Morgunblaðið - 22.01.2015, Page 7

Morgunblaðið - 22.01.2015, Page 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2015 Hafinn er nýr áfangi í undirbún- ingi að losun fjármagnshaftanna en fyrir liggja breytingar á áætl- un um losun þeirra. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fjár- málaráðuneytinu. Framundan sé vinna við að rýna tillögurnar og koma þeirri stefnu sem mótuð verði í framkvæmd. Breytingar á hópnum Ennfremur hafa verið gerðar breytingar á framkvæmdahópi um losun fjármagnshafta. Þrír sérfræðingar hafi bæst í hóp sér- fræðinga sem starfað hafi með ráðgjöfum stjórnvalda að losun fjármagnshafta í umboði stýri- nefndar sem Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra veitir forystu. Eftir breyting- arnar skipa eftirfarandi ein- staklingar hópinn: Glenn V. Kim formaður, Benedikt Gíslason varaformaður, Sigurður Hann- esson varaformaður, Eiríkur S. Svavarsson hæstaréttarlögmaður, Ingibjörg Guðbjartsdóttir, Seðla- banka Íslands, og Jón Þ. Sigur- geirsson, Seðlabanka Íslands. Ingibjörg mun ekki gegna dag- legum störfum við stjórn gjald- eyriseftirlits og Jón Sigur- geirsson hætta sem stjórnar- formaður Eignasafns Seðlabanka Íslands á meðan þau starfa í hópnum. Hefja nýjan áfanga í losun haftanna Morgunblaðið/Arnaldur Í höftum Unnið er að losun gjaldeyrishafta. Skipulagsstofnun hefur nú til með- ferðar ósk Vegagerðarinnar um að Skipulagsstofnum noti heimildir í lögum og reglum til að taka aftur upp úrskurð sinn um umhverfismat vegna vegalagningar á sunnan- verðum Vestfjörðum, nánar tiltekið leiðar B sem er um Teigsskóg í Þorskafirði. Þetta kemur fram í frétt Vegagerðarinnar. Þar segir að í beiðninni komi m.a. fram að Vegagerðin áætli að byggja nýjan Vestfjarðaveg milli Bjarkalundar og Melaness í Reyk- hólahreppi. Þess sé farið á leit við Skipulagsstofnun að neytt verði heimildar í 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og/eða óskráðrar al- mennrar heimildar stjórnvalda til endurupptöku mála til að taka aft- ur upp þann hluta úrskurðar stofn- unarinnar frá 28. febrúar 2006 er lúti að veglínu B í 2. áfanga verks- ins. Frestur til að gera athuga- semdir til Skipulagsstofnunar er til og með 23. febrúar. Vilja endurupptöku vegna Teigsskógar Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Stefnt er að því að opna Vínbúð að nýju í Grafarvogi á næstu mánuðum, en versluninni í Spönginni var lokað fyrir réttum sex árum, í ársbyrjun 2009. Hátt í 20 þúsund manns búa í hverfinu. Þá segir Sigrún Ósk Sig- urðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, að jafnframt sé horft til þess að opna á ný vínbúð í Garðabæ, en þar var lokað í ársbyrjun 2011. Það verði þó ekki á þessu ári. Húsnæði á verslunarsvæði Í auglýsingu frá Ríkiskaupum um leigu á húsnæði fyrir Vínbúð í Graf- arvogi segir m.a. að húsnæðið þurfi að vera á verslunarsvæði, vera nærri stofnbraut eða tengibraut og umferð til og frá húsinu þurfi að vera greið. Óskað er eftir að taka á leigu 370- 450 fermetra húsnæði, sem þurfi að skiptast að um 2/3 hlutum í verslun- arsvæði og 1/3 í lager og starfs- mannaaðstöðu. Aðspurð segir Sigrún Ósk að Spöngin sé helsta verslunarmiðstöð í Grafarvogi og óneitanlega sé eink- um horft þangað með leigu á hús- næði í huga, án þess að aðrir staðir sem uppfylla skilyrði séu útilokaðir. Hún segir að húsnæði Vínbúðarinn- ar í Spönginni hafi verið lítið og óhentugt og þegar leigusamningur rann út hafi verið ákveðið að loka í janúar 2009. Það hafi hins vegar ver- ið markmiðið að opna aftur verslun í hverfinu og verði væntanlega gert síðar á árinu fáist heppilegt hús- næði. Útsölustaðir ÁTVR eru 49 talsins um allt land og var sá nýjasti opnaður skömmu fyrir jól á Kópa- skeri. Sigrún Ósk segir að ákveðið hafi verið að opna þessa verslun með tilliti til þess að langt er í næstu Vín- búð og samgöngur oft erfiðar. Næstu verslanir ÁTVR eru á Þórs- höfn á Langanesi og á Húsavík og eru um 100 kílómetrar frá Kópa- skeri til Húsavíkur. Vínbúð verður opnuð á ný í Grafarvogi  Spöngin líkleg fáist hentugt húsnæði  Áfram stefnt að Vínbúð í Garðabæ Morgunblaðið/Kristinn. Þjónusta Vínbúðinni í Spönginni var lokað fyrir sex árum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.