Morgunblaðið - 22.01.2015, Side 16
FLUTNINGAR TIL NORÐURLANDANNA EFTIR HRUN16
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2015
Ljósmynd/Johannes Jansson-norden.org Ljósmynd/Karin Beate Nøsterud-norden.org Ljósmynd/Eivind Sætre-norden.org
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Tveir námsmenn á
Skáni í Svíþjóð segja
betur búið að náms-
mönnum þar í landi en
hér. T.d. sé doktorsnám launað þar
og mikil vinna með skóla, eins og al-
gengt sé hér, tíðkist ekki. Litið sé á
háskólanám sem fullt starf.
Kristín Ósk Ingvarsdóttir er í
doktorsnámi í hugfræði eða vits-
munavísindum við háskólann í
Lundi í Svíþjóð þar sem hún hefur
verið búsett frá 2009. Greinin er
ekki kennd hér á landi og var námið
helsta ástæða flutninga Kristínar
Óskar og sambýlismanns hennar.
Áður hafði hún lokið meistaranámi
í sömu grein í Lundi, en sá ekki
mikla atvinnumöguleika á Íslandi
og úr varð að hún ákvað að halda
áfram námi.
Kristín Ósk segir helsta muninn á
því að vera námsmaður í Svíþjóð og
á Íslandi vera að leiga á náms-
mannaíbúðum sé lægri þar en hér.
Þá vinni sænskir háskólanemar á
öllum háskólastigum að jafnaði
ekki eins mikið með skóla og þeir
íslensku, enda fái þeir námsstyrk.
„Við vorum yfirleitt í einu eða
tveimur störfum með náminu
heima. Þetta hefur auðvitað bæði
kosti og galla, t.d. erum við með
miklu meiri starfsreynslu en marg-
ir Svíar á sama aldri. Aftur á móti
er ekki gott að hlaða of miklu á sig
því það getur bitnað á náminu og
heilsunni.“
Einnig er ólíku saman að jafna
varðandi kjör doktorsnema. „Á Ís-
landi þurfa nemar að sækja um
styrki sem eru fáir og eftirsóttir.
Hér er doktorsnám aftur á móti
launað, sem gerir það að auðveldari
kosti,“ segir Kristín Ósk.
Enn þörf á breytingum
Hún segir að ástand mála á Ís-
landi virðist að mörgu leyti hafa
staðið í stað frá því hún flutti út fyr-
ir rúmum fimm árum. Sem dæmi
um það nefnir hún að hún hafi verið
stödd á Íslandi í október þegar
fyrstu mótmæli Jæja-hópsins undir
forystu Svavars Knúts fóru fram.
„Mér fannst eins og ég væri aftur
komin í mótmælin í búsáhaldabylt-
ingunni, fólkið var að krefjast þess
sama og þá, hrópaði sömu slagorð.
Það er því augljóst að það er ennþá
þörf á breytingum.“
Vill starfa í Svíþjóð eftir nám
Í Svíþjóð er gert ráð fyrir því að
háskólanám sé full vinna sem sé
stunduð á dagvinnutíma og að fólk
eigi frítíma utan þess. Þetta segir
Sigríður Dúna Sverrisdóttir sem er
við nám í landslagsarkitektúr í
landbúnaðarháskólanum í bænum
Alnarp í Svíþjóð. Áður hafði hún
tekið grunnnám í umhverf-
isskipulagi í Bændaskólanum á
Hvanneyri.
Sigríður Dúna hefur verið búsett
í bænum Lomma á Skáni í Svíþjóð
frá haustinu 2012 ásamt sambýlis-
manni sínum, sem starfar sem
tæknifræðingur, og ungri dóttur
þeirra. „Það er án efa auðveldara
að lifa af námslánunum hérna en á
Íslandi,“ segir Sigríður Dúna. „Það
er meira framboð á ódýrari mat,
leikskólagjöldin eru talsvert lægri
og barnabæturnar margfalt hærri.“
Sigríður Dúna segir það hafa tek-
ið sinn tíma að aðlagast samfélag-
inu. „Tungumálið skiptir öllu máli í
þessu sambandi; ef maður kann það
verður maður meiri hluti af sam-
félaginu. Annars finnst mér Svíar
almennt taka vel á móti útlend-
ingum.“
Sigríður Dúna segist fylgjast
ágætlega með þjóðfélagsumræð-
unni á Íslandi, sem sé ekki alltaf
sérlega uppbyggileg. „Fjölmiðla-
umfjöllunin er oft rosalega nei-
kvæð, stundum finnst mér að það sé
verið að gera of mikið úr hlutunum,
það er oft ástæða til að segja frá því
öllu því jákvæða sem er að gerast.“
Hún vinnur nú að lokaverkefni
sínu í náminu þar sem hún fjallar
um gönguumhverfi og hversu mik-
ilvægt það sé að geta gengið úti sér
til heilsubótar. „Ég er m.a. að fjalla
um hvernig hægt sé að hanna um-
hverfi sem ýtir undir það. Eftir út-
skrift sé ég fyrir mér að sækja um
starf hérna í Svíþjóð, markaðurinn
fyrir mitt fag er lítill á Íslandi þann-
ig að ég vil sækja mér reynslu
hérna til að eiga meiri möguleika
heima, ef ég færi þangað.“
Betur búið að námsmönnum
Námsmenn Sigríður Dúna Sverrisdóttir og Kristín Ósk Ingvarsdóttir.
