Reykjalundur - 01.06.1952, Qupperneq 5
var boðið að skoða heilsu- og vinnuheimilið
að Reykjalundi nú fyrir skömmu á sólbjört-
um sumardegi.
Það er þungur örlagadómur að verða
fyrir heilsuleysi á bezta skeiði ævinnar.
En þótt sárt sé að verða fyrir slíkum dómi,
er engin ástæða til þess að örvænta. Lækna-
vísindin hafa miklu góðu til vegar komið
og þar sem góð læknishjálp, heilbrigt líf og
viljafesta sjúklingsins sjálfs haldast í hendur
má allt af vænta góðs bata, enda hafa margir
langt leiddir berklasjúklingar fengið fullan
bata og orðið hinir nýtustu menn í þjóðfé-
laginu.
Reykjalundur er tvímælalaust ein merki-
legasta stofnunin, sem við eigum hér á landi.
Þangað geta sjúklingarnir leitað, þegar þeir
koma frá heilsuhælunum, nokkurn vegin
heilir heilsu, en þurfa að eiga góða aðbúð
og búa við heilbrigð lífsskilyrði og hafa að-
stöðu til starfa við sitt hæfi.
Samtök íslenzkra berklasjúklinga og litla
borgin að Reykjalundi er eins og ævintýri,
eitt fegursta ævintýrið í íslenzku þjóðlífi.
Þetta er borg, sem ekki fær duhzt, hún hefur
verið reist á trúnni á sigur hins góða og hún
er einn fegursti votturinn um hjálpsemi og
bræðralagsanda hinnar íslenzku þjóðar.
Reykjalundur er einskonar viti, sem lýsir
til samstarfs og samhjálpar í góðum málum.
Við höfum nóg af sundurlyndi í þjóðlífinu
og því er það óendanlega mikilsvert að eiga
þau mál, er ná að sameina fólkið.
Ég ætla ekki hér að fara að lýsa Reykja-
lundi og starfinu þar í einstökum atriðum,
það hefur svo oft verið gert. En þó að menn
hafi heyrt margt lofsamlegt um þetta starf,
þá er þó sjón sögu ríkari og enginn getur
annað en dáðst að litlu borginni, sem þavna
hefur risið upp, þeim veglegu mannvirkjum,
sem þarna er að sjá og þeirri góðu umgengni,
sem hvarvetna blasir við augum. Það dylst
heldur ekki þeim, er þangað koma, að ánægja
ríkir meðal vistmannanna, meira að segja
hafa sumir þeirra ef til vill aldrei átt betri
daga, svona undarlegir eru stundum örlaga-
þræðir lífsins, og þeir eru þjóðinni þakklátir
fyrir að hafa veitt þeim hjálp, til þess að
koma upp þessu heimili.
En ennþá eru mörg verkefni sem leysa
þarf, til þess að efla starfsémina að Reykja-
lundi. Vinnuskálarnir eru flestir að falli
komnir og ný verksmiðjuhús þarf að reisa.
Þá er eitt af framtíðarverkefnunum að koma
upp góðu og myndarlegu búi að Reykjalundi.
Landrými er mikið, sem býður eftir að hægt
sé að hefja ræktunarframkvæmdir og fleiri
aðkallandi verkefni mætti telja upp.
Þeir, sem koma að Reykjalundi og stutt
hafa starfsemi S. í. B. S., þeir hljóta að gleðj-
ast, þegar þeir sjá, hvemig því fé hefur verið
varið, sem þeir hafa lagt af mörkum, en
þeir, sem lítt hafa stutt þessa starfsemi hljóta
að fá samvizkubit, að hafa ekki verið meira
með í svo ágætu starfi.
Ef einhver skyldi vera svartsýnn á sigur
góðra málefna, þá ætti sá hinn sami að
skreppa upp að Reykjalundi og sjá hvað þar
hefur áunnizt. Þar er vissulega borg, sem
ekki fær dulizt og hvetur til bjartsýni og
góðra verka.
Allur stuðningur við Reykjalund og S. I.
B. S. er hjálp til sjálfshjálpar við meðbróður,
sem orðið hefur hart úti í lífsbaráttunni.
☆
Ég er þakklátur fyrir þessa kyrrlátu og
fögru dagsstund á Reykjalundi og fyrir gest-
risni og fræðslu um þessa merkilegu stofn-
un. Mér var það ljósara en nokkru sinni
áður, að með Guðs hjálp og góðum vilja
er hægt að breyta hinu sárasta böli í ham-
ingju og lífsgleði.
En þetta er þó því aðeins hægt að starfað
sé saman í einlægni og kærleika.
Guð blessi starfsemi Reykjalundar og S. I.
B. S. í nútíð og framtíð.
Óskar J. Þorláksson.
Reykjalunduk