreiddra launa og ákvarð- ana um öll útgjöld. Því biðst ég af- sökunar á, enda fór ég þar ekki að reglum um útgjöld. Aldrei stóð ann- að til en að þau útgjöld yrðu gerð upp sem laun til mín, líkt og merking á fyrirfram launagreiðslunni ber með sér“, sagði hann í tilkynningu. Í sömu yfirlýsingu nefnir Björgvin G. einnig færslu sem varðaði kaup á myndavél, ætlaða „til nota fyrir heimasíðu og fleira“. Um þetta segir Egill: „Það hefði þá verið betra að þessi myndavél hefði fundist, en hún hefur aldrei komið inn á borð sveit- arfélagsins. Ég er með fylgiskjöl yfir þetta allt saman og öll þessi gögn. Hann er þarna að reyna að gera lítið úr því að hafa misfarið með fé. Þetta er óumdeilanlega fjárdráttur. Hann er að ráðstafa þarna almannafé í eig- in þágu. Það er bara fjárdráttur.“ Kæra til lögreglu ekki útilokuð Egill segir að auk þess að hafa fyr- irframgreitt sér laun hafi Björgvin G. notað kort sveitarfélagsins í 14 skipti, m.a. til að kaupa mat milli jóla og nýárs og til að greiða ferð út að borða. Að sögn Egils verður byrjað á því að skuldajafna fjármununum sem um ræðir við það sem Björgvin G. á inni hjá sveitarfélaginu, það eru hálfsmánaðarlaun og uppsafnað or- lof. Þá segir Egill að ekki hafi verið útilokað að kæra brotin til lögreglu. Fram kom á vefsíðu Herðubreiðar í gær að Björgvin G. hefði ákveðið að gangast undir meðferð vegna áfeng- isneyslu og mun því ekki taka við starfi ritstjóra Herðubreiðar líkt og áformað hafði verið. „Hluta þess sem nú er orðið að fréttaefni má vitaskuld rekja til dómgreindarbrests sem stafar án efa af viðvarandi og óhóflegri áfeng- isneyslu um nokkurra missera skeið. Ég hafði ákveðið að leita aðstoðar á göngudeild þar sem ég hafði óskað eftir meðferð og hugðist sinna vinnu meðfram því, en eftir áföll síðustu daga er mér ljóst að ég þarf meiri hjálpar við,“ er haft eftir Björgvini G. á áðurnefndri síðu. Þar kemur ennfremur fram að hann hafi ákveðið að leita sér lækn- ingar á Vogi frá og með morgundeg- inum. „Ég hætti að drekka fyrir 10 árum og það gekk vel í nokkur ár, en í róti síðustu ára fór ég að misnota það aftur í vaxandi mæli,“ segir Björgvin G. og bætir við að hann hafni alfarið ásökunum um fjárdrátt eða að um ásetningsbrot sé að ræða. Neitar ásökunum um fjárdrátt  Hann er að ráðstafa þarna almannafé í eigin þágu, segir oddviti Ásahrepps  Fyrrverandi sveitar- stjóri Ásahrepps millifærði 250.000 krónur inn á eigin reikning án vitundar og samþykkis annarra Björgvin G. Sigurðsson Egill Sigurðsson Ingileif Friðriksdóttir if@mbl.is „Það hefur verið meira efni í höfn- inni og það þarf að dýpka álíka mikið og fyrir ári síðan, en ekki á sömu stöðum,“ segir Sigurður Áss Grét- arsson, forstöðumaður hafnasviðs Vegagerðarinnar. Tilefnið er frétt Morgunblaðsins í gær um það að sandurinn hafi aldrei verið meiri í Landeyjahöfn. Sigurður segir þetta ekki rétt, en samantekin dýpkun sem þurfi til að Herjólfur geti siglt inn höfnina sé ekki ósvipuð og í fyrra. Dýpið á rifinu og í hafnarminninu er í grynnra laginu að sögn Sigurðar, en annars staðar í höfninni er það meira eða svipað og áður. Dælurör á dýpkunarskipinu Dísu skemmdist þegar verið var að dæla á svæðinu, en Óttar Jónsson skipstjóri sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að mjög erfitt væri að athafna sig á svæðinu. Dýpkað verður í höfninni þegar veður leyfir, en dýpka þarf mest inn- an hafnar í ár. Grunnristar ferjur komast inn í höfnina eins og staðan er núna, en það fer þó eftir sjávar- stöðu og ölduhæð. Dýpkunin ekki ósvipuð og í fyrra  Meira efni hefur verið í höfninni Morgunblaðið/Árni Sæberg Landeyjahöfn Dýpkað verður í höfninni þegar veður leyfir. Suðurver | Mjódd | Glæsibær | Húsgagnahöllin | Smáratorg | Austurver Komdu inn í hlýjuna í súpu dagsins Mundu eftir súpukortinu FR Í súp a d ag sin s Súpukort hægt að fá súpu í brauðkollu eða í skál. Verð kr. 945 Súpu dagsins sérðu á Facebook síðunni okkar Úthlutað var úr menningarsjóði Hlað- varpans í síðasta skipti í gær, en hann hefur styrkt menningarmál kvenna um áttatíu milljónir króna á undanförnum átta árum. Hæstu styrkina að þessu sinni hlutu verkefni sem varða bókaút- gáfu og leiklist. Var alls sex milljónum króna úthlutað í formi 15 styrkja. Þrjú verkefni hlutu styrk upp á hálfa milljón: Þær Helga Gerður Magnúsdóttir, Áslaug Thorlacius og Svanhildur Óskarsdóttir hlutu styrk til að gefa út bók og geisladisk um Þor- gerði Ingólfsdóttur og kórastarf í Menntaskólanum við Hamrahlíð, Leik- listarkonur 50+ til verkefnisins „Kátar konur í kústi“ í Iðnó og Safnasafnið til að gefa út bók með sýnishornum af bestu útsaumsverkum ónafngreindra kvenna. Morgunblaðið/Ómar Veitti 15 styrki í ár

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.