VIÐTAL
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
„Það var bara ekki í
boði fyrir iðnaðarmann
og kennara að búa á
Íslandi á þessum tíma,
skömmu eftir hrun,“ segir Páll
Þórir Jónsson dúklagningameist-
ari sem hefur verið búsettur í
Bergen í Noregi síðan í janúar
2009. Eiginkona hans, Sara Lind
Gunnarsdóttir, flutti út nokkrum
mánuðum síðar ásamt elsta barni
þeirra Jóni sem þá var tveggja og
hálfs árs. Síðan hefur fjölskyldan
stækkað, tvö börn hafa bæst við;
Kristín sem er fjögurra ára og
Gunnar sem er tæplega tveggja
ára, og dvölin sem átti að vera
tímabundin hefur nú varað í sex
ár.
Brjálað að gera út 2008
Páll starfaði sjálfstætt við dúk-
lagningar á Íslandi og segir að
fljótlega upp úr áramótunum
2008-’09 hafi verkefnunum fækkað
mikið. „Það var brjálað að gera út
2008, en þá breyttist staðan mjög
fljótt. Skyndilega voru engin verk-
efni framundan. Ég mat stöðuna
þannig að ef ég vildi starfa áfram
í mínu fagi yrði ég að gera það í
öðru landi. Reyndar átti þetta
bara að vera tímabundið, en hér
erum við ennþá.“
Sara er markaðsfræðingur og
kenndi í grunnskóla á þessum
tíma samhliða því að vera í
kennsluréttindanámi. Hún er nú
móðurmálskennari íslenskra barna
á Bergensvæðinu, fer á milli skóla
og kennir þeim íslensku auk þess
að styðja þau í námi sínu fyrstu
árin. Starfinu hefur hún sinnt í
nokkur ár og í byrjun voru ís-
lensku börnin svo fá að ekki var
um fullt starf að ræða. Þeim hefur
fjölgað mikið síðan þá og nú sinna
tveir íslenskir kennarar starfinu.
Páll rekur eigið dúklagningafyr-
irtæki og sinnir fjölbreyttum
verkefnum, bæði á heimilum og
fyrirtækjum. Hann segir mikið að
gera, talsverður uppgangur sé í
Bergen og mikið um framkvæmdir
og nýbyggingar.
Þetta er ekki auðvelt í byrjun
Upplifið þið ykkur sem innflytj-
endur? „Stundum og stundum
ekki. Íslendingar eiga kannski
auðveldara með að aðlagast sam-
félaginu en fólk frá öðrum löndum
því menningin er lík að mörgu
leyti og tungumálið svipað,“ segir
Sara. „En ég held að margir Ís-
lendingar hafi ranghugmyndir um
hvernig sé að búa í Noregi. Þú
hoppar ekkert inn í gott starf hér,
ekki frekar en á Íslandi. Það þarf
að hafa fyrir því að aðlagast og
þetta er ekkert auðvelt í byrjun.“
Talið berst að lífsstíl Norð-
manna og Íslendinga og telja
hjónin að daglegt líf sé talsvert af-
slappaðra í Noregi en á Íslandi.
„Það er ekki þessi sami asi hér og
á Íslandi, lífið er rólegra og fjöl-
skylduvænna. Fólk gerir meira
saman sem fjölskylda, ég veit ekki
af hverju það er, en við höfum oft
velt því fyrir okkur. Kannski er
það í menningunni,“ segir Páll.
Spurður um hvers vegna Nor-
egur hafi orðið fyrir valinu segir
Páll það hafa verið vegna þess að
þar bauðst honum vinna. Hefðuð
þið flutt frá Íslandi ef þar hefði
verið næga vinnu að fá? „Nei, lík-
lega ekki,“ segir Sara. „Og mér
finnst ekkert að því þegar fólk
segist hafa flutt úr landi vegna at-
vinnu eða fjárhags. Það virðist
vera tabú hjá sumum að við-
urkenna það, en auðvitað er mjög
leiðinlegt að geta ekki búið á land-
inu sínu vegna þess að maður fær
ekki vinnu þar. Það á svo bara eft-
ir að koma í ljós hvort við verðum
hér áfram. Það þarf ýmislegt að
breytast á Íslandi, t.d. húsnæðis-
mál, lánafyrirkomulag og atvinnu-
möguleikar, ef það á að koma til
greina að flytja þangað aftur.“
Ísland var ekki í boði
Sara og Páll Þau segja daglegt líf talsvert afslappaðra í Noregi en á Íslandi.
Þarf að hafa fyrir því að aðlagast og þetta er ekkert auðvelt í byrjun Í byrjun árs 2009 voru
skyndilega engin verkefni framundan Hefðum líklega ekki flutt ef á Íslandi hefði verið næg vinna
Morgunblaðið/Einar Falur
Bergen Þar starfar Páll við dúklagningar og Sara starfar við kennslu.