Morgunblaðið - 22.01.2015, Page 24
24 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2015
Ég bý í Vesturbænum og á oft leið út á Granda eða um Geirsgötuna. Þar er
mikið líf og fjör og fjölgar veitingastöðum þar jafnt og þétt, þetta er orðið eitt
skemmtilegasta svæði borgarinnar.
Vesturbæingur.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is
Líf við höfnina
Slippurinn Mikið líf er gjarnan á hafnarsvæðinu í Reykjavík nú orðið.
Morgunblaðið/Golli
- með morgunkaffinu
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein-
ar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota
innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam-
skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir
ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla.
Að senda grein
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu
mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn
grein“ er valinn.
Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn
í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að
viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu
notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar-
hringinn.
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma
569-1100 frá kl. 8-18.
Faxafeni 14 | 108 Reykjavík | Sími 551 6646
Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl. 11-15
ÚTSALA
20-70% afsláttur
SÉRBLAÐ
Meðal efnis í blaðinu
verður leikföng og
afmælisgjafir, kökur,
skreytingar, þemu,
skemmtikraftar,
spariföt og margt
fleira.
–– Meira fyrir lesendur
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Anna María Benediktsdóttir
Sími: 569 1309
maja@mbl.is
Morgunblaðið
gefur út
sérblað um
barnaafmæli
föstudaginn
30. janúar
BARNAAFMÆLI
Áramótabrennan
logaði glatt í blíðviðr-
inu á milli Bjólfs og
Strandatinds. Hún
lýsti vel upp fjalla-
hringinn þegar gefið
var á bálið. Skoteldar
og blys flóðlýstu him-
ininn þegar nýtt ár
gekk í garð og berg-
mál fjallanna kallaðist
á við upplýstan himin.
Mögnuð sjón og upp-
haf á nýju ári. Ljósaskiltið í rótum
Bjólfs sem lýsir allt árið breyttist
kl. 12. í „Seyðisfjörður 120 ára“.
Minnir okkur á að 120 ár eru liðin
frá því að Seyðisfjörður fékk kaup-
staðarréttindi árið 1885. Þá einn
fjögurra kaupstaða á Íslandi.
Afmælishátíð verður haldin dag-
ana 26.-28. júní. Til þess kjörin af-
mælisnefnd hefur boðið til fagnaðar
síðustu helgi júnímánaðar til að
minnast afmælisins. Þegar kaup-
staðurinn varð 100 ára 1995 var
haldin vegleg afmælishátíð þessa
sömu helgi. Hún stóð í fjóra daga.
Nú er blásið til veislu á ný þar sem
bæjarbúar, brottfluttir og gestir
koma saman og minnast tímamót-
anna og skemmta sér saman í firð-
inum fagra. Búist er við fjölmenni
til að fagna með afmælisbarninu.
Seyðfirðingar blóta þorra laug-
ardaginn 24. janúar. Það er alltaf
vel sótt og fjöldi brottfluttra mætir
á blótið, étur vel og skemmtir sér
með heimamönnum. Stórsöngvarinn
Matti Matt og Rokkabíllibandið
mæta á svæðið. Þorrablótsnefndin
undir styrkri stjórn
Sigrúnar Ólafs blóts-
stjóra dregur fram í
lifandi dagskrá það
helsta sem minnisstætt
er frá liðnu ári. Kennir
þar margra grasa sem
hreyfir vel við við-
stöddum.
Norræna siglir sem
aldrei fyrr
Hún kom sína fyrstu
ferð á nýju ári 6. jan-
úar sl. Flutningur sjáv-
arafurða með ferjunni
er stöðugt að aukast og síðasta ferð
var metferð. Fátt er um farþega á
þessum árstíma. Á nýliðnu ári
mætti hún vikulega til hafnar allt
árið án þess að niður félli ferð. Bók-
anir fyrir sumarið lofa góðu.
Skömmu fyrir áramót keypti Síld-
arvinnslan útgerðarfyrirtækið Gull-
berg ehf. og Fiskvinnsluhús Brim-
bergs ehf. Gullberg, sem er rótgróið
fjölskyldufyrirtæki, hefur í 55 ár
verið ein helsta kjölfestan hér í at-
vinnulífinu. „Fjársjóður fyrirtæk-
isins er starfsfólkið okkar,“ sagði
eigandinn. Öllum gylliboðum var
hafnað. Tryggð fyrri eigenda við
staðinn og fólkið sem hér býr, þ.e.
athafnamannsins Ólafs M. Ólafs-
sonar og Jóns Pálssonar við stýrið
ásamt framkvæmdastjóra, Adolfs
Guðmundssonar, ber sérstaklega að
þakka um leið og nýir eigendur eru
boðnir velkomnir til samstarfs.
