Morgunblaðið - 22.01.2015, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 22.01.2015, Blaðsíða 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2015 Partý? Dýfðu þér í fjörið Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Hlutir kunna oft að hverfa fyrirvara- laust svo þú skalt hafa auga á þeim sem þér er sárt um. Flas er ekki til fagnaðar. 20. apríl - 20. maí  Naut Spænskt orðatiltæki segir: Guð kemur í heimsókn án þess að hringja bjöllunni. Varðveittu undrun þína yfir eiginleikum makans, þótt þið hafið verið saman í óra- langan tíma. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Verslun og viðskipti ganga vel í dag. Taktu það til þín sem þú átt skilið og vertu ekki of alvarlegur. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú hefur lagt mjög hart að þér og sérð nú fram á árangurinn af öllu erfiði þínu. Ný tækni eða breyttar aðferðir munu gera lífið skemmtilegra. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú ættir að leita ráða hjá þér eldra fólki sem hefur meiri reynslu á ákveðnu sviði. Leyfðu því að hvíla um sinn meðan undirmeðvitundin glímir við það. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það getur verið erfitt að gera grein fyrir löngu liðnum atburðum þegar maður er skyndilega krafinn skýringa á þeim. Gerðu það sem í þínu valdi stendur til að þetta verði þér til framdráttar. 23. sept. - 22. okt.  Vog Nú væri ekki úr vegi að fegra vinnu- umhverfi sitt. Framkvæmdafólkið finnur ekki tíma til að gera hlutina – það stelur hon- um. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú leggur mikið upp úr því að rækta samband við ættingja og vini og um- vefur þá með kærleik þegar þeir þarfnast þess. Stundum verður maður að leyfa hlut- unum að hafa sinn gang, þótt erfitt sé. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Sígandi lukka er best svo þú skalt bara halda þínu striki og klára hvert mál eins og það kemur fyrir. Ekki flýta þér um of. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú þarft að gæta þess vandlega að þú hafir farið ofan í saumana á máli sem þú verður að ákveða þig með. Opnaðu aug- un. Farðu þér hægt því tækifærin hlaupa ekkert frá þér. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Gleymdu vonbrigðum þínum og hættu að væla. Stundum ertu djúpur og aðra stundina ertu fullur af leik og bjánalát- um. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það gengur ekki að þú ríghaldir í alla skapaða hluti á vinnustaðnum. En mundu að aðgát skal höfð í nærveru sálar. Sturla Friðriksson skrifaði mérá mánudag vegna athuga- semda Kristínar Aðalsteinsdóttur: „Ég má til með að svara þessu við- móti í blaði dagsins. Það er von að druslur séu misjafnlega kveðnar af krökkum, sem æfa sig fyrir kirkjusöng. Ég held samt, að vísa mín hafi verið réttari, því ekkert gott skáld myndi láta orðið bera koma fyrir tvisvar í síðustu ljóð- línunum. Síðan þarf ég að segja þér, að ég kann fyrri drusluna svolítið öðruvísi en þú birtir í dag. Þannig: Úr hrosshófs bölvuðum heiminum, Herra, drag nagla smá, miskunnarhamri með þínum, munu þar klaufir á. Í ruslakistu á himnum oss muntu um síðir fá. Þar sálin skröltir innan um. Amen halelújá.