Morgunblaðið - 20.01.2015, Side 27

Morgunblaðið - 20.01.2015, Side 27
okkar, en allar fallegu minning- arnar sem ég á um þig munu ylja mér, elsku Andri minn. Ég hef alltaf verið svo stolt af þér, þú varst, ert og verður alltaf hetjan hennar Maju frænku. Mínar innilegustu samúðar- kveðjur til fjölskyldunnar, vina og annarra aðstandenda. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér (Vatnsenda-Rósa) Maria Sonja Thorarensen. Ég hitti Andra fyrst á Siglufirði vetradag einn 1987. Þessi tæplega 6 ára patti vatt sér að mér og spurði hvort hann mætti koma með í smárúnt á stóra jeppanum mínum. Ég gat ekki annað en sagt já og bíltúrinn sá er ógleymanleg- ur því drengurinn var engum lík- ur. Hann talaði án afláts og spurði um allt milli himins og jarðar, bráðger, fróður, fullorðinslegur og skemmtilegur. Kannski sá hann að þarna var stjúpfaðir hans á ferðinni. Það stóðst því sex mán- uðum seinna hófum ég og Birna móðir hans sambúð. Fjölskyldan varð strax stór því bæði áttum við tvö börn. Þrátt fyrir skilnað okkar Birnu fyrir tíu árum höfum við Andri átt mikil og góð samskipti. Fyrir það er ég þakklátur. Árið 1990 fluttum við til Nami- bíu og bjuggum þar í 5 ár. Árin í Afríku voru góður tími fyrir Andra, hann naut sín í botn og varð mjög fljótt vinmargur. Hann var skarpgreindur og fljótur að læra og hann var sá eini af ís- lensku börnunum sem lærði af- rikaans og gat þannig átt sam- skipti við innfædda sem ekki kunnu ensku. Við áttum tvö sameiginleg áhugamál, ferðalög og tónlist, og vorum báðir forfallnir Bob Dylan- aðdáendur og áttum þann draum að fara saman á tónleika með goð- inu. Það verður ekki en við náðum einu goði því Andri bauð mér á Bruce Springsteen tónleika í Zü- rich sumarið 2012 og sú minning er mér afar dýrmæt í dag. Við ferðuðumst mikið á meðan við dvöldum í Namibíu og það var einstök upplifun að ferðast með honum. Hann var vanalega búinn að kynna sér væntanlega áfanga- staði og hægt var að fletta upp í honum eins og alfræðiriti um stað- ina. Þegar við fluttum frá Namibíu keyrðum við frá Namibíu til Evr- ópu. Þá var Andri 15 ára og það var mikill styrkur að njóta krafta hans í þessu ferðalagi því hann var sönn stoð og stytta í öllu ferðalag- inu. Vegna bilana dvöldum við fimm vikur í trúboðsstöð í Tansan- íu. Þar tók Andri við trúnni og tók hana föstum tökum eins og önnur áhugamál. Hann lærði Biblíuna utanbókar á 2-3 mánuðum og tókst að reka trúboðann sjálfan á gat í fræðunum eftir fjórar vikur. Góður maður eins og Andri lað- ar að sér gott fólk og hvar sem hann kom var hann vel liðinn og hann eignaðist trygga og góða vini. Það sást vel í kveðjuathöfn- inni í Zürich hvað hann var elsk- aður og virtur af vinnufélögum sínum. Þegar hann kynntist Söru sinni grínaðist hann oft með það að hann hefði náð sér í Söru eins og Bob Dylan. Sara og Andri eiga tvær dætur, Birnu Sif og Krist- rúnu Elmu, og hann var yndisleg- ur faðir og eiginmaður. Hann naut fjölskyldulífsins og framtíðin var björt og í veikindunum sýndi hann mikið æðruleysi og bjartsýni Ég var hjá honum í desember og