Morgunblaðið - 22.01.2015, Side 31

Morgunblaðið - 22.01.2015, Side 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2015 ✝ Einar HaukurEiríksson fæddist 22. janúar 1973 í Reykjavík. Hann lést 27. des- ember 2014 í Grimstad í Noregi. Foreldrar hans eru Eiríkur Þ. Ein- arsson, f. 1950, bókasafnsfræð- ingur, og Anna Gísladóttir, f. 1952, bókari. Bróðir Einars Hauks er Finnur, f. 24. jan. 1983 í Reykja- vík. Sambýliskona hans er Erna Sif Ólafsdóttir, f. 1983, og synir þeirra Emil Óli, f. 2008, og Arn- ar Bent, f. 2010. Þau eru búsett í Innri-Njarðvík. Barn Einars Hauks með Önnu Kristínu Tryggvadóttur, f. 1973, er Tinna Rut, f. 1990. Hinn 29. september 1996 kvæntist Einar Haukur Bryndísi Huld Ólafs- dóttur, f. 1971. Þau skildu. Börn Einars og Bryndísar eru Sandra Sif, f. 3. september 1995 í Reykjavík, og Ólafur Þór, f. 12. maí 1999 í Grim- stad, bæði búsett í Grimstad. Dóttir Söndru er Andrea Eriksdóttir Hov- stad, f. 17. febrúar 2012 í Grimstad. Faðir Andreu er Erik Hovstad, f. 1996. Sambýlis- maður Söndru er Håvard Johan Knudsen, f. 1995. Einar Haukur ólst upp í Kópavogi, gekk í Snælandsskóla og vann ýmis störf, mest í versl- unar- og veitingageiranum. Um tíma bjó hann og vann í Vest- mannaeyjum, í Reykjavík og síð- ast í Grimstad, Noregi. Útför Einars Hauks fór fram hinn 9. janúar 2015 í Grimstad. Minningarathöfn verður í Digraneskirkju í dag, 22. janúar 2015, kl. 15. Að heilsast og kveðjast það er lífsins saga. Við erum hins vegar ekki alltaf tilbúin fyrir kveðjustundina. Það gekk mikið á í kringum fæðingu þína. Gos í Vestmanna- eyjum sem ásamt fæðingu þinni þýddi miklar breytingar á hög- um litlu fjölskyldunnar. En þú með þitt dökka hár og brúnu augu varðst gleðigjafinn í þess- um hremmingum. Það líða ótal minningabrot um hugann á þessari stundu. Við fluttum í Kópavoginn þegar þú varst 3ja ára og þar áttir þú þín æskuár og eignaðist vini þína fyrir lífstíð. Það var oft líf og fjör á þessum árum – skíða- ferðir í Bláfjöllin ef með ein- hverju móti var hægt að kom- ast þangað, siglingarnar á Kópvoginum gönguferðir um hálendið og veiðiferðir með pabba sem lögðu grunninn að áhuga þínum á veiðum. Þú fórst til Vestmannaeyja til að vinna þar eina helgi – sú helgi varð ansi löng en gæfurík. Þar hittir þú Bryndísi og þið eignuðust Söndru Sif. Tinnu Rut áttir þú fyrir og hún átti alltaf samastað hjá ykkur. Þið ákváðuð að taka ykkur upp frá Eyjum og flytja yfir hafið til Noregs og þar fæddist Óli Þór. Þið komuð heim í nokkur ár en fóruð aftur til Noregs árið 2007 og hafið verið þar síðan. Þú varðst ungur pabbi og þú varðst líka ungur afi. Andrea afastelpan þín var augasteinn- inn þinn. Þrátt fyrir að höf hafi skilið okkur að hafa böndin verið sterk en nú er komið að kveðju- stund. Missir okkar er mikill en mestur er þó missir barnanna þinna sem elskuðu þig og dáðu. Hvíl í friði, elsku drengurinn okkar, og Guð geymi þig. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Mamma og pabbi. Það er of erfitt að finna orð einmitt núna, um huga minn þjóta allskonar minningar og oft er eins og sorgin yfirtaki þessar minningar þar sem þú ert farinn frá okkur alltof fljótt og ég get ekki alveg sætt mig við þá staðreynd. Ég var fyrir löngu búin að ákveða að það væri nægur tími fyrir okkur að knúsast oft og innilega og búa til miklu fleiri minningar saman, hvort sem það væri önnur bátsferð eða bara að spjalla saman á göngu heim úr bænum eins og við gerðum einmitt nú í vor. Þá áttum við gott og innilegt samtal sem var í raun okkar besta því mér fannst ég vera að kynnast þér upp á nýtt á allt annan hátt. Við ræddum saman sem vinir, en ekki sem foreldri og barn. Ég átti þann draum að sá vinskapur yrði langur og góður og sterkari með tímanum en nú rætist það ekki en ég bíð eftir deginum sem við hittumst