Morgunblaðið - 20.01.2015, Side 21

Morgunblaðið - 20.01.2015, Side 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2015 Síðustu dagar Útsölunnar! Avon sölufulltrúar um allt land 40% afsláttur af fullu verði Dalvegi 16B, 201 Kópavogi, sími 577 2150 www.avon.is Karl Blöndal kbl@mbl.is Argentínskur saksóknari, Alberto Nisman, sem á miðvikudag sakaði Cristinu Fernandez de Kirchner, forseta Argentínu, um að hafa hylmt yfir þátt Írans í sprengjutilræði 1994 fannst í gær lát- inn á heimili sínu nokkrum klukku- stundum áður en hann átti að bera vitni á þingi. Að sögn lögreglu fannst skamm- byssa og byssu- hylki við hlið hans og lést hann af skotsári. „Allt bendir til sjálfsmorðs,“ sagði öryggismálaráðherra Argentínu, Sergio Berni. Að sögn yfirvalda kom móðir Nismans að honum á baðherbergi í íbúð hans í Buenos Aires. Hún var kölluð til þegar öryggisverðir náðu ekki í hann. Sagði forsetann hylma yfir Árið 1994 létu 85 manns lífið og 300 særðust þegar sprengja var sprengd í byggingu Sambands góð- gerðarsamtaka gyðinga í Argentínu, AMIA. Nisman hóf að rannsaka sprengjutilræðið 2004. Á miðviku- dag fór hann fram á að rannsókn yrði hafin á því hvort Kirchner hefði reynt að hindra framgang réttvísinn- ar. Í gær átti hann að leggja fram gögn í vitnaleiðslu á þinginu. Nisman hefur einnig sakað Carlos Menem, sem var forseti Argentínu frá 1989-99, um að hafa átt þátt í að hindra rannsókn tilræðisins. Íranar eru grunaðir um að hafa staðið að baki tilræðinu. Því hefur verið haldið fram að sjítasamtökin Hezbollah í Líbanon hafi gert árás- ina samkvæmt fyrirskipunum stjórnvalda í Teheran. Að sögn Nismans reyndu Kirchner og Hector Timerman, ut- anríkisráðherra í stjórn hennar, að „þurrka út“ þátt Írana í málinu gegn fyrirgreiðslu í olíuviðskiptum. „Forsetinn og utanríkisráðherra hennar tóku þá glæpsamlegu ákvörðun að skálda sakleysi Írans til að seðja viðskiptalega, pólitíska og alþjóðlega hagsmuni Argentínu,“ sagði Nisman. Argentínskir dómstólar hafa frá 2006 farið fram á framsal átta Írana, þar á meðal Akbars Hashemis Raf- sanjanis, fyrrverandi forseta Írans, Ahmads Vahidis, fyrrverandi varn- armálaráðherra. Nisman kvaðst hafa undir höndum upptökur af símtölum þar sem kæmi fram að stjórn Kirchner og argent- ínsk stjórnvöld hefðu beygt sig fyrir kröfum Írana eftir að þeir buðu ábatasöm viðskipti. Hann fór einnig fram á að eignir Kirchner, Timermans og fleiri emb- ættismanna upp á 23 milljónir doll- ara yrðu frystar. „Gæti kostað mig lífið“ Patrica Bullrich, þingmaður stjórnarandstöðunnar í Argentínu, sagði að andlát Nismans væri áfall. Hún kvaðst hafa rætt við Nisman þrisvar í síma á laugardag og hann hefði sagt að hann hefði fengið nokkrar hótanir. Argentínska dagblaðið Clarion greindi frá því að nokkrum dögum fyrir andlátið hefði hann sagt við blaðið: „Þetta gæti kostað mig lífið.“ Tveimur árum áður en árásin var gerð á gyðingamiðstöðuna létust 29 manns í árás á sendiráð Ísraels í Buenos Aires. Í janúar 2014 sökuðu argentínsk yfirvöld Ísraela um að leyna upplýsingum um árásirnar í kjölfarið á því að fyrrverandi sendi- herra Ísraels í Argentínu gaf í skyn að ísraelskar öryggisveitir hefðu orðið þeim, sem bæru ábyrgð á þeim, að bana. AFP Ógnarverk Björgunarmenn leita í rústum Sambands góðgerðarsamtaka gyðinga í Argentínu eftir sprengjutilræðið 1994. Alberto Nisman sagði að forseti Argentínu hefði reynt að hylma yfir þátt Írans í tilræðinu. Saksóknari lést af skotsári Alberto Nisman  Sakaði forseta Argentínu um glæp og átti að vitna í gær Eitt prósent jarðarbúa mun á næsta ári eiga jafnmikið og hin 99 prósent- in, ef marka má spá bresku góðgerðarsamtakanna Oxfam. Samkvæmt niðurstöðum samtak- anna átti auðugasta prósentið í fyrra 48% af auði í heiminum. Kemur einnig fram að þau 52% auðs, sem eftir eru, séu nánast öll í eigu fimmt- ungs mannkyns eða 46 prósentu- stiga. 