Til að undirstrika vilja forveranna
reka nýir eigendur fyrirtækið áfram
í nafni Gullbergs og styrkja und-
irstöðuna með fiskvinnslu í eigin
húsnæði. Fyrir eiga þeir fullkomna
fiskimjölsverksmiðju á Seyðisfirði
og þekkja því vel allar aðstæður á
staðnum. Fyrstu skrefin lofa góðu
þar sem togarinn Gullberg fær
auknar heimildir til veiða, vinnsla í
frystihúsinu er aukin og meiri út-
flutningur með Norrænu sem gefur
ný tækifæri. Heyrst hefur að hugað
verði fljótlega að endurbótum á hús-
næði vinnslunnar sem komið er til
ára sinna.
Listalýðháskóli, sá fyrsti á Ís-
landi, starfaði sína fyrstu önn í
haust með 12 nemendum. Sjálfstæð
menntastofnun, athygliverð viðbót
við núverandi staðlað skólakerfi.
Nemendur koma víða að úr heim-
inum og setja þeir skemmtilegan
svip á samfélagið okkar hér meðan
á dvöl þeirra stendur. Skólinn legg-
ur áherslu á sjálfsskoðun í gegnum
listir og skapandi vinnu. Nú er vor-
önn nýhafin með svipuðum fjölda
nemenda. Mikil eftirvænting er hjá
þeim að takast á við veturinn og
verkefnin í nýju spennandi um-
hverfi.
Ársþing Lionsklúbba verður
haldið hér helgina 15.-17. maí. Lkl
Seyðisfjarðar og Múli Lkl Egils-
stöðum sjá um undirbúning og
framkvæmd. Gunnar Sverrisson
Lkl Sf. hefur borið þungann og hit-
ann af öllu skipulagi og kallar nú til
liðs við sig vaska sveit félaga sem
vinna nú hörðum höndum að því að
hafa allt klárt á réttum tíma. Búist
er við miklum fjölda félaga og gesta
í bæinn og allt gistirými löngu upp
pantað.
Síðastliðið sumar komu aðeins 10
skemmtiferðaskip til Seyðisfjarðar-
hafnar. Nú bregður hins vegar svo
við að bókaðar hafa verið komur 27
skipa á komandi sumri og níu hafa
þegar bókað komu sína sumarið
2016. Seyðfirðingar fagna aukinni
umferð ferðafólks og vöruflutninga
um höfnina á nýju ári.
Skíðasvæðið í Stafdal var opnað
milli jóla og nýárs. Snjó hefur vant-
að en reynt er að hafa barnalyftu og
neðri lyftu opna þegar gefur.
Kennsla er í fjallinu og „krílaskól-
inn“ tekinn til starfa. Allir eru vel-
komnir í Stafdalinn. Sjáumst í fjall-
inu.
Skaftfell – menningarmiðstöð
myndlistar á Austurlandi
Fjöldi innlendra og erlendra lista-
manna dvelur um lengri eða
skemmri tíma á Seyðisfirði m.a. í
tengslum við miðstöðina. Sýningar
þeirra margra eru fjölbreyttar og
spanna litrófið allt í lifandi túlkun
og framsetningu. Sjón er sögu rík-
ari.
Í fjárlögum ríkisins í ár er fjár-
magn til að klára rannsóknir á
Seyðisfjarðargöngum undir Fjarð-
arheiði. Þá verða munnastæðin end-
anlega valin báðum megin heiðar-
innar. Næsta skref verður að hanna
göngin og gera klár í útboð. Stefnan
verður sett á að framkvæmdir við
göngin hefjist strax að loknum
Norðfjarðargöngum.
Seyðfirðingar
bjartsýnir á nýju ári
Eftir Þorvald
Jóhannsson »Nú er blásið til veislu
á ný þar sem bæjar-
búar, brottfluttir og
gestir koma saman og
minnast tímamótanna
og skemmta sér saman í
firðinum fagra.
Þorvaldur
Jóhannsson
Höfundur er fyrrv. bæjarstjóri, nú
eldri borgari á Seyðisfirði.