aftur og áhyggjur munu ekki þjaka okkur og við eigum eilífð- ina til að byggja aftur sterkan vinskap. því kveð ég þig í dag, elsku yndislegi og góðhjartaði pabbi minn með þétta hand- takið og bestu knúsin með miklum trega og sorg í hjarta en þakka samt allt sem þú gafst mér því án þín væri ég ekki hér og ég elska þig alltaf og mun passa upp á Söndru og Óla Þór og Andreu litlu okkar eins vel og ég get. Sofðu rótt, elsku besti pabbi, þú ert elskaður og þín ávallt saknað. Hversvegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði) Elskan þín, Tinna Rut. Hvernig kveð ég ungan mann og jafnaldra? Hvernig kveð ég sætasta strákinn í skól- anum með stóru brúnu augun sem átti svo stóran þátt í að móta mig sem manneskju á við- kvæmum unglingsárunum? Hvernig kveð ég töffarann sem var svo mikið að flýta sér að verða fullorðinn? Ég hreinlega veit það ekki. Því hef ég þetta stutt og laggott og kveð með sömu orðum og ég kvaddi þig í Noregi en í þetta sinn á ís- lensku. Kæri Einar. Takk fyrir fal- legu dóttur okkar. Minning þín mun lifa í henni. Sofðu rótt, elsku vinur. Anna Kristín Tryggvadóttir. Kæri vinur. Ekki bjóst ég við þessum fréttum og einhvern veginn þá brast hjarta mitt þegar ég fékk að vita að þú værir ekki lengur hér á meðal okkar. Þó svo að langur tími sé síðan að við hitt- umst síðast þá hafðir þú verið hluti af minni æsku og ung- lingsárum. Þú ert líka þessi sál sem ekki er hægt að gleyma. Minning- arnar streyma fram úr Furu- grundinni þar sem okkar líf sem börn voru algjörlega sam- tvinnuð, þetta var í raun komm- úna þar sem við krakkarnir lék- um okkur saman og ýmislegt var brallað. Alltaf gat maður stólað á það að það væri fjör í kringum þig og ekkert gat stöðvað þig. Ég man eitt sinn þegar við vorum að leika í stigaganginum sem var okkar leiksvæði og þú vildir sko sýna það að þú gætir troðið höfðinu í gegnum rimlana, og auðvitað gastu það, en ekki var eins auðvelt að koma þér úr þeim aðstæðum. Ég gleymi því heldur ekki þegar ég og mamma vorum að máta þjóðbúningana okkar og þú vildir sko líka fá að klæðast búningi, hljópst inn til þín sem var íbúðin við hliðina og komst svo fljótt tilbaka klæddur í flottasta kúrekabúning sem ég hafði séð og þú með þitt fallega bros, stilltir þér upp með okkur með höfuðið hátt og stoltur af sjálfum þér. Við æfðum skíði saman, og í ófá skipti náðir þú að draga mig með þér í hengj- urnar og ekki gat ég hætt við þegar þú varst sko ekki lengi að skella þér fram af og beiðst niðri eftir mér og hvattir mig áfram. Eftir grunnskóla fóru leiðir okkar í aðrar áttir eins og venja er en alltaf fékk maður fréttir af þér í gegnum foreldra þína sem hafa misst mikið. Ég veit að þú varst stoltur af þínum börnum og barnabarni. Ætlunin var að hittast í janúar, þar sem þú bjóst erlendis, en við munum hittast síðar á öðr- um stað með gleði í hjarta. Guð geymi þig, elsku Einar Haukur. Elsku Anna, Eiríkur, Finnur, Tinna, Sandra Sif, Óli Þór og fjölskylda, ég sendi ykkur mín- ar dýpstu samúðarkveðjur og vona að þið finnið styrk ykkar á milli á þessum erfiðu tímum. Þín æskuvinkona, Rebekka Rós. Okkur tekur sárt að þurfa að kveðja góðan æskuvin. Við Skrautgengið vorum samferða Einari í gegnum grunnskólaárin og eftir stendur minning um skemmtilegan, glaðan og litríkan félaga. Heim- ili Einars hjá þeim Eiríki og Önnu stóð okkur ávallt opið og þaðan eigum við margar góðar minningar af samverustundum. Eitt af því sem okkur er minnisstætt um Einar er hvernig hann náði að rúlla upp náminu með lítilli sem engri fyrirhöfn. Til dæmis á samræmdum prófum þegar við vorum að ljúka grunnskólanum. Við stelpurnar sátum sveittar yfir námsbókunum meðan hann varla kíkti í bók en náði samt öllum prófum með glæsibrag og fékk inngöngu í Versló. Þó að samband hafi ekki ver- ið mikið á síðustu árum var allt- af gaman að hittast á förnum vegi eða á samskiptamiðlum og gagnkvæm væntumþykja var alltaf til staðar. