Morgunblaðið - 22.01.2015, Qupperneq 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2015
✝ Sigríður Þórð-ardóttir fædd-
ist 13. nóvember
1918 á Norðfirði.
Hún lést 3. janúar
2015.
Sigríður var af
Dagsbrúnarætt og
foreldrar hennar
voru þau Þórður
Björnsson skipstjóri
og Stefanía Hall-
dóra Ármanns-
dóttir. Bræður Sigríðar voru Ei-
ríkur og Herbert. Hálfsystir
Sigríðar, dóttir Þórðar Björns-
sonar, var Svava Þórðardóttir.
Sigríður flutti frá Austfjörðum
heimili að Miðtúni 24 í Reykjavík,
en þar bjuggu þau í nærri 40 ár.
Þau áttu þrjú börn saman, þau
Kolbrúnu, Auði Stefaníu og Sig-
urð Rúnar. Áður átti Sæmundur
Ingu Rúnu en hún flutti ung á
heimilið og var ætíð eitt af börn-
um Sigríðar og Sæmundar. Inga
Rúna á þrjá syni með Helga
Hrafni Helgasyni, Kolbrún er
gift Birni Árdal og eiga þau þrjár
dætur, Auður Stefanía á dóttur
með Hermanni Sveinbjörnssyni
og Sigurður Rúnar er í sambúð
með Nönnu Hákonardóttur og á
son og dóttur af fyrra hjónabandi
með Önnu Maríu Steindórs-
dóttur. Barnabörn þeirra eru níu
og barnabarnabörnin 15. Alls eru
afkomendur Sigríðar og Sæ-
mundar því 28.
Útför Sigríðar fer fram frá
Langholtskirkju í dag, 22. janúar
2015, kl. 13.
til Reykjavíkur níu
ára gömul. Hún tók
Verzlunarskólapróf
og vann í Laugaveg-
sapóteki, á Fræðslu-
skrifstofu Reykja-
víkur og í mennta-
málaráðuneytinu.
Hún var ætíð mikið
náttúrubarn og
unnandi handverks
og lista. Sem ung
stúlka iðkaði hún
íþróttir og ferðalög um náttúru
Íslands.
Sumarið 1941 giftist Sigríður,
Sæmundi Sigurðssyni málara-
meistara og bjuggu þau sér
Hún mamma var smávaxin
og fíngerð, en samt einhvern
veginn svo stór. Börn hændust
að henni og hlýjunni sem hún
bjó yfir, enda var hún uppfinn-
ingasöm og skemmtileg. Hún
bar virðingu fyrir stórum sem
smáum, naut þess að gefa smá-
fuglunum að borða og fylgdist
með þeim út um gluggann með
bros á vör. Mamma var heil-
steypt kona og einstök mann-
eskja.
Mamma hafði unun af öllu
handverki og þá skipti ekki máli
hvort um var að ræða sauma-
skap, prjóna, útsaum eða postu-
línsmálun. Allt bókstaflega lék í
höndunum á henni og víða
liggja gullfalleg verk eftir hana.
Þau pabbi nutu þess að mála
saman á postulín og þau kenndu
áhugasömum nemendum í mörg
ár. Virðing, natni og hlýja var í
hávegum höfð. Kaffisopa og
kræsingar bar mamma svo fram
þegar nemendurnir góðu þurftu
að teygja úr sér.
Hún var dugleg að skrásetja
minningar sem við börnin áttum
með henni og pabba, bæði í orð-
um og myndum. Vinum okkar
systkinanna þótti afar eftir-
sóknarvert að koma í Miðtúnið
og taka þátt í þeim ævintýrum
sem þau sköpuðu fyrir okkur
systkinin. Yndislegt dæmi um
það er þegar í afmæli Kollu
systur var haldin skírnarathöfn,
en þá var lítill og sætur kett-
lingur skírður og auðvitað var
hann í skírnarkjól sem mamma
hafði saumað. Afmælisgestur
brá sér í hlutverk prests í
hempu, undirleikari fullkomnaði
athöfnina og gestir sungu sálm.
Svona voru mamma og pabbi,
þvílík gæfa að hafa átt þau sem
foreldra.
Ég var hamingjusamt barn
sem bjó við ást og öryggi. Ég
naut þess að mamma var
heimavinnandi og var alltaf til
staðar. Ég fékk ómældan tíma,
athygli og umhyggju, og þegar
vinkonur voru í heimsókn komu
þau óumbeðin með bakka með
kræsingum. Fyrir eitt afmælið
mitt saumaði mamma indíána-
tjald sem pabbi skreytti og allir
afmælisgestir fengu indíána-
band um ennið, búið til af þeim.
Piparkökuhús voru ekki aðeins
um jól, heldur líka á afmælum
og þá bættust við hestakerrur
og furðuverur, allt fagurskreytt.
