Morgunblaðið - 22.01.2015, Side 19

Morgunblaðið - 22.01.2015, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2015 Í átta vikna ferðalagi blaðamanna Morgunblaðsins um hverfin í Reykjavík og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu er fjallað ummannlíf og menningu, atvinnulíf og opinbera þjónustu, útivist og umhverfi og skóla og skipulag með sérstakri áherslu á það sem einkennir hvern stað. „Kópavogur var áfangastað- urinn þegar ég flutti suður fyrir tíu árum. Þá var ég að elta vinkonur mínar og slíta naflastrenginn,“ segir Hrafnhildur. „Eitt leiddi svo af öðru í flutningunum, mér bauðst vinna á leikskóla í Hafnarfirði og daginn eftir að gengið var frá vinnu var auglýst í Mogganum lítil og þægileg íbúð í Hvömmunum sem við fengum. Okk- ur var greinilega ætlað að flytja í Fjörðinn fagra. Það var svo 2012 sem við fluttum hingað á Vellina og svo árið eftir hingað í ágæta fjögurra herbergja íbúð sem er í húsi við Drekavelli. Gáfum fyrir 29 milljónir króna svo þetta er svolítil brekka í af- borgunum til að byrja með.“ Leitum ekki til ömmu og afa Hrafnhildur og Jóhann Thor- leifsson, maður hennar, eiga tvo syni; Kristófer Andra sem er sex ára og Andra Breka sem er tveggja ára. Þeir eru báðir í Hraunvallaskóla, sá eldri í 1. bekk grunnskólans en sá yngri í leikskóladeild. Og hér er allt í sama pakkanum ef svo má segja, því Hrafnhildur starfar við skólann þar sem hún er stuðningsfulltrúi nem- enda í 2. bekk. Jóhann, sem vinnur aftur á móti á bílaverkstæði Heklu inni í Reykjavík, á fyrir þrjú eldri börn. „Við erum bæði utan af landi, maðurinn minn frá Akureyri og ég frá Egilsstöðum. Já, og eðlilega gerir það hlutina stundum snúna að flest af okkar fólki býr úti á landi. Við leitum því ekkert til ömmu og afa ef þarf að redda pössun. Höfum hins vegar stóran hóp vina sem má leita til og þetta gengur því alltaf upp. Þó það nú væri.“ Hamrað á í lestrarnámi Hraunvallaskóli er einn fjöl- mennasti barnaskóli landsins, enda í hverfi sem er til þess að gera nýtt og er að byggjast upp. Þarna eru um 830 nemendur, á leik- og gunn- skólastigi. Á hefðbundnum starfs- degi er skólinn nærri því 1.000 manna samfélag. Og þetta er næsta bygging við fjölbýlishúsið við Dreka- vellina þar sem Hrafnhildur og henn- ar fólk búa. „Nálægðin er þægindin ein. Mér finnst líka vel staðið að starfinu í skólanum. Það er vel haldið utan um þá krakka sem einhvers meira þurfa með, í því meðal annars felst starf mitt sem stuðningsfulltrúi. Hjá eldri stráknum er lestrarnámið mál mál- anna, hann er núna með bókina Dúf- ur í Dalabæ og gengur vel. Dúfur, sagði, gaman, dósin, kofinn og dösuð – þetta eru orðin sem við mæðginin höfum hamrað á í lestrarnáminu að undanförnu,“ segir Hrafnhildur sem líkar vel sá háttur sem hafður er á samstarfi heimila og skóla. For- eldrum sé haldið vel upplýstum um áherslur, árangur og náms- framvindu. „Frá kennurum koma nokkrir tölvupóstar í hverri viku. Þetta held- ur fólki vel við efnið,“ segir Hrafn- hildur. Bærinn mæti barnafólki Hafnarfjarðarbær gerir vel við fólkið sitt, að mati Hrafnhildar. Hlekkir keðjunnar eru sterkir og kerfið virkar. En mörgu má