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Við biðjum Guð og góða vætti að styrkja börn, foreldra og fjölskyldu Einars í sorginni. Kveðja frá skólasystrum, Áslaug, Birna, Drífa, Guðbjörg, Helena, Hulda, Karen, Rakel, Sólveig og Vildís. Einar Haukur Eiríksson ✝ ÞorbergurÞorbergsson verkfræðingur fæddist í Reykjavík 23. mars 1939. Hann lést 30. des- ember 2014. Foreldrar hans voru Þorbergur Friðriksson skip- stjóri, f. 10. desem- ber 1899, d. 2. des- ember 1941 og kona hans Guðrún Sím- onardóttir Bech, f. 11. júní 1904, d. 2. maí 1991. Systkini Þorbergs eru Auður, f. 1933, Guðrún Katrín, f. 1934, d. 1998 og Þór, f. 1936. Þorbergur kvæntist Hildi Bjarnadóttur, 20. ágúst 1960. Börn þeirra eru: 1) Bjarni, f. 1962 kvæntur Tinnu Kristínu Gunnarsdóttur, þau eiga 3 börn, 2) Bergþóra, f. 1968, d. 1995 3) Gunnlaugur Brjánn, f. 1975 kvæntur Hrund Jónsdóttir, þau eiga tvö börn. Þorbergur varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1959. Hann lauk fyrri- hlutaprófi í verk- fræði frá Háskóla Íslands 1962 og prófi í bygging- arverkfræði frá Danmarks Tekn- iske Højskole 1965. Hann var verkfræðingur hjá Fjarhitun sf. 1965 og hjá Reykjavíkurhöfn 1965-1970. Bæjarverkfræðingur á Ísafirði 1970-1972. Verkfræð- ingur hjá ÍSAL í Straumsvík 1972-1974 og rak síðan eigin verkfræðistofu. Þorbergur kenndi við Tækniskóla Íslands 1967-1970 og við Mennta- skólann á Ísafirði 1970-1972. Minningarathöfn fór fram frá Árbæjarkirkju 5. janúar 2015. Þorbergur Þorbergsson er all- ur. Við þá fregn rifjast upp öll árin sem við áttum saman í æsku. Við strákarnir fylgdumst að í Melaskólanum hjá Guð- mundi Pálssyni aðalkennara og því næst í Gagnfræðaskólanum við Hringbraut (JL-húsið) og svo Gaggó Vest, en svo var kallaður gamli stýrimannaskólinn við Öldugötu norðan við Landakots- spítala. Þorbergur eða Beggi eins og hann hefur alltaf heitið í samskiptum okkar missti föður sinn tveggja ára að aldri og ólst upp með móður sinni, frú Guð- rúnu Beck, og systkinum sínum á Bræðraborgarstíg 52. Beggi átti ættir að rekja í Mýrdalinn og í Þingvallasveit og átti afa og ömmu á Vesturgötunni. Við strákarnir höfðum mikil sam- skipti utan skóla og vorum heimagangar hver hjá öðrum. Það var mikil gleði og kraftur í kringum Begga en í þessum dugmikla hópi var hann sá fjör- ugasti og jafnframt sá skemmti- legasti. Þrátt fyrir ýmis uppá- tæki nutum við trausts foreldra okkar og vorið 1953, þá á fjór- tánda aldursári, fengum við, fimm strákar, leyfi til að fara einir saman í hjólaferðalag. Sigldum við fyrst með Laxfossi til Akraness, hjóluðum þaðan á malarvegunum í Svínadal og tjölduðum þar. Daginn eftir var haldið yfir Dragháls sem reynd- ist okkur erfiður þar sem hjólin voru án gíra og farangurinn þungur. Við höfðum með okkur eitt tjald úr svellþykkum segl- dúki og því fylgdu sverar trésúl- ur, auk þess voru þykkir svefn- pokar, eldunaráhöld og matur til viku með í för. Þessum farangri var skipt bróðurlega á milli okk- ar. Yfir Draghálsinn drógum við hjólin upp brekkuna, sem var töluverð þrekraun. Þegar upp var komið var bratt niður að Skorradalsvatni svo við teymd- um hjólin niður. Þorbergi, full- huganum í hópnum, leiddist þóf- ið og settist á bak og lét hjólið fríhjóla niður alla brekkuna og tókst þannig að verða langt á undan okkur niður. Enginn okk- ar hinna þorði að leika þetta eftir honum. Í Skorradal vorum við um vikutíma við leiki og ýmis skemmtilegheit. Keypt voru egg á Litlu-Drageyri og eldaðar pönnukökur með viðbættu kakó- dufti. Smakkaðist afbragðsvel. Heimferðin lá um Borgarnes þar sem við fórum heim með Eld- borginni sem þá gekk milli Reykjavíkur og Borgarness. Eftir gaggó dreifðist hópurinn