“ Gamall vinur minn sagði mér að búast mætti við rysjóttri tíð í jan- úar þar sem tunglið kom upp í norðri, og sú varð raunin. Kerl- ingin á Skólavörðuholtinu spáði í spilin: Í svæsnum kára sífellt er sami æsingurinn, bítur fast í belg á mér bévans þræsingurinn. Hallmundur Kristinsson orti á Boðnarmiði: Hvasst er á legi og láði, líkt og kerlingin spáði; í rauninni rok, rigning og fok og þræsingur þegar ég gáði. Og enn orti hann: Nú vonar að bóndanum batni Bára húsfreyja að Vatni. Hún kúnstina kann: kyrrsetur hann og hjúkrar af næmni og natni. En hjónabönd eru misjöfn. Hjálmar Freysteinsson hefur þetta að segja: Gnótt átti Kristlaug af krónum, karlgarminn hafði’ún á sjónum, blíðmál og góð hún brosandi óð yfir alla á skítugum skónum. Ólafur Stefánsson segir frá því á Leirnum þegar hann gerðist krítiker: Hún sendi mér bunka af blöðum, birtust þar ljóðin í röðum, með reynslu og þrá og rómantík smá eins og hjá Ólöfu’ á Hlöðum. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Rysjótt tíð því tunglið kom upp í norðri Í klípu JAKOB KOMST AÐ ÞVÍ AÐ VINNUSTAÐURINN VAR EKKI MJÖG OPINN FYRIR MISMUNANDI SAMGÖNGUMÁTUM. eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „HVAÐA LAG SÖNGSTU?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að sýna þína innri manneskju á bak við grímuna. LÍSA HUGSAR SVO VEL UM MIG HÚN SETTI MIG Á HEILSUFÆÐI NÚ ÆTLA ÉG AÐ HUGSA VEL UM ÞIG FÁÐU ÚTRÁS FYRIR REIÐINA ANNARS STAÐAR, MJÓNI Á MORGUN HEYJUM VIÐ ERFIÐUSTU ORRUSTU ÆVI OKKAR!! ERTU MEÐ MÉR? HVAÐ ER ÞAÐ? ÉG GÆTI SOFIÐ YFIR MIG ALGJÖRLEGA!! ÞAÐ ER AÐEINS EITT SEM GÆTI KOMIÐ Í VEG FYRIR AÐ ÉG VERÐI MEÐ ÞÉR! AFSAKAÐU HVAÐ ÉG KEM SEINT – STRAUMURINN VAR MJÖG ÞUNGUR. Víkverji verður að játa að hann hef-ur aldrei almennilega skilið að- dráttaraflið við handbolta sem íþrótt. Hugsanlega er það vegna þess að hans eigið íþróttafélag hefur frekar náð árangri í knattspyrnu eða körf- unni en í handbolta, hugsanlega er það vegna þess hvað honum finnst reglurnar óskýrar, með þeim afleið- ingum að dómarar leiksins geta ákveðið úrslit leikja ef þeim svo sýn- ist. Hvenær er ruðningur ruðningur og lína lína? Víkverji hefur ósjaldan klórað sér í kollinum þegar hann horfir á handboltaleiki. x x x Samt gerist það á nánast hverjueinasta ári að um leið og „strák- arnir okkar“ fara af stað er Víkverji fyrstur í bátana. Hann horfir á leik- ina, hann hrópar á sjónvarpið, gott ef hann fær ekki allt í einu fullt vit á íþróttinni og fer að tala um skipt- ingar, krossa, „júgga“, hindranir og vítaköst líkt og hann hafi verið at- vinnumaður með einhverju þýsku fé- lagsliði með nafn á borð við Frank- furtermönchengladbachsportverein einhvern tímann á 9. áratugnum. Víkverji verður sem sagt að hand- boltadólgi, þið vitið, týpunni sem mætir andlitsmálaður í vinnuna, þrátt fyrir þá staðreynd að mótið sé haldið mörgþúsund kílómetra í burtu og Víkverji hafi samtals mætt á þrjá handboltaleiki í eigin persónu á æv- inni. x x x En nú er einhvern veginn öðruvísihollning á Víkverja. Hann sá fyrsta leikinn gegn Svíum, sem kæfði handboltadólginn í fæðingu. Strák- arnir okkar urðu bara að strákunum þeirra. Bölmóðurinn eftir þann leik var svo mikill, að jafnvel þótt Vík- verji hefði horft á sigurleikinn gegn Alsír og jafnteflið gegn Frökkum, að þá hófst hann aldrei á neitt flug. Enn er þó nóg eftir af mótinu. x x x Það hjálpar líka til að „við“ höfumnúna náð að planta okkar mönn- um við stjórnvölinn á þremur öðrum landsliðum.Líkurnar á að Íslend- ingar, eða Íslendingur, fari alla leið eru því meiri en nokkurn tímann áð- ur. Áfram Ísland! víkverji@mbl.is Víkverji Þess vegna getur hann og til fulls frels- að þá sem hann leiðir fram fyrir Guð þar sem hann ávallt lifir til að biðja fyrir þeim. (Hebreabréfið 7:25)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.