við áttum góðan tíma saman. Nú er sársaukinn mikill en ég reyni að hugga mig við hvað ég er heppinn að hafa gengið honum í föðurstað og að eiga um hann og með honum fallegar og skemmti- legar minningar. Farðu í friði, elsku drengurinn minn, og ég veit að vel verður tek- ið á móti þér á nýjum stað. Elsku hjartans Sara, Birna Sif og Krist- rún Elma, megi góður Guð styrkja ykkur og okkur öll þessa dimmu daga. Friðrik Már Jónsson. Ég kynntist Andra á hans sjö- unda aldursári þegar hann varð stjúpsonur Frigga bróður. Hann kom inn í fjölskylduna eins og hressandi stormsveipur, svo ekki sé meira sagt, því hann mætti líf- inu lifandi með opinn faðminn, já- kvæður og áhugasamur. Hann var einkar skrafhreifinn og forvitinn um allt og alla. Oft var ég ekki viss um hvort hann væri barn eða full- orðinn því hann tjáði sig á mjög fullorðinslegan hátt og var sérleg- ur rökræðu- og samræðusnilling- ur. Rétt eins og hendi væri veifað og gat hann stundum með rök- festu sinni og þekkingu breytt skoðunum fólks. Hann var mikill húmoristi og glaðvær. Hann var jafnlyndur, umburðarlyndur og með sterka réttlætiskennd og gat því oft verið leiður yfir óréttlæti heimsins og það umræðuefni var honum oft hugleikið. Ég hef fylgst með honum og horft á hann fermast, útskrifast sem stúdent og verða að fullorðn- um sjálfstæðum og duglegum manni. Ég man þegar hann var með fótbolta- eða markmanns- dellu, þegar hann sagði frá vinnunni sinni í mjólkurkælinum í Hagkaup, þegar hann fékk áhuga á sálfræðinni. Hann sagði frá öllu á svo hrífandi hátt að mig langaði bara að vinna í þessum mjólkur- kæli og innrita mig í sálfræði. Svona var hann, hann setti sig inn í allt með ákafa og innsæi og vildi alltaf deila. Síðast þegar ég hitti hann þá sá ég hann í fyrsta sinn í hlutverki eiginmanns og föður og það hlutverk fór honum einkar vel. Hann var natinn og um- hyggjusamur og stoltur af Söru sinni og tveimur fallegu dætrun- um. Ég hafði ekki séð hann í nokk- urn tíma og í dag finnst mér ómet- anlegt að hafa hitt hann þennan sumardag á Siglufirði árið 2013. Ekki renndi ég grun í að þetta væri í síðasta sinn sem ég sæi hann. En þá var hann sjálfum sér líkur, hann spurði mig í þaula um dætur mínar og fjölskylduna og ég vissi að hann hafði raunveru- legan áhuga. Hann Andri var bara þannig. Hann meinti allt sem hann sagði og var einlægur þegar hann sagði það. Hann yljaði mér alltaf um hjartarætur þegar hann kynnti mig fyrir vinum sínum eða heilsaði mér og sagði „Eyja frænka“. Vegna mannkosta sinna og fallegs persónuleika er hann mér einkar minnisstæður og þess vegna á ég margar góðar minn- ingar um hann sem ég er þakklát fyrir. Ég hefði vijlað hafa þær fleiri. Við hefðum öll viljað hafa þær fleiri. Andra er sárt saknað af stórri fjölskyldu og frændgarði. Ég votta öllum mína dýpstu sam- úð. Eiríksína Kr. Ásgrímsdóttir. Megi Guð blessa þig og geyma. Megi óskir þínar rætast. Megir þú standa þétt við bak þinna. Og reiða þig á þína. Megir þú byggja stiga til himna. Og klífa í hverju þrepi. Megir þú vera. … ungur að eilífu. (Bob Dylan) Góðar