nokkuð. Beggi fór sína leið úr menntaskóla í verkfræðinám. Hann starfaði víða af mikilli atorku. Eignaðist frábæra eig- inkonu og dugmikil börn. Lífið er sjaldnast auðvelt og að þeim var kveðinn mikill harmur við missi dásamlegrar dóttur á ung- um aldri. Það er okkur í vinahópnum ánægjuefni að rifja upp sam- veruna með Begga og minning- arnar birtast ljóslifandi í huga okkar. Okkur létti við að heyra frá Hildi, eiginkonu hans, að Beggi hefði fengið þá bestu umönnun sem völ var á síðasta spölinn á Landspítalanum. Hans verður sárt saknað. Við sendum Hildi og fjölskyldunni innilegar samúðarkveðjur. Ársæll Jónsson, Haukur Filippusson, Reinhold Kristjánsson og Sigurður Þórðarson. Þorbergur Þorbergsson Kveðja frá Smáraskóla Það var glæsi- legur hópur ung- menna sem kvaddi okkur við skólaslit vorið 2012. Þú hafðir flutt frábæra útskriftarræðu fyrir hönd hópsins. Sum ykkar höfðu verið hér við nám öll árin tíu og varst þú einn þeirra. Í lok síðustu viku kom þessi myndarlegi hópur aftur saman Sindri Pétur Ragnarsson ✝ Sindri PéturRagnarsson fæddist 31. maí 1996. Hann lést 5. janúar 2015. Útför hans fór fram 16. janúar 2015. hér í skólanum. Tilefnið var að nú hafði verið höggvið stórt skarð í hóp- inn. Ljóst er að þín er mjög sárt sakn- að, bæði meðal gamalla skóla- félaga og starfs- fólksins hér við skólann. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni Drottinn minn faðir lífsins ljóss lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert, mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Við vonum að minningin um einstaklega ljúfan dreng megi hjálpa þínum nánustu við að vinna úr sorginni. Hvíl í friði. Fyrir hönd starfsfólks Smáraskóla, Björg Baldursdóttir. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni. Drottinn minn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd og slökk þú hjartans harmabál slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Þinn vinur, Jón Örn. Haustið 2003 byrjar sonur okkar sjö ára í Smáraskóla og ekki fluttur í hverfið. Við höfð- um áhyggjur af því hvernig hann myndi aðlagast en um- sjónarkennari 2. bekkjar tjáði okkur að hún væri með dreng í bekknum sem myndi sjá um hann þessi fyrstu skref hans í nýjum skóla, þessi drengur var Sindri Pétur. Þetta verkefni sem honum var treyst fyrir stóð ekki yfir í nokkrar vikur, það stóð í mörg ár. Upp frá þessu urðu Sindri Pétur og Jón Örn sonur okkar bestu vinir og gengu um heimili hvor annars eins og það væri þeirra eigin, enda var það svo. Ef Sindri Pétur var ekki hjá okkur var Jón Örn hjá Sindra Pétri, auð- veldara gat það ekki verið. Þeir voru alltaf saman drengirnir, hvort sem það var skóli, fótbolti eða eitthvað ann- að, þá fylgdust þeir að og bröll- uðu mikið saman. Minnisstæð er ferð þeirra í Hagkaup dag- inn fyrir öskudag þegar þeir voru 8-9 ára gamlir bara til að taka smáforskot á sæluna, sem þó aldrei varð. Á sumrin þegar rútan birtist fyrir utan Lindasmára 20 fór okkar drengur að pakka því hann var að fara í útilegu með Sindra Pétri og fjölskyldu og alltaf fékk hann að fara með. Svona var þetta öll þessi ár þar til í 10. bekk að áhugamál þeirra lágu ekki lengur saman og samband þeirra varð minna. Nú þegar við lítum til baka og rifjum upp minningar, skoð- um myndir, þá áttar maður sig á því hversu stórt sár er komið á sál okkar sem aldrei grær og hve mikið tómarúm hefur myndast sem aldrei verður fyllt. Við munum varðveita minningu um góðan dreng. Elsku Sigga, Raggi, Heiðar Karl, Þóra Björg og aðrir að- standendur, megi guð veita ykkur styrk á þessari stundu og allt til æviloka. Takk fyrir að leyfa Jóni Erni að fylgja ykkur þessi erfiðu skref því það er honum ómetanlegt. Sindri Pétur, takk fyrir að vera vinur. Gunnar Örn, Ásta og fjölskylda.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.