Reykjalundur - 01.06.1952, Qupperneq 6

Reykjalundur - 01.06.1952, Qupperneq 6
JÓNAS ÞORBERGSSON: jStofnun HtistnesbœUs. Yflrlit um tildrög og sögu málsins. Inngangur. Stofnun Kristneshælis átti sér merkileg, söguleg tildrög. Framkvæmdin sjálf var af- rek og verður um alla framtíð eitt af feg- urstu dæmum um borgaralegan samhug og fórnfýsi landsmanna og Norðlendinga sér- staklega. Um þær mundir, sem hafizt var handa í málinu, var ástandið í berklavarnamálum landsins næsta alvarlegt. Stórt spor hafði þá þegar að vísu verið stigið. Laust eftir alda- mótin síðustu hrundu ýmsir ágætismenn sunnanlands, með Guðmund Björnson land- lækni í broddi fylkingar, fram stofnun Víf- ilsstaðahælis. Við þá framkvæmd leystist vandi málsins aðeins að nokkru leyti og þá einkum í þeim landshlutum, er næst lágu hælinu. Norðanlands og austan hélt berkla- veikin áfram að herja með auknum ákafa, án þess að unnt væri að veita sjúklingum viðunandi aðbúnað eða verja börn og full- orðna smitun. Er þarflaust að lýsa því, hví- líkt afhroð heimili og ættir guldu við ágang veikinnar á fyrstu áratugum aldarinnar. Árið 1919 var skipuð milliþingariefnd í berklavarnamálum, og áttu sæti í henni Guð- mundur Magnússon prófessor, Sigurður Magnússon yfirlæknir á Vífilsstöðum og Magnús Pétursson fyrrverandi héraðslæknir í Reykjavík. Af starfi nefndarinnar voru risin „Lög um varnir gegn berklaveiki“. Lög þessi voru miðuð við þann höfuðtil- gang, að verja börnin fyrir háskalegri berkla- smitun. Er svo fyrir mælt, að þar sem saman eru á heimili börn og berklaveikir menn, skuli gera annað tveggja: flytja sjúklinginn burt af heimilinu eða flytja börnin. Enn var 4 Jónas Þorbcrgsson. með lögum þessum stigið það stóra skref, að láta ríkið taka sér á herðar meginhlutann af sjúkrakostnaði berklaveikra manna. Við lagasetningu þessa kom vandi berkla- varnanna enn berlegar í ljós, með því að berklaveikir menn sóttust nú meir en áður eftir sjúkrahúsvist, til þess að njóta lögá- kveðinna hlunninda. Hins vegar fór því mjög fjarri, að séð væri fyrir dvalarþörf berklasjúkra manna í sjúkrahúsum lands- ins, og allra sízt dvöl við hæfi slíkra sjúkl- inga. Hvergi varð þetta augljósara en í Eyjafirði, í grennd við sjúkrahúsið á Akur- eyri. Árið 1925, um þær mundir, sem Heilsu- hælisfélag Norðurlands er stofnað, voru í sjúkrahúsinu á Akureyri 59 sjúklingar, þar af 44 berklaveikir eða nálega 75% og 25 þeirra með lungnaberkla. Auk þess gengu Reykjalundur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Reykjalundur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.