Morgunblaðið - 22.01.2015, Page 4

Morgunblaðið - 22.01.2015, Page 4
Morgunblaðið/Ómar Fuglatalning Fer fram víða um land. 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2015 Sigurður segir að það sé alla jafna ákvörðun foreldra þegar barn fái snjallsíma og notendahóp- urinn verði sífellt yngri. „Það er t.d. ekkert óalgengt að nemendur í 6. bekk eigi dýra snjallsíma,“ segir Sigurður. „Það er alfarið val for- eldra, en þeir verða líka að vera meðvitaðir um hvað barnið getur gert með þessu tæki. Þegar ung- lingur fær bílpróf setja foreldrar gjarnan skýrar reglur um notkun bílsins, en aftur á móti fá börn ekkert alltaf leiðbeiningar um hvernig þau eigi að haga sér á net- inu.“ Hver á að kenna börnum og ungmennum stafræna borgaravit- und? „Við fullorðna fólkið. Með því á ég við foreldra og starfsfólk skóla. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft og það á vel við í þessu samhengi. Hegðun fullorð- inna á netinu er ekki alltaf til fyr- irmyndar,“ segir Sigurður og nefn- ir sem dæmi athugasemdakerfi netmiðla og ólöglegt niðurhal á ýmsu efni sem sumt fullorðið fólk stæri sig af. Getum lært af öðrum þjóðum Í námi sínu í upplýsingatækni hefur Sigurður m.a. kynnt sér hvernig notkun snjalltækja í skólum er háttað í öðrum lönd- um. Hann segir okkur geta lært mikið af reynslu annarra þjóða og mikilvægt sé fyrir sveitarfélög sem hyggja á spjaldtölvuvæðingu skóla að kynna sér rannsóknir á þessu sviði. „Þannig getum við komið í veg fyrir að falla í sömu gryfju og aðrir hafa gert. Við þurfum ekki alltaf að finna upp hjólið, við getum lært mikið af öðrum löndum.“ Sigurður á margra ára kennslu- feril að baki í grunnskóla og segist sjálfur hafa nýtt sér möguleika snjalltækja í kennslu sinni í ung- lingadeild Snælandsskóla í Kópa- vogi. Þar notuðu nemendur eigin snjallsíma og hann segir það hafa reynst vel. „Veruleikinn er að nemendur eru með þessi tæki á sér, hvaða skoðun sem við kunnum að hafa á því. Ætlum við að nýta okkur þennan möguleika? Ég held að það hafi orðið vitundarvakning um að þessi snjalltæki eru komin til að vera. Við verðum að bregð- ast við þessum veruleika og finna leiðir til að nýta tækin í skóla- starfi.“ Símabann í skólum er engin lausn  Grunnskólakennari segir snjallsíma bjóða upp á marga möguleika í kennslu  Hvetur til meiri ábyrgðar í nethegðun  Foreldrar séu meðvitaðir um hvað börnin geta gert með snjallsímunum Morgunblaðið/Eggert Snjalltæki Í erindi Sigurðar á fundi samtakanna Náum áttum sagði hann m.a. að snjalltæki væru komin til að vera. SVIÐSLJÓS Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Ekki er hægt að kenna börnum og unglingum ábyrga netnotkun í grunnskólum og á sama tíma banna notkun snjalltækja. Það er engin lausn að banna notkunina í skólum, lausnin felst í því að setja reglur og kenna á tæk- in. Þetta sagði Sigurður Haukur Gíslason, grunn- skólakennari og MA-nemi í upp- lýsingatækni, í erindi sem hann hélt á morgun- verðarfundi sam- takanna Náum áttum í gær undir yfirskriftinni: Við þurfum að kenna börnum og ungmennum stafræna borgaravit- und. „Stafræn borgaravitund er út- víkkun á hugtakinu ábyrg netnotk- un. Hún felst m.a. í að þeir sem eru á netinu sýni þar ábyrga hegð- un varðandi tækin og rafræn sam- skipti,“ segir Sigurður og nefnir einelti, t.d. á samfélagsmiðlum, og ólöglegt niðurhal sem dæmi um þegar skortir á þessa vitund. „Heilbrigð skynsemi er annað orð yfir stafræna borgaravitund; við erum að tala um nýja tækni og við þurfum að læra á hana. Ekki síst fullorðna fólkið.