Reykjalundur - 01.06.1952, Síða 11
HALLDÖR STEFÁNSSON:
T snlfli'bnsl;**.
Klukkan var tíu.
Tommi og Grímsi voru komnir inn í hið
snotra herbergi sitt, þeir áttu að fara að
sofa. Þegjandi tíndu þeir af sér spjarirnar
og hengdu þær hvor upp á sinn snaga með
tregðu, sem nálgaðist mótmæli, dunduðu við
háttunina, eins og þeir væru að keppast um,
hvor gæti orðið seinni að leggjast niður í
hvítbúið rúmið. Þeir burstuðu í sér tennurn-
ar í frussandi, þögulli vonzku, litu á víxl út
um gluggann á logagyllt sólarlag og svört
skip á hafinu, hlustuðu þollausri spenningu
á blístur og hlátra stráka í næstu götu, haldn-
ir sömu þjáningunni, en mæltust ekki við.
— Þegar Tomma fannst hann ekki geta frest-
að því lengur, fleygði hann sér upp í rúmið,
kreisti sængina illskulega í hnefum sínum
og geispaði til þess að forðast að stynja.
Grímsi naut sigurs síns með því að ganga
einu sinni enn að glugganum og spýta út
um hann, síðan lagðist hann einnig til
svefns.
Tvö tólf ára gæfumenni undir sama þaki.
Fyrir aðeins nokkrum mánuðum síðan
voru þeir húsvilltir götustrákar.
Faðir Tomma fór á Litla Hraun, og kerl-
ingin, sem hann bjó með, móðir Grímsa,
lenti við upplausn heimilisins á Kleppi, þar
sem hún hefði alltaf átt að verá. Uppi stóðu
ungmennin með reynslu fullharðnaðra
manna, en neitun yfirvaldanna um að hag-
nýta sér hana til framfærslu.
Grímsi var sá, sem forystuna hafði á and-
lega sviðinu, rauðhærður langhöfði, en
Tommi hinn óttalausi hermaður, svartur og
hnatthöfðaður, báðir voru stórir og sterkir
eftir aldri.
Gæfan birtist þessum munaðarlausu götu-
Reykjalundur
piltum og bæjarstjórninni í gervi kaupmanns-
hjóna, sem buðust til að taka báða strákana
meðlagslaust. Kaupmanninn vantaði vika-
pilt og lét sig ekki muna um að hafa þá tvo,
samkvæmt tillögum konu sinnar, þeir gátu
til skiptis hjálpað til í búðinni og verið í
sendiferðum.
Hin fyrstu kynni líktust viðskiptum elds
og vatns. Horaðir, skítugir strákar með hug-
ann fullan af klækjum og hnefana reiðu-
búna til slagsmála, orðbragð, sem hvergi
fæst prentað, vanir óreglu og skorti í heim-
ili, og fínt hús með gnægð matar, hreinlífi
til orðs og æðis, ströngum reglum og siðferði,
húsbændur með umhyggju og ábyrgðartil-
finningu gagnvart slíku rekaldi, sem skjól-
stæðingar þeirra voru.
Strákarnir höfðu hugsað sér þennan nýja
heim sem tækifæri til auðveldrar auðsöfn-
unar og býlífis. Þeir hugðust að háma í sig
krásunum á heimilinu og gera sér gott af
hinni troðfullu verzlunarbúð, sem þeir gætu
gengið um sem frjálsir menn að degi til, en
þyrftu ekki að brjótast inn í á næturþeli,
eins og komið hafði fyrir að þeir gerðu, áð-
ur en augu gæfunnar sneru upp teningskasti
þeirra.
Þeir voru afhentir kaupmanninum í búð
hans af risavöxnum lögregluþjóni.
Djöfull, maður, hvíslaði Tommi að Grímsa
á leiðinni gegnum búðina inn á hið tilvon-
andi heimili þeirra. Og Grímsi skildi til fulls,
hvað hann átti við og hvíslaði á móti:
Maður, djöfull.
Inni í stofunni tók við þeim fertug kona,
svipblíð og fyrirferðarlítil og bauð þá vel-
komna.
Ég' er kaldur fyrir þessari, sagði Grímsi og
9