Morgunblaðið - 22.01.2015, Side 25

Morgunblaðið - 22.01.2015, Side 25
UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2015 Isavia er í 100% eigu íslenska ríkisins. Al- þingi kýs stjórn þess. Kjararáð ákvarðar laun forstjórans. Eng- in innkaup nema í gegnum Ríkiskaup og fyrirtækið er þess heiðurs aðnjótandi að færa eiganda sínum 700 milljóna króna arð á þessu ári af hagnaði sínum árið 2014. Isavia er skilgreint sem opinbert hlutafélag, ohf. Það var snilldarráð einhvers lögfræðings í þjónustu rík- isins á ofanverðri síðustu öld að koma ríkisfyrirtækjum fram hjá starfsmannalögum ríkisins með því að skeyta þessu o-i fyrir framan hf- ið. Þar með gátu þessi ríkisfyrirtæki eins og Rarik, Matís og Isavia nefni- lega skilgreint sig sem fyrirtæki á almennum markaði og komist fram hjá því að uppfylla skyldur sínar gagnvart starfsmönnum, sem þó, svona rétt á meðan að þessi umskipti áttu sér stað, var lofað öllu fögru hvað varðar gömlu réttindin. En það er önnur saga. Isavia er stórfyrirtæki á íslenskan mælikvarða, með yfir 800 starfs- menn sem ýmist starfa hjá móð- urfyrirtækinu eða dótturfélögum þess. Langstærsti hluti starfsem- innar fer fram á Keflavíkurflugvelli. Um 320 starfsmenn Isavia eru fé- lagsmenn í Félagi flugmálastarfs- manna ríkisins. FFR, sem er nærri 70 ára gamalt stéttarfélag og hefur enn ekki talið þörf á að uppfæra heiti sitt. Kennir sig enn við rík- ið. Félagið var stofnað í tengslum við flugvall- arstarfsemi ríkisins á sínum tíma og enn rek- ur ríkið flugvelli lands- ins þrátt fyrir nafna- breytingar og kennitöluflakk síðustu áratuga. FFR ásamt SFR - Stéttarfélagi í al- mannaþjónustu og Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutninga- manna stóð í hörðum deilum um kaup og kjör félagsmanna sinna, sem starfa hjá Isavia, fyrri hluta árs 2014. Samningar tókust eftir þrjár verkfallslotur í apríl sl. Skrifað var undir kjarasamning 29. apríl 2014 til þriggja ára. Sá kjarasamningur tekur til allra almennra starfa á flugvöllum lands- ins, s.s. viðbragðs- og slökkviþjón- ustu, öryggisgæslu, starfa í flug- stjórnarmiðstöðinni, viðhalds húsnæðis og flugbrauta, almennra skrifstofustarfa o.fl. Frá upphafi þess að farið var að aka með flug- farþega í rútum frá flugstöð að flug- vélum hafa félagsmenn ofan- greindra stéttarfélaga starfað við það samhliða öðrum störfum á flug- vellinum. Hafa félögin og Isavia ohf. samið sérstaklega um laun fyrir þessa starfsemi. Nú bregður svo við að ríkisfyrir- tækið Isavia hyggur á breytingar á rútuakstri á Keflavíkurflugvelli og nú á að stofna sérstaka deild utan um þann rekstur. Ráða á sérstaka starfsmenn í rútubíladeildina en samhliða akstri rútubíla eiga starfs- menn að sinna garðslætti og al- mennum þrifum kringum Flugstöð- ina. Fjölgun starfa á Suðurnesjum er ætíð gleðiefni, sérstaklega fjölgun starfa á meðal þeirra sem best eru launuð á flugvellinum. Er sú launa- hækkun ávöxtur elju starfsmanna og stéttarfélaga þeirra við að gæta hagsmuna sinna félagsmanna. Mér þætti ótrúlegt ef einhver nú- verandi starfsmanna Isavia eða fé- lagsmaður í áðurnefndum stétt- arfélögum sækti um í þessari nýju deild eftir að ríkishlutafélagið hefur ákveðið að lækka laun fyrir þau störf frá því sem nú er. Til að komast hjá því að greiða væntanlegum starfsmönnum eftir nýgerðum kjarasamningi FFR/SFR og LSS