Morgunblaðið - 22.01.2015, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.01.2015, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2015 Ljósmynd/Johannes Jansson-norden.org Ljósmynd/Ane Cecilie Blichfeldt-norden.orgLjósmynd/Johannes Jansson/norden.org Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Hjónin Sigrún Jensdóttir og Stefán Sigurðsson hafa komið sér vel fyrir með tveimur fjörugum hundum í fallegri íbúð í Bergen, í hverfi sem heitir Nesttun. Stefán flutti út í október 2010 og Sigrún nokkrum mánuðum síðar. „Það var orðið helst til lítið að gera í fyrirtækinu þar sem ég var að vinna,“ segir Stefán sem er blikk- smiður um ástæðu flutninganna frá Íslandi. Kunningi hans, sem starfaði í Bergen, hafði samband við hann því þar vantaði fólk til starfa. Stefán sló til og starfar nú hjá blikksmiðju í Bergen þar sem, auk hans, starfa fjórir Íslendingar. „Við tókum okkur viku til að hugsa þetta og ákváðum að það væri ekkert að því að prófa,“ segir Sigrún. Hún starfaði sem mót- tökuritari áður en þau fluttu út og vinnur nú á um 75 barna leikskóla skammt frá heimili þeirra hjóna. „Ég hafði aldrei unnið á leikskóla áð- ur og mér finnst þetta æðislegt starf. Þetta á mjög vel við mig; hver vill annars ekki vera í vinnu þar sem maður fær knús alla daga?“ segir hún. „Þegar ég flutti hingað var mér ráðlagt af öðrum Íslendingum hérna að ef ég vildi ná tökum á norsku, þá væri vinna á leikskóla góð leið til þess. Þú lærir norskuna best af börnum var sagt. Og það gekk eftir.“ Eftirsótt að vinna á leikskóla Lengi hefur gengið erfiðlega að fá fólk til starfa á leikskólum á Íslandi, en því er öfugt farið í Bergen. Þar eru slík störf eftirsótt og starfsfólkið helst lengi á sama stað, jafnvel í ára- tugi. Því getur reynst erfitt að fá fast starf á leikskólum og Sigrún er svokallaður ringevikar eins og það heitir á norsku, sem þýðir að hringt er í hana þegar afleysingar vantar. Sigrún segir að starf hennar á leikskólanum hafi gert það að verk- um að þau hafi komist fyrr inn í sam- félagið. „Eftir að ég byrjaði að vinna þar fannst mér ég verða meiri hluti af því sem er að gerast hérna.“ „Reyndar er það mín tilfinning að Norðmenn líti ekki á Íslendinga sem útlendinga,“ segir Stefán. „Margir hérna þekkja vel til Íslands og hafa mikinn áhuga á því, t.d. hafa margir sem ég þekki hér í Bergen sótt land- ið heim.“ Verður meira úr peningunum Hjónin segja efnahagshrunið ekki hafa haft bein áhrif á flutninginn. „Við vorum bæði í ágætum störfum, áttum íbúð og bíl og það breyttist ekkert við hrunið,“ segir Stefán. „Auðvitað fundum við fyrir hruninu, lánin hækkuðu og ýmislegt annað,“ segir Sigrún. „Við fluttum út á svip- uðum tíma og margir sem höfðu kannski farið illa út úr hruninu og eðlilegt að einhverjir haldi að það sama eigi við um okkur.“ Er einhver munur á því hvernig gengur að lifa af laununum og reka heimili í Noregi og á Íslandi? „Það verður miklu meira úr peningunum hérna,“ segir Stefán. „Þegar við er- um búin að greiða reikningana er talsverður afgangur og við erum t.d. hætt að nota Visakort, sem við not- uðum talsvert heima. Hér borgum við allt strax sem við kaupum í stað- inn fyrir að setja það á raðgreiðslur eða eitthvað álíka. Það er líka auð- veldara að eignast dýrari hluti hérna en heima.“ „Svo er það matvaran,“ segir Sig- rún. „Hér eru svo oft virkilega góð tilboð sem munar mikið um og mikill munur á milli búða.