Morgunblaðið - 22.01.2015, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.01.2015, Blaðsíða 21
þinginu. Frammámenn í flokknum hafa verið ákærðir fyrir morð, ólög- lega vopnaeign og fleiri lögbrot en þeir segja ákærurnar af pólitískum rótum runnar. Enginn af helstu stjórnmálaflokkum landsins hefur léð máls á stjórnarsamstarfi við Gullna dögun. Kommúnistaflokkurinn (KKE) hefur mælst með svipað fylgi, eða 4 til 5%. Hann fékk 6% atkvæðanna í kosningunum til Evrópuþingsins í maí. Hægriflokki sem nefnist Óháðir Grikkir (ANEL) er spáð um 3% at- kvæðanna og hann gæti því komist á þingið. Þingmaðurinn Panos Kam- enos stofnaði flokkinn í febrúar 2012 eftir að honum var vikið úr Nýju lýð- ræði fyrir að greiða atkvæði gegn samsteypustjórn landsins í atkvæða- greiðslu sem varð til þess að hún féll. Óháðir Grikkir vonast til þess að eiga aðild að stjórn undir forystu Syriza eftir kosningarnar en ekki er víst að vinstriflokkurinn vilji það. Áttundi flokkurinn, To Kinima (Jafnaðarmannahreyfingin), var stofnaður í síðasta mánuði. Stofnandi hans er George Papandreou, sem var forsætisráðherra stjórnar Pasok þeg- ar skuldavandi landsins kom í ljós ár- ið 2010 og hann neyddist til að óska eftir aðstoð Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. To Kinima hefur fengið nokkra af frammámönn- um Pasok til liðs við sig en ekki er víst að flokkurinn fái þingsæti því fylgi hans er aðeins um 2%, ef marka má kannanirnar. Heimildir: Alþjóðabankinn, OECD, Eurostat, QuotaProject, Deutsche Bank og NSSG Landið er að kikna undan miklum skuldum og þær eru helsta hitamálið fyrir kosningarnar á sunnudag Grikkland Verg landsframleiðsla 182,4 milljarðar evra á mann: 16.500 evrur (2,5 millj. kr.) Íbúafjöldi Grikkland Hagvöxtur varð að samdrætti % af landsframleiðslu Opinberar skuldir Spilling skv. lista Transparency Int. Fjárlagahalli % af landsframleiðslu Skuldir á gjalddaga á ári milljarðar evra Helstu lánardrottnar milljarðar evra % af landsframleiðslu 69 Frakkland 26 Danmörk 1 Chile 21 Mexíkó 103 Argentína 107 Venesúela 161 Mikil spilling Ítalía Brasilía 69 AÞENA Krít TY R K LA N D Jóna- haf Eyjahaf Saloniki Konur á þingi 21% KarlmennKonur 83,4 78 Lífslíkur Atvinnuleysi % 319,1 26 Evrópska stöðugleika- kerfið Einka- fjárfestar Opinberir fjárfestar (ríkisskuldabréf ) Lán AGS 42% 21 11 -3,9 -8,9 -6,6 5,8 -5,4 -0,4 175,1% -12,2 107,8 -6,1 -9,9 -8,6 -15,2 20 15 10 5 225,3 264,6 355,9 2014 2025 2035 2045 2057 9 7,8 12,7 24,5 27,5% (2013) 11,1 milljón 2006 0807 1009 11 12 2013 2006 0807 1009 11 12 2013 2006 0807 1009 11 12 2013 2006 2008 2010 2012 2013 Patras A LB A N ÍA MAK. BÚLGARÍA 120 km ár ár Of þung skuldabyrði? » Sumir stjórnmálaskýrendur telja að ESB þurfi að breyta skilmálum aðstoðarinnar við Grikkland og minnka skulda- byrði landsins. Þeir segja að opinberar skuldir Grikkja séu alltof háar, eða um 175% af landsframleiðslunni. » Aðrir eru á öðru máli, segja að afborganir og vextir Grikk- lands hafi lækkað verulega þar sem önnur evrulönd eigi nú 60% af skuldum Grikkja og hafi samþykkt að lækka vaxta- greiðslur og lengja endur- greiðslutímann til ársins 2054. » Vaxtagreiðslur