Morgunblaðið - 22.01.2015, Síða 22

Morgunblaðið - 22.01.2015, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Vinnubrögðiní kringuminnleiðingu nýs kerfis og breytinga á ferða- þjónustu fyrir fatl- aða á höfuðborgar- svæðinu eru óboðleg. Í fyrra var ákveðið að leggja Ferðaþjónustu Reykja- víkur niður og bjóða verkefnið út í samvinnu við önnur sveit- arfélög á höfuðborgarsvæðinu að Kópavogi undanskildum. Breytingarnar áttu sér stað um áramót. Þá var tekið upp nýtt tölvukerfi og nýr verktaki tók við þjónustunni. Síðan hefur allt farið í handaskolum. Mistökin hafa verið af ýms- um toga. Hafi farþegi ekki mætt í fyrstu ferð dagsins hafa allar ferðir dottið niður. Þá hafa beiðnir einfaldlega verið skráðar rangt þannig að við- komandi fengu enga þjónustu. Þá mun nokkuð hafa verið um að fólksbílar hafi verið sendir til að sækja farþega í hjólastól. Kvartað er undan endalausum biðtímum og tímanum sem fari í ferðir. Í einu tilfelli tók ferð klukkustund, sem venjulega tæki þrjár mínutur að fara í bíl. Einn notandi, sem hafði not- að þjónustuna í 17 ár, skrifaði borgaryfirvöldum bréf og sagðist aldrei hafa þurft að kvarta þar til nýja tölvukerfið var tekið upp. Síðan hefði not- andinn „varla ferðast með ferðaþjónustunni síðastliðna tvo mánuði án þess að verða fyrir einhvers konar skakka- föllum“. Edda Heiðrún Backman, leikari og málari, lýsti því í samtali við Morgunblaðið hvernig dagur fór algerlega úr skorðum hjá henni vegna þess að hún þurfti tvisvar að bíða lengi eftir bíl, í annað skiptið í klukkutíma. „Ég verð ekki oft reið en ég er mjög reið eftir þennan dag. Mér féll allur ket- ill í eld, brotnaði niður og fór að gráta,“ sagði Edda Heiðrún. Ekki er nóg með að ferða- þjónustu fatlaðra hafi verið breytt, heldur var mikilvægri reynslu úr gamla kerfinu líka kastað á glæ. Öllu starfsfólki gamla þjónustuversins var sagt upp um áramót. Þrír þeirra eru öryrkjar og í hjólastól. Sagt var að ráðið yrði í full störf. Þeir hefðu ekki getað unnið fullan vinnudag vegna heilsu sinnar. Nú segir Strætó, sem ber ábyrgð á þjónustunni, að hefðu borist athugasemdir frá þeim hefði verið tekið tillit til þarfa þeirra, sem sagt var upp. Það er ekki vaninn að fólk, sem fær uppsagnarbréf, líti svo á að það sé í mikilli samningsstöðu. Svo virðist í þokkabót að ljóst hafi verið í hvað stefndi. Í Morgunblaðinu í gær er vitnað til þess að S. Björn Blöndal, formaður borgar- ráðs, hafi á fundi borgarstjórnar á þriðjudag sagt að þegar tölvukerfið nýja hafi verið prufukeyrt í nóv- ember hafi allt far- ið á versta veg og ekki gefið góð fyr- irheit. „Það er sérkapituli út af fyrir sig,“ sagði formaður borgarráðs. Þessi „sérkapituli“ hefði átt að verða til þess að menn hugs- uðu sig tvisvar um að umturna þjónustu, sem hafði gengið snurðulaust í áratugi, en því var öðru nær. Ákveðið var að vaða áfram af fullkomnu skeyt- ingarleysi um þá, sem á þjón- ustunni þurfa að halda. Á föstudag birtist í Morgun- blaðinu grein eftir Steindór Björnsson bifreiðarstjóra, sem er einn af verktökunum í nýja kerfinu og er öllum hnútum kunnugur í því gamla, undir heitinu Minningargrein um Ferðaþjónustu Reykjavíkur. Þar lýsir hann því hvernig Ferðaþjónusta Reykjavíkur varð til um áramótin 1979 og 1980 að frumkvæði Sjálfs- bjargar og Eiríks Ásgeirs- sonar, þáverandi forstjóra Strætisvagna Reykjavíkur. Hann lýsir einnig ástandinu, sem skall á með breytingunni, og segir að allir séu óánægðir, farþegar, starfsfólk stofnana og ekki síst bílstjórarnir. Hann rekur einnig hvernig hann benti á vankanta á borð við að allt of skammur tími væri fyrir verktaka til að út- vega sér bíla með öllum þeim sérútbúnaði, sem kveðið væri á um í útboðsgögnum. Hann hafi einnig sagt að ekkert vit væri í að láta nýja verktaka, með nýtt starfsfólk, byrja um áramót þegar mest er að gera. „Að byrja um mánaða- mótin júní-júlí væri miklu betra vegna þess að þá er ferðafjöldinn aðeins fjórð- ungur af því sem er í janúar,“ skrifar Steindór. „En það var ekkert hlustað á það frekar en annað sem við þessir gömlu höfðum fram að færa.