Það var mömmu þungbært að
flytja úr fallegu litlu íbúðinni
sinni í Brekkubænum sem hún
hafði búið í sem ekkja í 14 ár.
Hún var hamingjusöm þar í ná-
býli við Sigurð Rúnar son sinn,
Önnu Maríu og þeirra fjöl-
skyldu. Hún hafði stóran pall
sem hún nýtti til fullnustu, enda
mikill sóldýrkandi. Hún fór í
langar göngur um Elliðaárdal-
inn og stutt var í sund. Mamma
þáði sjaldan hjálp frá nokkrum,
hún var allt of sjálfstæð og stór-
brotin kona til að gera slíkt.
Hún fór ein út í stórhríð og
endaði svo jafnvel haldandi
dauðahaldi í ljósastaur svo þessi
litla og létta kona fyki ekki út í
buskann.
Minningarnar streyma fram,
nú þegar mamma hefur fengið
hvíldina sem hún hafði svo lengi
þráð. Það er erfitt að horfa á
eftir henni en á margan hátt
ljúfsárt og hughreystandi þegar
löngu og gjöfulu lífshlaupi er
lokið, hvíldin ljúf að loknu góðu
dagsverki. Víst er að mamma
skilur eftir sig spor í hjarta
mínu svo ég verð aldrei söm og
áður.
Við áttum hér saman svo indæla
stund
sem aldrei mér hverfur úr minni.
Og nú ertu genginn á guðanna
fund
það geislar af minningu þinni.
(Friðrik Steingrímsson.)
Þín dóttir,
Auður Stefanía.
Það er komið að kveðjustund.
Minningar um einstaka konu
líða um hugann. Smávaxna, fal-
lega, fluggreinda konu, sem var
mér kær vinkona í yfir 30 ár.
Fagurkera og náttúruunnanda
sem alltaf tókst að gera um-
hverfi sitt ævintýralegt og hlý-
legt.
Eiginlega var hún Sigríður
mín fjöllistakona. Mér fannst
hún geta allt. Hún var sem að-
alpersónan í ævintýri sem hún
skapaði fjölskyldu sinni og sam-
ferðafólki. Hún málaði postulín
með blómum og jólasveinum af
mikilli snilld, saumaði út, prjón-
aði, heklaði, batt inn bækur, bjó
til myndabækur fyrir börnin
mín, þurrkaði blóm sem hún
skreytti kort með og svo margt
fleira. Það sem hún tók sér fyr-
ir hendur var unnið af natni, al-
úð og kærleika. Aldrei var valin
einfaldasta og fljótlegasta leið-
in, heldur frekar sú sem gæfi
bestu og vönduðustu útkomuna.
Minningar um Miðtúnið nota-
lega hjá Sigríði og Sæmundi,
Ferjuvoginn fína og síðan kjall-
arann hennar hjá okkur í
Brekkubænum. Ævintýraheimar
með postulínsherbergi sem ang-
aði af olíumálningu og sköpunar-
gleði, fallegum málverkum og
listaverkum út um allt, spiladós-
um í tugatali og dúkkum af öll-
um stærðum og gerðum. Enda-
laus hlýja.
Minningar um konu sem var
snillingur í að hrósa fólki og
laða fram það besta í því með
hlýju sinni og skarpskyggni.
Minningar um rólega og ljúfa
konu sem samt var ákveðin og
kröfuhörð.
Minningar um mikinn húm-
orista sem gaman var að hlæja
með en líka konu sem hafði svo
góða nærveru að maður gat átt
með henni notalegar stundir
þar sem báðum leið vel í þögn-
inni.
Minningar um náttúrubarnið
Sigríði sem laðaði að sér smá-
fugla í hópum hvar sem hún
bjó. Sigríði sem ræktaði rósir,
gulrætur og jarðaber. Náttúru-
barnið sem gat gleymt sér í
berjamó lengur en nokkur ann-
ar, runnið saman við berjalyng-
ið ein með mjólkurbrúsann sinn.
Ég held að hún hafi í rauninni
verið lífrænt ræktuð stelpa frá
Austfjörðum. Það er auðvelt að
sjá hana fyrir sér á unga aldri
trítlandi um í berjamó um aust-
firskar heiðarnar sínar.
Minningar um ævintýralega
ömmu sem skapaði einstakan
ævintýraheim fyrir börnin mín.
Varðeldur með Sæma afa niðri í
fjöru, mála saman á postulín,
jólasveinar, álfar og huldufólk.
Minningar um bóngóða konu
sem alltaf var til taks til að
spjalla eða aðstoða.
Takk fyrir samveruna, kæra
vinkona, ég er rík að hafa átt
þig að. Ég veit að þú varst
tilbúin að yfirgefa þessa jarð-
vist og það er gott að þú hefur
öðlast hvíld.
Þín
Anna María.