minningar geymi ég í hjarta mínu, takk fyrir hláturinn, grátinn og fallegan vinskap, elsku vinur. Iris Erla. Elsku vinur. Við hefðum seint séð það fyrir að ég sendi þér kveðju í gegnum Morgunblaðið. Samt sáum við margt fyrir og fundum alltaf réttu svörin. Takk fyrir allt sem við gerðum, sögðum, skrifuðum og hugsuðum saman. Ég mun alltaf sakna þín. Þinn aðdáandi og vinur, Kjartan Smári. MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2015 ✝ Sigrún Sig-urjónsdóttir fæddist á Hólmavík 10. október 1916. Hún lest í Seljahlíð 11. janúar 2015. Foreldrar henn- ar voru Sigurjón Sigurðsson, f. 7.5. 1884, d. 13.3. 1967, kaupfélagsstjóri á Hólmavík og bankaritari hjá Búnaðarbankanum, og kona hans, Sigurbjörg Benedikts- dóttir, f. 11.10. 1889, d. 7.8. 1922. Seinni kona Sigurjóns var Anna Guðmundsdóttir frá Dröngum, f. 25.12. 1891, d. 12.1. 1963, en þau eignuðust ekki börn. Bræður Sigrúnar voru Hrólfur, f. 17.11. 1910, d. 27.4. 1935, og Magnús, f. 6.5. 1912, d. 4.4. 1986. Sigrún ólst að mestu upp á Hólmavík, en hún missti móður sína fimm ára. Hún fór í barna- og unglingaskóla á Hólmavík og þegar hún flutti til Reykjavíkur með föður sínum og Önnu fór Inga er gift Þorgeiri Guð- mundssyni og þeirra börn eru Dúna Steinunn og Guðmundur. Steinunn Björg er í sambúð með Birki Ingibjartssyni og dóttir þeirra er Fanney Inga. Ragnar Jón er trúlofaður Evu Katrínu Baldursdóttur. Jón og Dúna, eins og hún var oftast kölluð, hófu sinn búskap að Ökrum á Seltjarnarnesi, í húsi Tryggva Magnússonar, teiknara og málara, en fluttust þaðan í Karfavog 52, í hús sem Sigurjón Sigurðsson, faðir Dúnu, hafði þá nýlega byggt. Þar bjuggu þau ásamt Sigurjóni og Önnu, seinni konu hans, uns þau fluttu í Bólstaðarhlíð 25. Það hús byggðu þau með fjór- um systkinum Jóns. Jón lést 2003 og Dúna bjó þar áfram, en flutti í Seljahlíð við Hjallasel 55 árið 2010. Eftir að Sigrún eignaðist syni sína sinnti hún heimilinu, en faðir hennar dvaldi hjá þeim síðustu æviárin og hjúkraði hún honum til dauðadags. Eftir það vann hún á Borgarspítalanum og lengst af hjá Lyfjaverslun ríkisins í Borgartúni, þar til hún fór á eftirlaun. Útför Sigrúnar fer fram frá Seljakirkju í dag, 20. janúar 2015, kl. 11. hún í Kvennaskól- ann og lauk þaðan prófi um tvítugt. Hún vann í versl- uninni Felli við af- greiðslustörf og hjá verslun Álafoss í Reykjavík. Hún giftist Jóni Jóhanni Magn- ússyni, f. 16.11. 1912, d. 10.2. 2003, húsgagnasmið og áttu þau tvo syni, Þorkel og Hrólf. Þorkell er kvæntur Krist- ínu Guðmundsdóttur og eru börn þeirra þrjú. Sigurjón er kvæntur Sigrúnu Erlendsdóttur og dætur þeirra eru Þóra Marín og Lára Guðrún. Halldór er kvæntur Hildi Dungal og þeirra börn eru Andri Páll, Lana Kristín og Þorkell Gauti. Ragnheiður er gift Óskari Sigurgeirssyni og þeirra börn eru Harpa, Emma og Orri. Hrólfur er kvæntur Ingi- björgu Steinunni Sverrisdóttur og eru börn þeirra þrjú. Sigrún Amma mín, Dúna, kvaddi snemma morguns á sunnudegi. Það var fallegur dagur, nýfallin mjöll yfir öllu, allt hvítt og kyrrt. Þannig var hún líka, kyrrlát, mild og góð. Þegar ég