bæta úr. Bærinn má til dæmis koma betur til móts við barnafólk. „Yngri strák- urinn okkar er í leikskóla sex klukku- stundir á dag og fyrir það borgum við 27.176 krónur á mánuði. Það mætti líka hækka tómstundastyrk krakk- anna. Fleira svona gæti ég talið áfram,“ segir Hrafnhildur um hvers- dagslífið á Völlum. „Góð íþróttaaðstaða skiptir fólk miklu máli. Fyrir fjölskyldufólk er frábært að hafa sundlaug hér í Ás- vallahverfinu, þar er innilaug sem er vinsæl meðal barnafólks og svo eru hér gönguleiðir um allt. Fyrir lands- byggðarstelpu eins og mig er fínt að vera á Völlunum. Hér hef ég fundið mig heima. Hverfið er að verða gróin heildstæð byggð þó að auðvitað sé svipur þess allt annar er skóganna austur á Fljótsdalshéraði þar sem ég ólst upp. Nú finn ég mig hins vegar eiga heima í Hafnarfirði .“ Húsverk Jóhann og synirnir tína hið daglega brauð upp úr Bónuspokunum. Cheerios er sígildur morgunmatur. Samvera Góð fjölskyldustund að kvöldi eftir langan vinnudag, Hrafnhildur Heiða og Jóhann með synina sína tvo. hverfið er, allar íbúðir í Hafnarfirði sem eru tveggja til fimm herbergja fara mjög fljótt. Verð er yfirleitt mjög svipað hvar sem borið er nið- ur í bæ,“ segir Eiríkur Svanur. Vinnur með sölu og eflir hverfin En víkjum sérstaklega að Völl- unum. „Vel þykir staðið að öllu í Hraunvallaskóla, íþróttastarfinu hjá Haukum og þá er lágvöruverðs- verslun þarna. Svona allt vinnur með sölu og eflir hverfin,“ segir Ei- ríkur. Hvað áhrærir eldri hverfin í bænum segir Eiríkur þau almennt halda gildi sínu. Setbergshverfið sem byggt var fyrir rúmum ald- arfjórðungi sé vinsælt; vel afmark- að og sé nánast eyja í bænum. „Eignir þar eru yfirleitt stórar, eru 250 til 300 fermetrar og kosta stundum öðrum hvoru megin við 60 milljónir króna. Það tekur stundum tíma að selja slíkar eignir, en þær fara alltaf á endanum.“ Aðrir sem starfa á fast- eignamarkaði sem Morgunblaðið ræddi við segja Hafnarfjörð vera að styrkjast í sessi. Þess séu dæmi frá síðustu misserum að fólk til dæmis flytji úr litlum eignum í eldri hverf- um Reykjavíkur og fari í Fjörðinn. Fái þar stærri eignir fyrir sama verð og séu áfram í iðandi miðbæj- arlífi. Morgunblaðið/Eggert Hafnarfjörður Horft af Hamrinum. Austurgata, Fríkirkja og Hellisgerði. 3 ára ábyrgð Skipholt 50c • 105 Reykjavík • 582 6000 • www.computer.is Síðan 1986 Tölvur og fylgihlutir In Win tölvur eru áreiðanlegar, öflugar og endingagóðar Sendum hvert á land sem er In Win Gamer Pro • Örgjörvi: AMD AM3+ X6 FX 6300 3.5 GHz • Vinnsluminni: 8 GB DDR3 1600 MHz • Skjákort: Sapphire AMD Radeon R9 280 3 GB OC • Harður diskur: Samsung 840 EVO 250 GB SATA • Stýrikerfi: Windows 8.1 64ra bita • Netkort: 1 Gbit kapaltengt og Wireless-N þráðlaust Verð 149.900 kr. In Win Gamer • Örgjörvi: Intel i3-4150 3.5 GHz 3M Haswell • Vinnsluminni: 4 GB DDR3 1600 MHz • Skjákort: EVGA nVidia GeForce GTX750 1 GB • Harður diskur: Kingston V300 SSD 120 GB • Stýrikerfi: Windows 8.1 64ra bita • Netkort: 1 Gbit kapaltengt og Wireless-N þráðlaust Verð 109.900 kr. Þriggja ára ábyrgð til bæð i fyrirtækja og einstaklinga

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.