við Samtök atvinnulífsins grefur Isavia ofan í glatkistur gam- alla kjarasamninga og finnur samn- ing sem einhvern tíma var gerður á milli SA og ASÍ og tekur til rútu- aksturs einhvers staðar og gefur rík- isfyrirtækinu færi á að greiða um- talsvert lægri laun fyrir sömu vinnu og unnin hefur verið um árabil. Undraorðið er að stofna nýja deild um rútuakstur, ráða nýtt fólk inn á nýjum samningi. Tilgangurinn: Að græða nokkrar krónur. Skítt með starfsmannaveltuna! Manni koma í hug ljóðlínur Hannesar Hafsteins í þessu samhengi: „Alltaf má fá annað skip og annað föruneyti.“ Vafalaust löglegt en í hæsta máta siðlaust, svo ekki sé meira sagt, smekklaust af ríkinu að fara fram með þessum hætti við að efla atvinnustarfsemi á landsvæði sem þola hefur mátt sam- drátt í atvinnu í áraraðir. Það að ganga fram hjá starfs- mönnum og stéttarfélögum þeirra í von um sparnað upp á nokkrar krón- ur, er ekki nokkru fyrirtæki sæm- andi. Ég geri þá kröfu til alþingis- manna, sem kjósa þessu ríkisfyrir- tæki stjórn, svo ekki sé talað um handhafa eina hluthafabréfsins, fjár- málaráðherra, að krefjast þess af stjórn Isavia ohf. að láta af slíkum græðgishugsjónum sem bitna ein- ungis á starfsmönnum og afkomu þeirra. Hér mætti rifja upp ummæli fyrr- verandi forsætisráðherra og for- manns Sjálfstæðisflokksins, sem sagði við annað tækifæri „Svona gera menn ekki!“ Reyndar er full ástæða fyrir al- þingismenn að endurskoða laga- klausu um opinber hlutafélög og spyrja: Er einhver almennilegur til- gangur með ohf. annar en að geta farið sínu fram gagnvart starfs- mönnum? Isavia býr til ný láglauna- störf á Suðurnesjum Eftir Kristján Jóhannsson »Undraorðið er að stofna nýja deild um rútuakstur, ráða nýtt fólk inn á nýjum samn- ingi. Tilgangurinn: Að græða nokkrar krónur. Kristján Jóhannsson Höfundur er formaður Félags flugmálastarfsmanna ríkisins. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| brids@mbl.is Bridsdeild Breiðfirðinga Það var spilað á 10 borðum 18. jan. síðastliðinn. Úrslit í N/S: Sigurjóna Björgvinsd – Gunnar Guðmss. 246 Þorl. Þórarinss. – Haraldur Sverriss. 244 Birna Lárusd. – Sturlaugur Eyjólfsson 244 Úrslit A/V: Árni Guðbjss. – Hafliði Baldursson 256 Magnús Sverriss. - Halldór Þorvaldsson 248 Jón V. Jónmundss. - Friðrik Jónsson 228 Næsta sunnudag kl. 19 byrjar 4 daga keppni þar sem 3 bestu gilda Gunnlaugur Karlsson og Kjartan Ingvarsson unnu Cavendish BR Cavendish tvímenning Brids- félags Reykjavíkur lauk með örugg- um sigri Gunnlaugs og Kjartans en lokastaðan varð þessi: Gunnlaugur - Kjartan 1935 Jón Baldursson - Sigurbjörn Haraldss. 1570 Sævar Þorbjss. - Karl Sigurhjartars. 1509 Naumur sigur Kópavogsbúa Mánudaginn 19. janúar komu Hafnfirðingar í heimsókn í Kópavog- inn. Spilað var á 20 borðum (10 frá hvorum aðila). Kópavogur sigraði með 150 stigum gegn 145 stigum Hafnfirðinga.Kópavogur sigraði á 5 borðum, jafnt var á einu og gestirnir sigruðu á 4 borðum. Nú tekur við tvímenningur í Kópavoginum, alla mánudaga og fimmtudaga. Allt spilaáhugafólk vel- komið. mbl.is alltaf - allstaðar Laugavegi 34, 101 Reykjavík | Sími: 551 4301 | gudsteinn.is Tilboðsdagar Rauð Hajo peysuskyrta 5.900 Kaðlapeysa 6.900 Tíglapeysa 4.900 Jakkaföt frá 14.900 Jupiter úlpur frá 9.900 Guðsteins Eyjólfssonar sf V E R S L U N

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.