man fyrst eftir henni þá hafði hún fullmótað sína til- veru. Hún og afi Jón höfðu skapað saman einstakan heim. Í þessum heimi birtist manni langur tími, því sumt var gamalt og annað nýtt og mjög margt höfðu þau búið til sjálf, í höndum sínum. Það var mikil gæfa að njóta tilsagnar ömmu og skynja lífsviðmót henn- ar, sem var heilt og tært. Ég veit í rauninni ekki mjög mikið um líf hennar áður en ég man eftir því sjálf. En ég veit að hún átti drauma og sorgir. Hún missti móður sína barnung en átti góðan föður og fósturmóður. Hún sagði mér þó ýmsar sögur, sem eru vitnisburður um ævi hennar og þær geymi ég. Það er mér óend- anlega mikilvægt að hafa fengið að dvelja í návist hennar sem barn, unglingur og fullorðin manneskja og skynja þannig hugsun og nálgun fyrri kynslóða í uppvexti mínum. Ég kom eins oft til hennar og ég gat þegar ég var lítil. Á heimili hennar í Bólstaðarhlíð var ég yf- irleitt að teikna og mála eða sauma í kyrrð. Og ég fylgdist með því hvernig amma mín sinnti öllu af umhyggju og natni, fumlaust. Allir hlutir höfðu merkingu og allt sem hún gerði var vel gert. Hún fór ekki mikið á mannamót. Það var ekki hennar stíll. En fólkið kom í staðinn til hennar, í hennar heim, þar sem hún tók á móti því með hlýju og miklu örlæti. Þó að persónu hennar verði lýst sem hlédrægri og kyrrlátri, þá var hún miðpunktur sem laðaði aðra að sér. Í kringum hana var alltaf líf og glaðværð. Og öryggi. Hún gaf mér mikið öryggi. Þó að jafnan hafi ríkt mikil ró í Bólstaðarhlíð var líka oft mikið fjör. Fullt af krökkum og það var líka allt í lagi. Ég man ekki til þess að hún hafi nokkurn tíma hastað á mig eða skammað mig eða önnur börn. Hún skildi alveg hvernig þetta var og leyfði okkur allt og gaf okkur pening til að fara út í sjoppu að spila pacman. Þegar ég var lítil fannst mér til- hugsunin um að amma Dúna myndi deyja óbærileg, en nú er ég sátt við það að hún hafi fengið hvíldina. Enda finnst mér sem það hafi verið hennar vilji. Hún varð 98 ára og var tilbúin að hverfa yfir á annað svið. Ekki þó fyrir jól heldur í janúar þegar öll hátíða- höldin voru um garð gengin. Ég er skírð í höfuðið á henni og ég skírði dóttur mína Dúnu sem var gælunafnið hennar og allir þekktu hana með því nafni. Nafn- ið hennar lifir áfram í okkur og við munum reyna að heiðra minningu hennar í okkar lífi. Elsku amma Dúna. Mér þykir undurvænt um þig. Hvíl í friði. Sigrún Inga Hrólfsdóttir. Elsku amma Dúna. Það eru svo margar fallegar minningar sem ég á eftir þennan tíma sem við átt- um saman. Þú varst stór partur af minni barnæsku og ert í dag stór partur af því sem ég er. Þú sýndir mér hversu mikilvægt það er að hafa stöðugleika í kringum sig þegar maður elst upp og sannaðir það með því einu að vera til stað- ar. Því það var alltaf hægt að ganga að því vísu að manni yrði vel tekið í Bólstaðarhlíðinni og ör- yggið þar var eins og lögmál í um- hverfinu. Stór þáttur í þessu var líka heimilið sem þú áttir og allir þeir fallegu munir sem það innihélt. Eins og útskornu hillurnar og stytturnar eftir afa. Teppið með undarlega munstrinu