Reykjalundur - 01.06.1952, Síða 6
JÓNAS ÞORBERGSSON:
jStofnun HtistnesbœUs.
Yflrlit um tildrög og sögu málsins.
Inngangur.
Stofnun Kristneshælis átti sér merkileg,
söguleg tildrög. Framkvæmdin sjálf var af-
rek og verður um alla framtíð eitt af feg-
urstu dæmum um borgaralegan samhug og
fórnfýsi landsmanna og Norðlendinga sér-
staklega.
Um þær mundir, sem hafizt var handa í
málinu, var ástandið í berklavarnamálum
landsins næsta alvarlegt. Stórt spor hafði
þá þegar að vísu verið stigið. Laust eftir alda-
mótin síðustu hrundu ýmsir ágætismenn
sunnanlands, með Guðmund Björnson land-
lækni í broddi fylkingar, fram stofnun Víf-
ilsstaðahælis. Við þá framkvæmd leystist
vandi málsins aðeins að nokkru leyti og þá
einkum í þeim landshlutum, er næst lágu
hælinu. Norðanlands og austan hélt berkla-
veikin áfram að herja með auknum ákafa,
án þess að unnt væri að veita sjúklingum
viðunandi aðbúnað eða verja börn og full-
orðna smitun. Er þarflaust að lýsa því, hví-
líkt afhroð heimili og ættir guldu við ágang
veikinnar á fyrstu áratugum aldarinnar.
Árið 1919 var skipuð milliþingariefnd í
berklavarnamálum, og áttu sæti í henni Guð-
mundur Magnússon prófessor, Sigurður
Magnússon yfirlæknir á Vífilsstöðum og
Magnús Pétursson fyrrverandi héraðslæknir
í Reykjavík. Af starfi nefndarinnar voru
risin „Lög um varnir gegn berklaveiki“.
Lög þessi voru miðuð við þann höfuðtil-
gang, að verja börnin fyrir háskalegri berkla-
smitun. Er svo fyrir mælt, að þar sem saman
eru á heimili börn og berklaveikir menn,
skuli gera annað tveggja: flytja sjúklinginn
burt af heimilinu eða flytja börnin. Enn var
4
Jónas Þorbcrgsson.
með lögum þessum stigið það stóra skref, að
láta ríkið taka sér á herðar meginhlutann
af sjúkrakostnaði berklaveikra manna.
Við lagasetningu þessa kom vandi berkla-
varnanna enn berlegar í ljós, með því að
berklaveikir menn sóttust nú meir en áður
eftir sjúkrahúsvist, til þess að njóta lögá-
kveðinna hlunninda. Hins vegar fór því
mjög fjarri, að séð væri fyrir dvalarþörf
berklasjúkra manna í sjúkrahúsum lands-
ins, og allra sízt dvöl við hæfi slíkra sjúkl-
inga. Hvergi varð þetta augljósara en í
Eyjafirði, í grennd við sjúkrahúsið á Akur-
eyri. Árið 1925, um þær mundir, sem Heilsu-
hælisfélag Norðurlands er stofnað, voru í
sjúkrahúsinu á Akureyri 59 sjúklingar, þar
af 44 berklaveikir eða nálega 75% og 25
þeirra með lungnaberkla. Auk þess gengu
Reykjalundur