Amma mín. Ég á svo margar
fallegar minningar um Sigríði
ömmu mína sem var mér svo of-
boðslega kær. Minningar um
ömmu sem hlýjaði mér á hönd-
unum í hvert einasta sinn sem
við hittumst, ömmu sem bakaði
karamellukökur, ömmu sem
borðaði súrt hlaup og gretti sig,
ömmu sem leysti krossgátur,
ömmu sem naut náttúrunnar
jafn vel og lítill skógarþröstur,
ömmu sem sendi tyggjó-
fingurkoss, ömmu sem var ynd-
isleg.
Ég heyri hláturinn hennar
ömmu. Mig langar að vera 12
ára, fara niður til ömmu minn-
ar, spila við hana rommý og
borða með henni hnetutopp, það
væri toppkvöld. Ég geri það í
huganum. Þessar venjulegu
stundir með ömmu minni eru
mér svo dýrmætar. Það er ynd-
islegt og einstakt að hafa getað,
í tæp 15 ár, skotist niður til
ömmu og átt stutta eða langa
stund saman, talandi eða þegj-
andi, borðandi eða fastandi,
horfandi eða dottandi. Mér þyk-
ir svo vænt um ömmu mína sem
er farin úr litla líkamanum sín-
um. Hún er ekki farin frá mér.
Amma verður alltaf hjá mér og
ég sé til þess að fleiri litlir af-
komendur hennar fái að heyra
um hana í framtíðinni.
Í Skorradalnum er brekka
sem heitir í okkar huga Ömmu-
brekka. Þar tíndum við saman
bláber en enginn hafði eins
mikla þolinmæði fyrir og nautn
af tínslunni og Sigríður amma.
Hún tíndi bláber heilu dagana í
hvaða veðri sem er, marga lítra
af berjum í hverri ferð. Svo var
hlegið þegar við fundum ömmu,
mörgum klukkustundum eftir
að við gáfumst upp á tínslunni,
með hendurnar undir girðingu
að tína ber af næstu lóð, því að
sjálfsögðu er grasið alltaf
grænna hinumegin við girð-
inguna.
Einhvern veginn finnst mér
svo skrítið að vera að skrifa
minningarorð um Sigríði ömmu
sem hélt sjálf að hún væri
ódauðleg. Ég hélt hún yrði elsta
kona í heimi. Það var sama hvað
kom fyrir og hvað hún gekk í
gegnum, hvort hún væri níræð
og lærbrotin eða með gat á
hausnum, alltaf reis hún upp af
krafti. Hún sagðist sjálf ekki
skilja hvernig maður færi nú að
því að drepast, hún væri nú bú-
in að lenda í ýmsu og ekkert
virkaði.
Morguninn sem amma mín
skildi við litla líkamann sinn var
himinninn svo fallegur. Það var
heiðskírt og bjart, himinninn
var alveg blár, ljósblár. Ég er
viss um að afi hafi verið að und-
irbúa komu hennar, þess vegna
var himinninn bara blár, hann
hafði ekki tíma til að mála.
Amma var alveg tilbúin í
ferðalagið til afa, hún var búin
að pakka í blómatöskuna sína,
fara í ljósbláu úlpuna sína og
setja á sig flíshattinn. Það er ég
viss um. Hún var tilbúin að falla
saman við náttúruna, verða sjálf
að náttúrunni.
Sigríður amma kvaddi mig
með orðunum „það er enginn
skemmtilegri en við“. Það eru,
held ég, bestu orð sem hægt er
að kveðja með, enda orð að
sönnu, það er enginn skemmti-
legri en við.
Elsku amma mín, ég hlakka
til að hitta þig aftur. Þín
Tinna.
„Hún amma þín er svo ynd-
islega mikið krútt,“ fékk ég oft
að heyra, eftir að fólk mér tengt
hafði hitt hana. Já, hún var lítil,
pen, sæt og ofurljúf, en það var
bara brot af því sem amma var.
Hún var hlý, með mýkstu hend-
ur sem ég hef fengið að strjúka
og eins nett og hún var, þá
hafði hún að geyma stóra per-
sónu og mikla manngæsku sem
hún sparaði hvergi. Hún hafði
húmor fyrir lífinu og undanfarið
hef ég staðið sjálfa mig að því
að hlæja með sjálfri mér að
gráglettnum athugasemdum
hennar og dillandi hlátrinum
sem ég heyri núna svo ótrúlega
vel.
Sem barn var ég svo lánsöm
að búa nálægt ömmu og afa í
Miðtúni og þar lifa ótal minn-
ingar sem yndislegt er að ylja
sér við. Amma og afi voru natin
og einstaklega uppfinningasöm
og í Miðtúninu var bæði
skemmtilegt og gott að vera.
Leikir og gleði og lífið löguðu
þau að ungviðinu svo okkur leið
eins og við værum mikilvæg-
ustu manneskjur í heimi.