sem lá yfir öllu stofugólfinu. Gula eldhús- borðið og rauðu stólarnir sem gengu við það. Gormarnir á bak við hurðirnar sem ég hafði ekki hugmynd um hvað voru og lék mér að eins og kettlingur þar til mér skildist að þetta væru hurð- astopparar. Trésverðið hans afa sem ég hljóp með um alla íbúðina og tókst meira að segja einu sinni að brjóta. Það var ekki fyrr en ég var orðinn unglingur að ég skildi að þetta var skóhorn. Allar bækurn- ar sem skreyttu hillurnar og fal- legu kápurnar sem afi hafði hand- bundið og skreytt með eigin skrift. Þetta voru allt saman fastir hlutir sem núna eru orðnir að minningum. Sumir hlutirnir eru ennþá til en heildarmyndin er horfin en ekki gleymd. Eins og laugardagshádegin í Bólstaðar- hlíð sem alltaf buðu upp á sömu hlutina. Pylsur, harðfisk, lifrar- pylsu, flatkökur með hangikjöti og hrært skyr í eftirmat. Stöðugir punktar í tilverunni sem urðu til þess að manni fannst maður alltaf öruggur í Bólstaðarhlíðinni. Stað- ur sem mun aldrei verða neitt annað en það sem hann var. En það sem mig langar þó mest af öllu að muna eftir ert þú. Ég kveð þig með sorg í hjarta en ég veit að þessi sorg er ekki af hinu illa heldur einungis söknuður. Söknuður sem ég mun koma til með að meta í framtíðinni sem minningu um eina fallegustu manneskju sem ég hef hitt um ævina. Þú varst aldrei annað en góð við mig og mig langar til þess að segja þér að ég elska þig og mun alltaf gera. Sjálfur vil ég helst ímynda mér að þú sért ennþá í Bólstaðarhlíðinni með afa Jóni og að ekkert hafi breyst. Allir hlutir séu á sínum stað og dyrnar opnar öllum þeim sem vilja líta inn. Á öruggum stað sem mun aldrei breytast. Takk, amma Dúna, fyrir að hafa verið til. Ragnar Jón Hrólfsson. Við andllát Sigrúnar Sigurjóns- dóttur er gengin gæðakona, eftir langa og gifturíka ævi. Dúna, eins og hún var oftast nefnd meðal ættingja og vina, var gift móður- bróður mínum Jóni Magnússyni, húsgagnasmið og listamyndskera. Milli fjölskyldna okkar voru góð samskipti og samheldni. Þeg- ar við þrír bræður á Hólmavík hleyptum heimdraganum og fór- um til náms til Reykjavíkur, tóku þau Jón og Dúna við okkur inn á heimili sitt, hverjum á eftir öðr- um. Á tímabili vorum við tveir samtímis hjá þeim. Þau bjuggu fyrst í Karfavogi 52 en síðar og lengst af í Bólstaðarhlíð 25. Hjá þeim nutum við bræður einstak- lega góðs atlætis og umönnunar, vorum eins og hluti fjölskylunnar um árabil. Fyrir þennan aðbúnað og umhyggju alla verður seint fullþakkað. Við tengdumst þessu góða fólki sterkum böndum sem haldist hafa síðan. Við leiðarlok sendir fjölskylda mín og systkina minna bestu kveðjur til bræðranna Þorkels og Hrólfs og fjölskyldna þeirra. Ingimar Hjálmarsson. Sigrún Sigurjónsdóttir Árið 2014 var lengst af gott ár en því lauk með hörmu- legum ótíðindum; á gamlársdag bárust af því fregnir að einn úr kærum höfundahópi okkar, Eggert Þór Bernharðsson sagnfræðingur, hefði orðið bráð- kvaddur á heimili sínu fyrr um daginn. Eggert Þór hefur tengst JPV útgáfu og Forlaginu allar götur frá því að við gáfum út hið geysi- vinsæla verk