Reykjalundur - 01.06.1952, Side 12

Reykjalundur - 01.06.1952, Side 12
svipaðist um eftir sígarettum, meðan konan brá sér fram fyrir. Já, sú skal ekki mokka mann, anzaði Tommi, tók blýant, sem lá þar á borði og stakk honum á sig heldur en engu. lnr.i i stofunni tók við þeim fertug liona . En reynsla þeirra varð ekki í samræmi við hinar fyrstu hugmyndir um tækifæri og vesalmennsku íbúa þessa húss. Strax fyrsta daginn fengu þeir að kenna á því, að þessi litla, hægláta kona hafði takmarkalaust vald, sem hún beitti án samninga. Það var að vísu ævintýri, að fá ný föt, innst sem yzt, þegar þeir komu úr baðinu, sem var fyrsti liðurinn í móttökuathöfninni. En þessi föt voru fjarri því að vera eins þægi- leg og hinar fornu flíkur, og þeim fylgdu alvarlegar áminningar um að láta ekki sjá á þeim. Og hvað snerti fyrirhugað hófleysi í mat, þá drógu hinir ströngu borðsiðir frú- arinnar svo mikið úr því, að þeir gátu ekki etið sig sadda, og' fyrirhöfnin við að hand- leika rétt hníf, gaffal og skeið, svo og sú þrekraun að verða að sitja alvarlegir til borðs með kaupmannshjónunum, tók upp á sjálfa matarlystina. Og í hvert skipti, sem þeir létu út úr sér setningu, annað hvort sem athugasemd þeirra sjálfra eða svar við fyrirspurnum húsbændanna, fengu þeir hana 10 jafnharðan endursenda með reglugerð um, hvernig þeir ættu að mynda hana. Þeim var bannað að segja, að steikin væri andskoti góð, þeir máttu ekki segja: gef mér þarna kartöflu. Þeir urðu að eta fullan disk af súpu, sem þeir, aðspurðir, hvernig þeim þætti hún, kölluðu djöfulsins frat. Kjarninn í öllum umræðum við þetta borðhald virt- ist vera: gera svo vel og takk. Og það orkaði svo þjakandi á hina ungu syni götunnar, að eftir nokkurt svitabað tók fyrst annar þeirra að hlæja gamanlausum hlátri, sem hann stór- furðaði sjálfan á, og hinn tók undir reiði- þrungnum tón og skildi jafnlítið í þessari hljóðþörf og hinn. Kaupmaðurinn hummaði góðlátlega og strauk með munnþurkunni um feita hökuna, en hin vesaldarlega kona horfði svo hlýlega á greppatrýni þeirra, að þeim lá við að fara að háorga og henda öllu um koll í bræði. Um kvöldið vísaði frúin þeim til herberg- is þeirra klukkan nákvæmlega tíu, kynnti þeim reglur svefnstofunnar og rétti Tomma blýantinn, sem hann hafði stolið. Hérna er blýanturinn þinn, Tommi minn. Eg — ég — á hann ekki, svaraði hann flaumósa, hann — hann var niðri. Þá skaltu á morgun láta hann þar sem hann var. Góða nótt, vinir mínir. Þeir stóðu eftir höggdofa og ráðalausir, unz Grímsi tók að reyta af sér fötin og grýta þeim á gólfið. Hér verð ég ekki — djöfullinn eigi það — ég strýk. Viltu gera svo vel og hengja fötin á snag- ann, sagði Tommi illkvitnislega og fór að hengja upp sín föt með teprulegum tilburð- um og hermdi eftir frúnni. Hún getur gert það sjálf, grenjaði Grímsi og sneri sér til veggjar. En þessi uppreisn borgaði sig ekki. Inn kom enn hin litla kona. Nú skal ég hengja upp fötin þín, Grímsi minn, og farið þið svo að sofa. Við hjónin sofum í næsta herbergi og viljum hafa hljótt. En ég sé, að þið hafið gleymt að bursta tenn- urnar, það verðið þið að gera. Þegar hún var farin, stukku þeir framúr og gerðu eins og' hún skipaði, en til þess Reykjalundur

x

Reykjalundur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.