Reykjalundur - 01.06.1952, Side 17

Reykjalundur - 01.06.1952, Side 17
JÓN THORARENSEN: Stúlkan á Hafnaheiði Ketill fóstri minn Ketilsson, óðalsbóndi í Kotvogi, sagði mér sögu þá, er hér fer á eftir. Sumarið 1906 skrapp ég ríðandi til Kefla- víkur. Ég hafði þá nýlega keypt gæðing aust- an úr sveitum og vildi reyna hann. A leiðinni til Keflavíkur bar ekkert við, er í frásögur sé færandi. Eftir nokkra dvöl í Keflavík sneri ég heimleiðis, og skrapp þá af baki í brekku einni á Hafnaheiði, sem kölluð er Ketils- brekka, (eftir Katli eldra, föður sögumanns). Ég hafði þar skamma viðdvöl, unz ég lagði af stað aftur. A miðri heiði eru svo nefndar Þrívörður og ber þann hluta heiðarinnar hæst; má þar sjá nokkuð bæði suður af og austur. Skömmu áður en að Þrívörðum var komið, sá ég stúlku koma gangandi móti mér sunnan að. Mér varð nokkuð starsýnt á stúlku þessa, af því að búnaður hennar allur, svipur og fas, var með nokkurum öðrum hætti en þá tíðkaðist almennt. Hún var í svartri kápu, skósíðri og hnepptri frá skautum upp í hálsmál, með svartan, barða- stóran stráhatt á höfði; slúttu börðin niður og voru bundin saman undir hökunni. Fóta- búnaði hennar á ég erfitt með að lýsa, en virtist hann líkastur ilskóm. Litla og snotra tágakörfu hafði hún í hendi, fulla af margvís- lega litum, skrautlegum blómum. Stúlka þessi var svo grönn í vexti, að það vakti sérstaklega athygli mína, föl í andliti og óvenjulega toginleit, en augun afar hvöss og skammt á milli þeirra. Þá er hún varð mín vör, virtist koma á hana hik og ókyrrð nokk- ur, en hélt þó áfram eftir veginum, þar til á að gizka 10 faðmar voru á milli okkar. Þá nemur hún skyndilega staðar og blínir á mig, en víkur síðan út af veginum og gengur á svig við mig, þannig að alltaf var nokkurn Reykjalundur Séra Jón Thorarensen rithöfundur hefur bjarg- að mörgum sögum og sögnum genginna kynslóða frá glötun. — Hér birtast tvær sögur og gerist sú fyrri á þeim stað, sem Keflavíkurflugvöllur er nú. Sögurnar birtust í fyrsta hefti Rauðskinnu fyrir mörgum árum. veginn jafn langt á milli. Aldrei hafði hún af mér augun á meðan. Mér hafði alltaf virzt kona þessi undarleg frá því ég kom fyrst auga á hana, en er ég sá hana víkja úr vegi, þótti mér það svo kynlegt atferli, að ég kallaði til hennar og heilsaði henni. Ekki svaraði hún mér einu einasta orði, en hélt áfram að stara á mig, unz hún var komin á að gizka jafn langt aftur fyrir og hún hafði verið fyrir framan mig, er hún fór út af veginum. Gekk hún þá aftur inn á götuna og hélt áfram austur eftir henni. Allt af horfðumst við í augu þangað til, en eftir að hún kom á þjóðveginn aftur, virtist hún ekki hafa eins mikinn beyg af mér. Þó leit hún oft um öxl, eins og til að sjá, hvað mér hði. Ég reyndi ekki frekara að ná tali af henni, eða grennslast eftir, hver hún væri og skildi þar með okkur. Ég þori að fullyrða, að kona þessi var hvergi úr nærsveitunum, því að þar þekkti ég hvert mannsbarn; búningur hennar var og allur annar en tíðkaðist þar um slóðir. Skrautblóm vissi ég ekki til, að þá væru ræktuð nokkurs staðar nærlendis nema ef til 15

x

Reykjalundur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.