“ Sigurður Haukur Gíslason Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Þarna voru hundruð dauðra svart- fugla, ég veit ekki hvað mörg. Það voru örfáir metrar á milli hræjanna á 1-2 km kafla,“ sagði Gunnar Óli Hákonarson, bóndi á Sandi í Aðal- dal. Hann fór ásamt Vilhjálmi Jón- assyni á Sílalæk í árlega vetrar- fuglatalningu um áramótin. Þeir fóru á Sjávarsand við botn Skjálf- andaflóa. Dauðu fuglarnir voru skammt austan óss Skjálfanda- fljóts. „Uppistaðan í þessu var haftyrð- ill, svo var talsvert af langvíu. Þarna var veisla, mikið af hrafni og svartbak komið í þetta og rebbi var líka mættur,“ sagði Gunnar Óli. Dauðu fuglarnir voru ekkert annað en skinn og bein og hafði hungrið líklega borið þá ofurliði. Hann taldi að sú skýring væri líklegust að órannsökuðu máli. Gunnar Óli ók með ströndinni alveg austur að Laxá í Aðaldal en varð ekki var við jafn marga dauða fugla þar. „Maður sér alltaf eitthvað af dauðum fuglum, en ég hef aldrei séð neitt líkt þessu. Ég hef heldur aldrei talið jafn mikið af hrafni á þessu svæði í vetrarfuglatalningu og nú. Þeir voru sextán en oftast sér maður ekki neinn eða einn til tvo.“ Gunnar Óli sagði að í desem- ber s.l. hefðu verið mjög þrálát vestan- og norðvestanrok á þessum slóðum og fuglarnir líklega ekki haft neitt æti. Böðvar Þórisson, starfandi for- stöðumaður Náttúrustofu Vest- fjarða, sagði að tilkynnt hefði verið um svartfugladauða í Ísafirði við Ísafjarðardjúp fyrr í þessum mán- uði. Hann sagði að mikið hefði ver- ið um svartfugl í fjörðunum upp á síðkastið, bæði langvíu og haftyrðil. Svartfugladauðinn nú virtist þó vera lítill í samanburði við fellinn sem varð fyrir hátt í tíu árum. „Garðfuglarnir okkar hér í Stykkishólmi nú eru máfar,“ sagði Árni Ásgeirsson, líffræðingur við Háskólasetrið í Stykkishólmi. Máf- ar eru farnir að sækja í fóður sem borið er út fyrir smáfugla. Árni sagði þetta vera ólíkt því sem menn ættu að venjast. „Sjómenn segja að máfarnir séu mjög aðgangsharðir við að ná sér í beitu þegar verið er að leggja línu. Svo virðist sem lítið æti sé fyrir máfana. Ef til vill eru of margir máfar á svæðinu vegna þess hvern- ig ástandið var í Kolgrafafirði.“ Glorhungraðir máfar og dauðir svartfuglar finnast á fjörum  Sjófuglarnir virðast sumir hafa haft lítið að éta  Þrálát vestan- og norðvestanrok haft áhrif Ljósmynd/Róbert Arnar Stefánsson Óvenjulegir garðfuglar Svartbakur, hvítmáfur og hettumáfur hafa leitað í fuglafóður í görðum í Stykkishólmi. „Það er hér talsvert líf en mað- ur sér ekki ástand fuglanna úr fjarlægð,“ sagði Róbert A. Stef- ánsson, forstöðumaður Nátt- úrustofu Vesturlands. Undan- farið hefur hann talið fugla við norðanvert Snæfellsnes. Róbert sagði að ráða mætti af atferli máfanna að þá skorti æti. Hann sagði að hafnar- vörður í Stykkishólmi hefði orð- ið var við máttfarna máfa á bryggjunni sem virtust vera við það að drepast. Reynt hefur verið að gefa þeim og jafnvel taka þá á hús. „Þeir virðast stöðugt vera í ætisleit, fljúga yfir bænum og koma í garða ef fólk kastar ein- hverju út. Það er óvenjulegt og gæti bent til þess að það sé minna að hafa í náttúrunni en venjulega,“ sagði Róbert. Virðast stöðugt vera í ætisleit SÓLGNIR Í FISK OG TÓLG

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.