Ilmur af ristuðu brauði með
„riffluðum osti“ minnir mig allt-
af á ykkur og sömuleiðis ynd-
islega lyktin af olíunni sem við
hrærðum og blönduðum postu-
línslitina með. Heimabökuð
pitsa með indíánablóði á föstu-
dagskvöldum og Prúðuleikar-
arnir. Þið voruð dásamlegt fólk.
Vá, hvað ég er rík, og við öll, að
hafa átt allar þessar ljúfu og
skemmtilegu stundir með ykkur
afa.
Menntskælingurinn ég var
ekki í vafa hvaða skóli yrði fyrir
valinu, auðvitað sá sem þið
bjugguð við hliðina á. Fleiri
stundir, meiri hlýja og dásam-
legar minningar úr Ferjuvog-
inum. Þreytta námsstelpan, sem
laumaði sér inn hjá ykkur í
morgunsárið þegar sófinn og
samvera með ykkur freistaði
meira en skólabækurnar,
rumskaði iðulega við að annað
hvort ykkar var ljúflega að
pakka mér inn í teppi og
strjúka kinn.
Þið lifið sterkt áfram, elsku
amma mín og afi. Molunum
mínum þremur er pakkað inn í
teppi á sama hátt og þið gerðuð,
þeir fá örlátlega af hlýju, koss-
um og blíðum strokum á kinn.
Til þeirra eru gerðar kröfur um
fallegt og gott mál og þeir læra
að segja bless en ekki bæ bæ.
Hér er grjónagrautur eldaður
reglulega, piparkökur skreyttar
á aðventu og eldhúsgólfið þríf
ég á fjórum fótum með tusku og
bakka út, rétt eins og þú gerðir,
og enginn má vera fyrir. Ég
kemst þó ekki með tærnar þar
sem þið höfðuð hælana í uppá-
tækjum og skemmtilegheitum.
Árin sem við bjuggum hlið
Sigríður
Þórðardóttir
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir
og amma,
KRISTÍN SIGURÐARDÓTTIR
húsfreyja,
Ingjaldsstöðum,
Þingeyjarsveit,
sem lést laugardaginn 17. janúar, verður jarðsungin frá
Þorgeirskirkju laugardaginn 24. janúar kl. 13.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga á
Húsavík.
.
Atli Sigurðsson,
Elma Atladóttir, Þráinn Óskarsson,
Ragna Atladóttir,
Sigurður Atlason, Berglind Gunnarsdóttir
og barnabörn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
HELGA KRISTÍN ÞÓRARINSDÓTTIR,
Forsæti II,
Flóahreppi,
andaðist á Fossheimum Selfossi
sunnudaginn 11. janúar.
Jarðarförin fer fram frá Selfosskirkju
laugardaginn 24. janúar kl. 13.00.
Jarðsett verður í Villingaholtskirkjugarði.
Þeir sem vildu minnast hinnar látnu vinsamlegast láti Vinafélag
Ljósheima og Fossheima njóta þess.
Guðbjörg Þ. Gestsdóttir, Þráinn Elíasson,
Kristján Gestsson, Anna Guðbergsdóttir,
María Gestsdóttir, Böðvar Sverrisson,
Valgerður Gestsdóttir, Bjarki Reynisson,
Lárus Gestsson, Elísabet Pálsdóttir
og fjölskyldur.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
STURLA EIRÍKSSON
framkvæmdastjóri,
lést mánudaginn 19. janúar.
.
Solveig Thorarensen,
Ingunn Ósk Sturludóttir, Björn Baldursson,
Rósa Sturludóttir,
Óskar Sturluson, Þorgerður Jörundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
✝
Móðir okkar, amma og langamma,
ODDNÝ ÞÓRARINSDÓTTIR,
Kleppsvegi 132,
frá Starmýri,
Álftafirði,
er látin á 98. aldursári.
Útförin auglýst síðar.
Sigríður Hermannsdóttir,
Stefán Ingi Hermannsson,
barnabörn og langömmubörn.
✝
Ástkær sonur minn og bróðir okkar,
STEFÁN ÞÓR JÓNSSON
Hamraborg 34,
Kópavogi,
lést á Landspítalanum við Fossvog
mánudaginn 19. janúar.
Útförin verður auglýst síðar.
Inge Löwner Valentínusson
og systkini.
✝
Okkar ástkæri
SIGTRYGGUR JÓNSSON,
Austurbyggð 17,
Akureyri,
frá Samkomugerði í Eyjafjarðarsveit,
lést föstudaginn 16. janúar.
Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju
mánudaginn 26. janúar kl. 13.30.
Halldóra J. Jónsdóttir, Halla Lilja Jónsdóttir,
Sigfús Jónsson og Ólafur Jóhann Borgþórsson.