Grikkja eru 4% af landsframleiðslu og minni en nokkurra annarra landa. T.a.m. eru vaxtagreiðslur Portúgals 5% af framleiðslunni, Ítalíu 4,8% og Írlands 4,4%. FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2015 Ljósmynd af Lutz Bachmann, stofnanda þýsku mótmælahreyf- ingarinnar PEGIDA, vakti athygli þýskra fjölmiðla í gær. PEGIDA er öfga- hreyfing sem berst gegn meintum íslömskum áhrifum í Evrópu. Á myndinni má sjá Bachmann skarta yfirvaraskeggi eins og Adolf Hitler og með sömu hárgreiðslu. Bachmann birti myndina á sam- félagsmiðlum og segist hafa tekið hana sjálfur um það leyti sem háðs- ádeiluhljóðbók um Hitler, „He’s Back“, kom út. Að sögn þýskra fjöl- miðla birti Bachmann myndina löngu áður en hann varð þekktur í Þýskalandi. Sögð vera „brandari“ PEGIDA hefur haldið næstum því vikulegar mótmælagöngur í Dres- den síðustu mánuði gegn íslam og hælisleitendum. Þýski miðillinn MOPO 24 heldur því fram að Bachmann hafi síðustu ár tjáð sig um hælisleitendur á sam- félagsmiðlum og kallað þá „skepnur“ og „óþverra“. Þýska dagblaðið Bild hefur eftir talskonu hreyfingarinnar, Kathrin Oertel, að myndin hafi aðeins verið „brandari“. PEGIDA-foringi klæddi sig upp sem Adolf Hitler Rauðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · www.kaelitaekni.is Okkar þekking nýtist þér • Mylur alla ávexti, grænmeti klaka og nánast hvað sem er • Hnoðar deig • Býr til heita súpu og ís • Uppskriftarbók og DVD diskur fylgja með Lífstíðareign! Tilboðsverð kr. 105.622 Með fylgir Vitamix sleif drykkjarmál og svunta Fullt verð kr. 124.262 Meira en bara blandari! Rafrænt eftirlit - Hvað má og hvað ekki? Persónuvernd í samvinnu við Mannréttindastofnun Háskóla Íslands efnir til málþings á evrópska persónuverndardaginn, miðvikudaginn 28. janúar 2015 Dagskrá: Kl. 13:30 Rafrænt eftirlit og friðhelgi einkalífs – hvar liggja mörkin? Alma Tryggvadóttir, lögfræðingur hjá Persónuvernd Kl. 13:45 Umkvörtunarefni starfsmanna sem sæta rafrænni vöktun í störfum sínum Bryndís Guðnadóttir, sérfræðingur á kjaramálasviði VR Kl. 14:00 Rafræn vöktun með augum verslunarinnar Lárus M.K. Ólafsson, lögfræðingur hjá Samtökum verslunar og þjónustu Kl. 14:15 Nýir skilmálar Facebook - persónuverndarsjónarmið Ævar Einarsson, liðsstjóri UT-ráðgjafar hjá Deloitte Kl. 14:30 Fyrirspurnir og umræður Kl. 15:00 Kaffihlé Kl. 15:15 Myndavélaeftirlit lögreglu á almannafæri – hver er ávinningurinn með eftirlitinu og hvers má vænta í þágu almennings? Hjálmar Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn Ríkislögreglustjóra Kl. 15:30 Reynsla og framkvæmd sveitarfélags af rafrænu eftirliti Gunnar Lúðvíksson, fjármálastjóri Seltjarnarnesbæjar Kl. 15:45 „Drónar“ – tækifæri og ógnir Richard Yeo, hópstjóri fjarkönnunar hjá Veðurstofu Íslands Kl. 16:00 Fyrirspurnir og umræður Málþingið verður haldið í sal Þjóðminjasafns Íslands, Suðurgötu 41, 101 Reykjavík og er opið öllum. Fundarstjóri verður Björg Thorarensen, formaður stjórnar Persónuverndar og prófessor við Lagadeild Háskóla Íslands. MANNRÉTTINDASTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS Persónuvernd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.