“ Meirihlutinn í borginni fer fram á þolinmæði á meðan kerfið sé lagað. „Ferðaþjón- usta fyrir fatlað fólk þarf að vera í lagi,“ skrifaði Dagur B. Eggertsson í vikulegu frétta- bréfi sínu í liðinni viku. Það er auðvitað hárrétt og sýnir hversu ábyrgðarlaust það var að undirbúa ekki breyting- arnar á ferðaþjónustunni af meiri vandvirkni þannig að breytingarnar gætu átt sér stað án þess að allt færi úr skorðum. Ferðaþjónusta fatl- aðra er fyrir fólk, hún er ekki æfing á blaði. Það er mikil mildi að meirihlutinn í Reykja- vík skuli ekki reka skurðstofur. Ekki stendur steinn yfir steini í ferða- þjónustu fatlaðra og klúðrið var full- komlega fyrir- sjánlegt} Skammarlegar aðfarir S tór hluti viðskipta minna fer fram hjá vefrisanum Amazon. Að mestu leyti er um að ræða bækur, oftar en ekki á allt að því glæpsamlegum afslætti, sem svo birtast vandlega innpakkaðar í póstkassanum niðri í anddyri nokkrum dögum síðar. Í hvert skipti sem ég heimsæki þennan stafræna og ofurskilvirka neyslufrumskóg og vafra milli forvitnilegra bóka blasir alltaf tiltekin ræma við mér neðar- lega á síðunni undir yfirskriftinni „You might also like …“ Þar er að finna röð af bókum sem vefsíðan telur líklegt að höfða muni til mín og leyfir sér að benda mér á. Og yfirleitt hefur vefsíðan rétt fyrir sér. Hún velur jafnan afskaplega margvíslega og ólíka titla sem ég þekkti ekki fyrir en hef raunverulegan áhuga á að lesa þegar ég hef kynnt mér inntak þeirra stuttlega. Þessi hversdagslega birtingarmynd 21. aldar er alveg hreint botnlaust heillandi – hún er næstum því ægifögur: Tölva veit á hverju ég hef áhuga áður en ég veit það sjálfur. Auðvitað er það deilumál hvort hægt er að nota sögnina að vita í þessu samhengi, enda er kannski réttara að segja að tölvan sé fær um að reikna út á hverju ég hef áhuga áð- ur en ég verð meðvitaður um það sjálfur. Ég læt heim- spekinga og tölvufræðinga svo um að svara því hvenær gervigreind og algóritmar hafa þróast nægilega til þess að réttlætanlegt sé að segja að þeir viti eitt eða annað. Frá örófi alda hafa menn þurft að treysta á ímyndunarafl sitt þegar kemur að því að segja fyrir um hvað er á seyði inni í höfði ann- ars fólks. Ein af grundvallarstaðreyndum mannlegrar tilveru er að við erum föst inni í okkur sjálfum – að lokum verður auðvitað hver maður að sjálfum sér, ekki einhverjum öðrum – og flest verjum við bróðurparti okk- ar jarðneska tíma í misskynsamlegar getgát- ur um leyndardóma hugsana annarra. Í gegn- um skáldskap öðlumst við innsýn í hugarheim annarra og dýpkum þannig skynjun okkar á eigin tilveru. Algóritminn sem stjórnar því hvað vefsíða Amazon telur heppilegast að sýna mér hverju sinni veit kannski ekki hvað er á seyði í höfði mínu. En markaðsöflin honum að baki þurfa líka ekki lengur að láta sig dreyma um að komast einhvern veginn inn í höfuð mitt til að sjá á hverju ég hef og hef ekki áhuga vegna þess að geta for- ritsins til að reikna það út að utanverðu verður öflugri og nákvæmari með hverjum einasta degi. Um leið verða mörkin milli líkama míns og andlegs lífs annars vegar og þess sem fram kemur á skjám ofurgreindra tölva sífellt óskýrari. Nýjum tímum fylgja ótal nýjar spurningar, en líka ný- ir fletir á gömlum álitamálum. Hvaða áhrif hefur sú stað- reynd að venjuleg vefsíða á í dag mjög auðvelt með að kortleggja áhugasvið fólks á hugmyndir okkar um frjáls- an vilja? haa@mbl.is Halldór Armand Pistill „You might also like …“ STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ærin vinna bíður núverkefnisstjórnar umþriðja áfangarammaáætlunar og faghópa hennar. Meta þarf alla þá virkjanakosti sem orkufyrirtækin og Orkustofnun leggja fram, og flokka. Aðeins