“ Sigrún á uppkomin börn sem flest hafa sest að í Noregi við nám og störf. „Við erum líklega komin hing- að til að vera,“ segir hún. Stefán tek- ur undir það. „Ég sé a.m.k. ekki fyr- ir mér að við séum að flytja til Íslands á næstunni.“ Líklega komin hingað til að vera Glöð Sigrún og Stefán hafa komið sér vel fyrir í Noregi og Sigrún fær knús í vinnunni daglega. Þau segja að þar verði meira úr peningunum. lendis gefa minni ánægju en neysla í heimalandi og þar af leiðandi minnk- ar heildarábati einstaklingsins með tímanum sem hann dvelur erlendis. [...] Önnur ástæða, sem hvetur inn- flytjanda til að flytja aftur heim, er ef verðlag í heimalandi er hlutfalls- lega lægra þannig að erlendu launin sem innflytjandi vinnur sér inn gefa honum meiri kaupmátt í heimaland- inu. [...] Þriðja ástæðan fyrir end- urkomum byggist á hugmyndum um mannauð. Ef sá mannauður sem ein- staklingurinn öðlast erlendis er hærra metinn í heimalandi, getur það eitt leitt til þess að einstakling- urinn snúi aftur til síns heima. Þess- ar aðstæður koma til að mynda upp þegar einstaklingar fara utan í nám og þurfa að taka ákvörðun að námi Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Hvaða þættir hvetja einstaklinga til að snúa heim eftir dvöl erlendis og hvaða áhrifaþættir eru það sem hafa mest áhrif á lengd dvalarinnar, er meðal þess sem Arna Hrund Að- alsteinsdóttir fjallaði um í BA rit- gerð sinni í hagfræði frá Háskóla Ís- lands haustið 2012. Ritgerðin ber heitið Einkenni þeirra hópa sem flytja frá Íslandi í efnahagsþreng- ingum: Hve stór hluti snýr til baka og af hvaða ástæðum? Í ritgerðinni kemur fram að al- gengasta ástæðan fyrir búferlaflutn- ingum fólks er hærri laun á vænt- anlegum áfangastað en hærri laun gera fólki kleift að auka neyslu sína, samkvæmt rannsóknum sem Arna Hrund vitnar í. Samkvæmt þeim geta þrjár ástæður leitt til þess að fólk snúi aftur heim. „Fyrsta ástæð- an er sú að innflytjandi velur neyslu í sínu heimalandi fram yfir neyslu í öðru landi. Þannig mun neysla er- loknu hvort þeir dvelji lengur er- lendis eða flytji aftur heim.“ Ýmislegt annað getur haft áhrif á flutningsákvörðun einstaklinga sem ekki er gert t.d. óvissa og kostnaður við búferlaflutningum. Dæmi um það er sú óvissa sem skapaðist hér á landi í kjölfar efnahagshrunsins t.d. í tengslum við skuldavanda heim- ilanna og gengistryggð lán. Eins eru óvissuþættir í móttökulandi á borð við atvinnuöryggi, húsnæðismarkað og efnahagsástand sem fólk hugar sérstaklega að áður en ákvörðun um búferlaflutning er tekin. Endurkomum hefur fjölgað Samkvæmt tölum frá Hagstofunni voru á árunum fyrir hrun, frá 1986 til 2008, skráðir 112.494 flutningar til landsins á tímabilinu og af þeim flokkast um 57.820 sem endurkomur eða 51,4%. Nýjustu tölur um aðflutta og brottflutta á vef Hagstofunnar eru frá 2013. Það ár voru aðfluttir fleiri en brottfluttir í fyrsta sinn frá 2008, en árið 2013 fluttust 1.598 fleiri til landsins en frá því. Af þeim 3.175 sem yfirgáfu landið 2013 fóru 2.247 íslenskir ríkisborg- arar til Noregs, Danmerkur eða Sví- þjóðar. Flestir fluttust til Noregs, eða 996. Hvers vegna aftur heim? Morgunblaðið/Kristinn Ísland Margir snúa heim aftur.  Yfirleitt þrjár ástæður fyrir end- urkomu brottfluttra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.