Morgunblaðið - 20.01.2015, Page 41

Morgunblaðið - 20.01.2015, Page 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2015 Kvikmyndin Unbroken erfyrsta stórmyndin semAngelina Jolie leikstýriren frumraun hennar kom árið 2011 með kvikmyndinni In the Land of Blood and Honey sem fékk heldur dræmar viðtökur. Í nýju afurðinni fékk Jolie hina margreyndu kvikmyndagerðar- menn Joel og Ethan Coen til liðs við sig, auk þess sem handritshöf- undurinn William Nicholson tók þátt í gerð handritsins, og var stefnan greinilega sett á Óskarinn. Samvinna reynslubolta Sagan segir frá lífshlaupi Louis Zamperinis (Jack O’Connell), allt frá því hann snýr sér ungur að frjálsíþróttum og þar til hann er frelsaður úr fangabúðum Japana við lok síðari heimsstyrjaldar. Kappinn hefur þá gengið í gegnum hverja þrekraunina á fætur ann- arri og meðal annars lifað af fjöru- tíu og sjö daga úti á rúmsjó, ásamt tveimur öðrum, eftir að herflugvél þeirra fórst í Kyrrahafi. Sagan er að sjálfsögðu hálfgerð ævisaga og eins og með margar slíkar er um einkar einhliða frá- sögn að ræða. Japönum er stillt upp sem vonda aflinu í kvikmynd- inni, með Mutsuhiro „The Bird“ Watanabe (Miyavi) í fararbroddi, á meðan Bandamenn eru upphafnir. Lítið sem ekkert frumlegt í þeirri uppsetningu á baráttu góðs og ills. O’Connell leysir þó hlutverk sitt af stakri prýði og Miyavi er nokkuð sannfærandi sem illur lostakvalari. Framvinda sögunnar er að mestu línuleg þrátt fyrir að flakk- að sé eilítið fram og aftur í tíma. Útfærsla sú er þó auðmeltanleg og rennur vel. Kvikmyndatakan er að sama skapi mjög góð en reynslu- boltinn Roger Deakins, sem hefur til að mynda margoft unnið með Coen-bræðrum áður, stígur ekki feilspor. Sviðsmynd kvikmyndar- innar er einnig vel gerð og sann- færandi. Ákvörðun Jolie að styðj- ast við ákveðnar samklippur verður þó að teljast fremur und- arleg en á stöku stað bregður til að mynda andliti Zamparinis fyrir á milli dramatískra atriða. Útkom- an er heldur klisjukennd og væm- in. Vantar ákveðinn brodd Kvikmyndin er nær laus við alla rómantík og er ástarsögu ekki troðið inn í söguþráðinn, enda væri sannleikur hennar þá eflaust í hættu. Það er ágætis tilbreyting enda nær ógerningur að sjá Holly- wood-kvikmynd sem er laus við hið staðlaða ástarsamband. Það vantar þó ákveðinn brodd í kvik- myndina og er hún fremur flöt. Það má velta því fyrir sér hvort svo sé vegna þess hversu margir stórlaxar komu að gerð hennar. Það er í raun eins og kvikmyndin hafi verið unnin af nefnd og lítil sem engin áhætta tekin. Lífshlaup Zamperinis er vissu- lega áhugavert en kvikmyndin bætir litlu sem engu við frásögn- ina og tekst illa að hreyfa við manni. Eins og áður segir er þó eitt og annað gott við hana enda dýr kvikmynd á ferð. Á döfinni hjá Angelinu Jolie er kvikmyndin By the Sea, sem á að koma út á þessu ári, en þar mun hún skrifa og leik- stýra sjálfri sér og eiginmanni sín- um, Brad Pitt. Hver veit nema meiri áhætta verði tekin í því verki. Áhugaverð ævisaga unnin af nefnd Lífshlaup Saga Zamperinis, lengst til hægri, er sögð og er hún mjög svo viðburðarík. Kvikmyndin bætir þó litlu við. Sambíóin Álfabakka Unbroken bbmnn Leikstjórn: Angelina Jolie. Handrit: Joel Coen, Ethan Coen, Richard LaGrave- nese og William Nicholson. Aðal- hlutverk: Jack O’Connell, Domhnall Gleeson, Miyavi, Garrett Hedlund og Finn Wittrock. 137 mín. Bandaríkin, 2014. DAVÍÐ MÁR STEFÁNSSON KVIKMYNDIR American Sniper, nýjasta kvikmynd leikstjórans Clints Eastwoods, var frumsýnd fyrir helgi í Bandaríkj- unum og námu miðasölutekjur af henni 90,2 milljónum dollara, jafn- virði um 11,9 milljarða króna. Engin kvikmynda Eastwoods hefur aflað viðlíka miðasölutekna og þessi sem fjallar um skæðustu leyniskyttu Bandaríkjahers fyrr og síðar. Ekki er nóg með að myndin hafi slegið persónulegt met Eastwoods heldur er hún einnig tekjuhæsta kvikmynd sem frumsýnd hefur verið í janúar í Bandaríkjunum frá upphafi mælinga og tekjuhæsta dramatíska kvik- myndin, að því er fram kemur á vef dagblaðsins Guardian. Í gær var al- mennur frídagur í Bandaríkjunum, tileinkaður Martin Luther King Jr. og stefndi allt í að miðasölutekjur að honum meðtöldum yrðu um 105 milljónir dollara. Fyrra met átti Avatar, 68,5 milljónir dollara. Skytta American Sniper fjallar um leyniskyttuna Chris Kyle sem felldi 160 menn í Íraksstríðinu. Bradley Cooper fer með hlutverk hans í myndinni. Nýjasta mynd Eastwoods sló met í Bandaríkjunum Kvartett gít- arleikarans Ás- geirs Ásgeirs- sonar kemur fram í kvöld á djasskvöldi Kex Hostels og leikur djassstandarda í bland við frum- samið efni eftir Ásgeir. Auk Ás- geirs eru í kvart- ettinum Snorri Sigurðarson sem leikur á trompet, Gunnar Hrafns- son á kontrabassa og Scott McLe- more á trommur. Tónleikarnir hefj- ast kl. 20.30 og er aðgangur að þeim ókeypis. Kvartett Ásgeirs djassar á Kex Ásgeir Ásgeirsson Boyhood, kvik- mynd bandaríska leikstjórans Richard Linkla- ter, hlaut þrenn verðlaun sam- taka kvikmynda- gagnrýnenda í Lundúnum um liðna helgi, Lond- on Critics’ Circle Film Awards. Verðlaunin hlaut hún fyrir bestu kvikmynd og leikstjóra ársins 2014 og fyrir bestu leikkonu í aukahlut- verki, Patriciu Arquette, sem hlaut í byrjun árs Golden Globe verðlaun- in fyrir sama hlutverk. Boyhood hlaut þrenn verðlaun Patricia Arquette TILBOÐSDAGUR TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR TILBOÐ Á ALLAR MYNDIR ATH GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR MYNDIR –BARA LÚXUS www.laugarasbio.is 48 RAMMA STÆRSTA OPNUNARHELGI ALLRA TÍMA Á ÍSLANDI! E.F.I -MBL VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG! www.laugarasbio.isSími: 553-2075 SÝNINGARTÍMA MÁ NÁLGAST Á LAUGARASBIO.IS OG MIDI.IS - bara lúxus

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.