gefst rúmt ár til þessarar vinnu. Vinna við rammaáætlun miðar að því að flokka virkjanakosti í orkunýtingar-, bið- eða vernd- arflokka. Sú verkefnisstjórn sem stýrir vinnu við 3. áfanga ramma- áætlunar var skipuð í mars 2013. Hún hefur ekki fyrr en nú haft upp- lýsingar til að vinna í. Tíminn hefur þó verið notaður til undirbúnings. Orkustofnun bætir við Það er hlutverk Orkustofnunar að leggja kostina fyrir verkefna- stjórnina. Hún gerir það á grund- velli reglna sem ekki lágu fyrir fyrr en um mitt síðasta ár. Í gær skilaði stofnunin upplýsingum um hluta kostanna í formi skýrsludraga. Það var gert á grundvelli upplýsinga frá orkufyrirtækjunum ásamt viðbót frá stofnuninni sjálfri. Verið er að vinna með lista með 88 tillögum. Þar af eru 53 í vatnsafli og 35 í jarðvarma. Upplýsingum um 50 þeirra var skilað í skýrslunni til verkefnisstjórnar nú. Þó var tekið fram að upplýsingar um kostn- aðarflokkun þeirra ýmist vantaði eða hefðu ekki verið rýndar. Þá standa út af 38 kostir sem ekki hefur verið skilað til verk- efnastjórnar með nauðsynlegum upplýsingum. Það er ýmist vegna þess að Orkustofnun hefur gert at- hugasemdir við upplýsingar frá orkufyrirtækjunum eða stofnunin hefur ekki lokið vinnu við að setja saman upplýsingar um kosti sem hún sjálf telur nauðsynlegt að hafa með í rammaáætlun. Í skilabréfinu kemur fram að vonast er til að megnið af skilgreiningum á tilhögun virkjanakosta verði tilbúið fyrir lok febrúar en skýrslan í heild liggi þó ekki fyrir fyrr en í sumar. Í tillögum Orkustofnunar er fjöldi kosta sem orkufyrirtækin hafa ekki tekið upp og jafnvel fallið frá. Guðni A. Jóhannesson orkumála- stjóri segir að ýmis sjónarmið séu þar að baki. Nefnir hann að hallað hafi á vatnsaflið í síðustu ramma- áætlun og talið mikilvægt að bæta við kostum á því sviði. Þá sé mikil- vægt að finna virkjanakosti utan gosbeltisins til að auka raforku- öryggið og virkjanir af ýmsum stærðum í mismunandi héruðum til að hægt sé að virkja til marg- víslegra þarfa. Verkefnisstjórnin sem nú starfi eftir nýjum lögum taki síðan allt mengið og endurraði því. Þrefalt samráð Skipaðir hafa verið tveir af þremur faghópum sem vinna munu að mati á virkjanakostunum á veg- um verkefnisstjórnar um ramma- áætlun. Verkefnisstjórnin og fag- hóparnir þurfa sinn tíma til að vinna og auk þess er í lögunum gert ráð fyrir tvöföldu samráði við almenn- ing. Verkefnisstjórnin á að skila til- lögum það tímanlega að umhverfis- ráðherra geti lagt fram tillögu um röðun kosta og fengið afgreidda á Alþingi vorið 2017. Áður en ráð- herra gengur frá þingsályktunar- tillögu sinni um verndar- og orku- nýtingaráætlun þarf þriðja samráðsferlið að fara fram. Stefán Gíslason, formaður verkefnisstjórnarinnar, hef- ur sagt að til þess að það sé unnt þurfi hún að vera tilbú- in með endanlegar tillögur ekki seinna en í mars 2016. Verkefnisstjórn vinn- ur nú í 50 orkukostum Morgunblaðið/RAX Þjórsá Áfram verður fjallað um virkjanakosti í Neðri-Þjórsá. Hvamms- virkjun er enn undir þar sem Alþingi hefur enn ekki sett hana í nýtingu. „Þetta er mjög stór pakki sem þarf að klára á einu ári,“ segir Stefán Gíslason, formaður verk- efnastjórnar 3. áfanga ramma- áætlunar. Verkefnisstjórnin var á fundi í Orkustofnun í gær til að fara yfir málið. Stefán tekur fram að farið verði sérstaklega yfir þá virkj- anakosti sem flokkaðir voru í nýtingar- og verndarflokka í 2. áfanga rammaáætlunar. Ekki verði farið í endurmat á þeim nema forsendur hafi breyst það mikið að ástæða sé talin til breytinga. Listinn muni því styttast eitthvað og meiri tími gefast til að meta nýja kosti og þá sem voru í biðflokki. Síð- an verði tíminn að leiða í ljós hvort tími gefist til að meta alla kostina eða hvort nauðsyn- legt verði að forgangsraða. Stíf vinna framundan 3. ÁFANGI RAMMANS Stefán Gíslason

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.