80% mannkyns deili því með sér 5,5% af auði veraldar eða 3.851 dollara (509 þúsund krónum) á hvern fullorðinn einstakling. Haldi fram sem horfir verður eign þeirra komin í 50% á næsta ári að mati Oxfam og 54% árið 2020. Samtökin segja að 80 auðugustu menn heims eigi 1,9 billjónir dollara (251,2 billjónir króna), sem jafngildi eignum þess helmings mannkyns, sem minnst á. Segja þau jafnframt að eignir þessara 80 auðmanna hafi aukist um 50% á undanförnum fjór- um árum. Oxfam birti tölurnar til þess að hafa áhrif á efnahagsráðstefnuna í Davos í Sviss, sem hefst á morgun. Winnie Byanyima, framkvæmda- stjóri Oxfam, er annar stjórnenda fundarins í Davos þar sem saman munu koma 300 forustumenn víða að. Vill hún sérstaklega beina sjón- um ráðstefnunnar að skattaskjólum. „Umfang mismununar í heiminum er einfaldlega sláandi og þrátt fyrir að málið sé komið á alþjóðlega dag- skrá breikkar bilið á milli hinna rík- ustu og hinna hratt,“ sagði Bya- nyima. Oxfam byggir spá sína á upplýs- ingum, sem Credit Suisse hefur sent frá sér árlega frá 2000 um skiptingu auðs í heiminum. Þar eru eignir í peningum, landi og fasteignum ein- staklinga lagðar saman og skuldir dregnar frá til að meta eignir. Laun og tekjur eru ekki reiknaðar með. 80 eiga jafnmikið og 50% jarðarbúa  Auður 1% nálgast eignir allra hinna EPA Auður Oxfam vill að vaxandi mis- skipting auðs verði rædd í Davos. Utanríkisráðherrar aðildarríkja Evrópusambandsins hvöttu í gær til þess að myndað yrði bandalag við múslimaríki í baráttunni við vaxandi ógn af herskáum íslamistum. Fed- erica Mogherini, sem fer með utan- ríkismál í framkvæmdastjórn ESB, ræddi við Nabil al-Arabi, fram- kvæmdastjóra Arababandalagsins, til að hvetja til aukins samstarfs. Fundurinn var haldinn í kjölfar árásanna á ritstjórn franska skop- tímaritisins Charlie Hebdo og gyð- ingastórmarkað í París fyrir rúmri viku og aðgerða gegn hryðjuverka- mönnum í Belgíu og Þýskalandi. Ráðherrarnir komu saman í höf- uðstöðvum Evrópusambandsins í Brussel þar sem hermenn gættu ör- yggis. Meðal umræðuefna var hvernig ætti að koma í veg fyrir að vígamenn sneru aftur frá Sýrlandi og Írak. „Hryðjuverk og árásir hryðju- verkamanna beinast gegn næstum öllum múslimum í heiminum þannig að við þurfum að snúa bökum sam- an,“ sagði Mogherini á blaðamanna- fundi. „Við þurfum að styrkja sam- starf okkar við öll arabaríkin, en einnig innbyrðis. Ógnin er ekki að- eins sú sem blasti við okkur í París, heldur breiðist hún út um marga aðra heimshluta.“ „Breytt Evrópu og heiminum“ Al-Arabi bætti við að „öll ríki heims þjást undan hryðjuverkum“. Málið snerist ekki aðeins um hern- aðar- og öryggismál, heldur um- ræðu, menningu, fjölmiðla og vett- vang trúarinnar. Á fundinum í gær átti að leggja línurnar fyrir sérstakan leiðtoga- fund í Evrópu sem helgaður verður baráttunni gegn hryðjuverkum. Þær stofnanir, sem fara með ör- yggismál í ríkjum ESB, eru hins vegar hikandi við að opna gagna- grunna sína af ótta við leka og er tor- tryggnin mest í garð arabaríkja. Frank-Walter Steinmeier, utan- ríkisráðherra Þýskalands, sagði hins vegar í Brussel í gær að atburðirnir í París hefðu „breytt Evrópu og heim- inum“ og hvatti til þess að „mögu- lega auka skipti [á upplýsingum] við múslimaríki“. ESB vill samstarf við arabaríki  Utanríkisráðherrar ESB ræddu ör- yggismál í Brussel  Biðlað til múslima AFP Fundur Nabil el-Arabi og Federica Mogherini ræddu ógnir í Brussel. Mótmæli » Stjórnvöld í Níger lýstu yfir þjóðarsorg eftir að tíu létu lífið í mótmælum gegn birtingu skopmynda af Múhameð í Charlie Hebdo og kveikt var í tugum kirkna um helgina. » 2.000 manns mótmæltu fyrir utan sendiráð Frakklands í Teheran í gær og kyrjuðu „Frakkland deyi“. » Mörg hundruð þúsund manns í Grosníu, höfuðborg Tétsníu, mótmæltu birtingu skopmynda af Múhameð. » 200 róttækir íslamistar reyndu í gær að ryðjast inn í menningarmiðstöð Frakka á Gasasvæðinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.