hans, Undir báru- járnsboga, árið 2000. Nú í haust kom svo út ritið glæsilega, Sveitin í sálinni, sem hlaut afar góðar við- tökur, var tilnefnt til Íslensku Eggert Þór Bernharðsson ✝ Eggert ÞórBernharðsson fæddist 2. júní 1958. Hann lést 31. desember 2014. Út- för Eggerts Þórs var gerð 13. janúar 2015. bókmenntaverð- launanna og varð meðal söluhæstu bóka jólavertíðar- innar. Þessi verk, ásamt tveggja binda Sögu Reykjavíkur 1940- 1990, vitna um það hvernig vísindamað- ur og rithöfundur Eggert Þór var, hann var fræðari af bestu gerð, afskaplega nákvæmur og vandvirkur og honum var einkar lagið að setja fram efni sitt á þann hátt að leikir jafnt sem lærðir hefðu af yndi og fróðleik. Eggert Þór átti margt eftir óunnið og margt ósagt – og því verður víst að una. Fráfall hans var okkur Forlagsfólki mikið áfall, við erum öll harmi slegin. Við fær- um eiginkonu hans, Þórunni Erlu- og Valdimarsdóttur rithöfundi, og fjölskyldunni allri innilegar sam- úðarkveðjur og minnumst Egg- erts Þórs með virðingu og sökn- uði. Fyrir hönd starfsfólks Forlags- ins, Bjarni Guðmundsson. Ég sá í Morgunblaðinu minn- ingargreinar um Eggert Þór Bernharðsson sagnfræðiprófess- or, eiginmann vinkonu minnar í rithöfundastétt til áratuga, Þór- unnar Erlu-Valdimarsdóttur. Vil ég nú votta henni innilega hluttekningu mína með að hafa misst mann sinn svona langt fyrir aldur fram. Við vorum öll félagar í Rithöfundasambandi Íslands (og segir í Félagatali þess, að hann hafi gengið þar inn árið 2001 og sé skráður þar sem fræðiritahöfund- ur). Ekki hafði ég mikil kynni af Eggerti persónulega í gegnum tíðina. Þó er gaman að segja frá því, að er ég kynntist Þórunni árið 1983, í náminu við uppeldis- og kennslufræði til kennsluréttinda við Háskóla Íslands, þá sagði hún mér af þessum efnilega sagnfræð- ingi er væri eiginmaður sinn. Bar það þannig til, að ég var að gera lokatilraun mína við að festa nú ráð mitt og var þá mjög að beina vonaraugum til efnilegra skólasystra í kringum mig. Sýnd- ist mér hún sannarlega geta talist ein af þeim og lét það þá loks í ljósi. Upplýsti hún mig þá skor- inort um það, að hún væri ekki að leita að öðru mannsefni, enda ætti hún nú fyrir mann sem væri bæði yngri og fallegri en ég; menntaðri; jafnvel duglegri og gáfaðri í þokkabót! Náði það mál þá ekki lengra. Hef ég fylgst með þeim rithöf- undunum í Morgunblaðinu síðan og svo rabbað við Þórunni á förn- um vegi og farið á rithöfundasam- komur þar sem hún var að lesa upp úr skáldritum sínum; jafnvel gefið henni bækur eftir mig. Ég hitti Eggert fyrst í eigin persónu kringum 1995 í kaffistofu Þjóðarbókhlöðu og kynnti ég mig þá fyrir honum. Hann þekkti þá þegar til mín og virtist einna helst gjalda varhug við mér sem um- deilanlega hægrisinnuðum og hvassyrtum blaðagreinahöfundi. Urðum við síðan hattkunnugir. Seinast hitti ég þau hjónin á Kaffi París í kringum 2012 og kynnti hún mig þá fyrir honum sem virðulegum og velviljuðum fé- laga í skáldasamfélaginu og lét hann sér það þá vel líka. Tryggvi V. Líndal.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.