Reykjalundur - 01.06.1952, Blaðsíða 7

Reykjalundur - 01.06.1952, Blaðsíða 7
tíu sjúklingar til ljóslækninga í spítalanum. Samkvæmt skýrslu Steingríms Matthíasson- ar héraðslæknis, voru skráðir 119 berkla- sjúklingar í héraðinu árið 1924. Sjúkrahús- ið fullnægði á engan hátt þeim kröfum, sem gerðar eru til berklaspítala. Aðsóknin varð óviðráðanleg. I kjallara voru brotnir niður veggir og skot og geymslur rýmdar til þess að koma þar fyrir nýjum sjúkrastofum. Þrátt fyrir bezta vilja og ósleitilegt starf hins ágæta læknis, Steingríms Matthíassonar, og hjúkrunarliðs, var ekki unnt að koma við fullnægjandi einangrun smithættulegra sjúklinga í slíku húsnæði. Svipað þessu mun ástandið hafa verið víða um land. Agangur veikinnar var bersýnilegur og virtist vax- andi. Heimili sundruðust, fjölskyldur hrundu niður og börnin voru ofurseld háska vax- andi smitunar. Fyrstu tildrög. Heilsuhælissjóður. Fyrstu tildrög heilsuhælisstofnunar á Norðurlandi stafa frá árinu 1918. Það voru konur landsins, sem í þessu, eins og svo mörgum öðrum mannúðar- og nytjamálum, stigu fyrsta skrefið. Á aðalfundi Sambands norðlenzkra kvenna, sem haldinn var á Ak- ureyri í júní það ár, var kosin níu kvenna nefnd, þrjár úr hverju kvenfélagi bæjarins, til þess að beitast fyrir fjársöfnun með heilsu- hælisstofnun á Norðurlandi fyrir augum. Aðalhvatamenn málsins voru þær Anna Magnúsdóttir á Akureyri og Sigurlína Sig- tryggsdóttir, húsfreyja á Æsustöðum í Eyja- firði. Árangurinn af þessari forgöngu kvenna var stofnun Heilsuhælissjóðs Norðurlands, og söfnuðust í sjóðinn þegar í öndverðu veru- legar upphæðir. Fyrsta átakið var mest, eins og jafnan vill verða. Næstu árin óx sjóðurinn mjög hægt. Helztu tekjur sjóðs- ins fengust með fjársöfnun kvenfélaganna á Akureyri og Ungmennafélags Akureyrar, en þau höfðu um nokkurra ára bil sameigin- legan fjársöfnunardag í sambandi við há- tíðarfagnað 17. júní. Ýmsir höfðu lofað veru- legum upphæðum í sjóðinn, er til fram- kvæmda kæmi, og eftir sex ára fjársöfnunar- starf var tahð, að sjóðurinn, að meðtöldum loforðum, næmi nálægt 100 þús. kr. Þetta var að vísu álitleg upphæð, en myndi þó hrökkva skammt, og málið var komið í eins konar sjálfheldu, áhuginn dofn- aði og engin viðhlítandi forganga um frekari aðgerðir né framkvæmdir í málinu. Ný hreyfing. Á öndverðu ári 1925 verður ný hreyfing í þessu máli. Þykir mér ekki verða hjá því komizt að greina frá tildrögum og hlutdeild nafngreindra manna, enda þótt mér sé málið skylt. I ársbyrjun 1925 hringdi til mín Jónas Jónsson frá Hriflu, sem þá var landskjörinn þingmaður, og benti mér á, að tímabært mundi vera að hefjast handa í þessu nauð- synjamáli Norðlendinga. Hvatti hann mig til að beitast fyrir málinu og leitast við að sameina áhugamenn og alla þá, er líklegt mætti þykja, að gætu orðið málinu að liði, 10. janúar þ. á. var haldinn fyrsti fundur um málið. Stjórnarnefnd Heilsuhælissjóðs boðaði á fundinn lækna Akureyrarbæjar, ritstjóra blaðanna og nokkra menn úr Ung- mennafélagi Akureyrar. Var þar ákveðið að hefjast handa um nýtt átak í málinu og láta starfið ekki niður falla, unz því væri hrund- ið í framkvæmd. Jafnframt hóf ég að rita langan greinaflokk um málið (sjá Dag 15. jan. 1925). Var þegar hafizt handa um undirbúning félagsstofnunar, og áttu þar hlut að margir ágætir menn. Pólitískar deilur risu þá hátt í landinu, og voru við- skiptin oft óvægileg. Ýmsir þeir menn, er nauðsynlegt var að sameina í þessu máli, töldust því miklir andstæðingar. En alvara berklavarnamálsins og sameiginlegur sárs- auki brúaði öll djúp, og ber að segja það mönnum til verðugs lofs, að þeir rýmdu til hliðar allri persónulegri og pólitískri óvild og stóðu eins og bræður saman í þessu máli. Mér er það ljúf minning, er ég gekk á fund Ragnars Olafssonar konsúls, sem var stór- brotinn og harðsnúinn andstæðingur, og fór þess á leit, að hann tæki að sér formennsku í fyrirhuguðu Heilsuhælisfélagi, hversu hann Reykjalundur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.