Reykjalundur - 01.06.1952, Síða 4

Reykjalundur - 01.06.1952, Síða 4
ÓSKAR J. ÞORLÁKSSON: Borgin, sem ekki fær dulizt. Fyrir allmörgum árum var ég sem oftar staddur í Reykjavík og hafði svo til talazt, að systir mín, sem heima átti í Vestmanna- eyjum, skyldi koma til Reykjavíkur og láta rannsaka sig á Vífilsstöðum, meðan ég væri hér syðra. Hún hafði verið lasin um nokk- urt skeið, legið um tíma, en ekki fannst henni þetta geta verið neitt alvarlegt, en læknir hafði þó ráðlagt henni að fara til frekari rannsóknar. Sjálfsagt hefur læknirinn gert sem minnst úr lasleika hennar, því að hún var svo bjart- sýn, að hún taldi víst, að þessi ferð til Vífils- staða yrði aðeins til þess að staðfesta það að ekkert verulegt væri að sér og að hún fengi að fara heim aftur næstu daga. Við fórum til Vífilsstaða eins og ráðgert var og yfirlæknirinn hóf strax rannsókn sína og ég fylgdist með þeim inn í ljósastofuna, þar sem gegnumlýsingin fór fram. Þegar svo athuguninni var lokið, féll dómurinn, og hann var á þá leið, að blettir væru í báðum lung- um, eða jafnvel sár, svo að ekki kæmi ann- að til mála en að leggjast strax á sjúkrahúsið. Þessi dómur olli auðvitað sárum vonbrigð- um, en læknirinn var mildur og skilnings- góður og sjálfur reyndi ég að hughreysta systur mína eftir beztu getu. Alhr geta gert sér í hugarlund, að þetta var þungur dómur fyrir tvítuga stúlku, hún hlaut að hugsa með sér: hvað er framundan, fæ ég heilsuna aftur eða er þetta einskonar dauða- dómur? En hér fór þó allt betur en áhorfðist. Systir mín dvaldi ekki nema rúma 6 mánuði á Vífilsstöðum. Hún einsetti sér að halda sem bezt allar settar reglur og lifa sem heilbrigð- ustu lífi og vinna gegn sjúkdómnum af öllu lífs og sálarþreki. Með Guðs hjálp, umhyggju Óskar J. Þorláksson. góðra lækna og hjúkrunarfólks batnaði henni svo fljótt, að hún var útskrifuð af hæhnu eftir rúma 6 mánuði og var það óvenjulega stuttur tími, og hún var svo heppin að eiga gott heimili, sem gat látið henni líða vel, og því styrktist hún smám saman og náði fullri heilsu. Þetta atvik, sem hér hefur verið greint frá, rifjaðist upp fyrir mér, er okkur hjónunum Reykjalundur 2

x

Reykjalundur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.