Reykjalundur - 01.06.1952, Qupperneq 19
8.
þif?0 J5. T. B. $.
Áttunda þing S. í. B. S. var haldið að
Kristneshæli dagana 11. og 12. júlí í sumar.
Forseti sambandsins, Maríus Helgason, setti
þingið með ræðu. Bauð hann þingfulltrúa og
gesti velkomna. — Minntist hann hins látna
forseta Islands, hr. Sveins Björnssonar. Enn-
fremur minntist hann þeirra félag'smanna,
er látizt höfðu frá því er síðasta þing var
haldið og bað þingheim votta virðingu sína
með því að rísa úr sætum.
Fulltrúar í miðstjórn Sambands berkla-
sjúklinga á Norðurlöndum, D. N. T. C., voru
viðstaddir þingsetninguna og bauð Steindór
Steindórsson, menntaskólakennari, þá vel-
komna.
Urban Hansen flutti kveðju frá D. N. T. C.
og einnig danska berklavarnasambandinu,
Veikko Niemi flutti kveðju finnska sam-
bandsins, Stein Vik norska sambandsins og
Alfred Lindahl sænska sambandsins.
Að lokinni ræðu foseta og hvers fulltrúa,
var leikinn þjóðsöngur viðkomandi lands.
Á þinginu voru mættir 72 fulltrúar frá 8
sambandsdeildum. Forseti þingsins var kjör-
inn Steindór Steindórsson, 1. varaforseti
Jónas Þorbergsson, 2. varaforseti Garðar Jó-
hannesson.
Forseti sambandsins, Maríus Helgason,
flutti skýrslu sambandsstjórnar. Gat hann
þess að liðin eru 14 ár frá stofnun S. í.
B. S. Á þeim tíma hefur sambandið unn-
ið að mörgum málum og byggt Reykja-
lund, sem löngu er þjóðkunn stofnun, þótt
enn vanti mikið á, að hann geti talizt full-
byggður. Bygging hans mun því sitja í fyrir-
rúmi, þótt mörg önnur verkefni bíði úrlausn-
ar.
Gjaldkeri S. I. B. S., Björn Guðmundsson,
flutti skýrslu um fjármál sambandsins. Um
áramót (1951—1952) hafði sambandið byggt
fyrir kr. 8.606.652.85 og voru skuldir þá
1,3 millj. króna.
Þórður Benediktsson flutti skýrslu D. N.
T. C. — Norræna berklavarnasambandsins.
Hann flutti einnig skýrslu Vöruhappdrætt-
is S. í. B. S. fyrir árin 1950 og 1951. Tekjurn-
ar urðu kr. 767.849.23, samanlagt bæði árin.
Umboðsmenn happdrættisins eru 140, dreifð-
ir víðsvegar um landið.
Gunnlaugur Stefánsson flutti skýrslu um
rekstur Vinnustofanna að Kristneshæli. Ár-
ið 1950 voru unnin þar 1035 dagsverk, en
árið 1951 1000 dagsverk.
Formaður Hlífarsjóðs, Júlíus Baldvinsson,
flutti skýrslu sjóðstjórnar.
Olafur Björnsson og Oddur Ólafsson fluttu
skýrslu stjórnar Vinnuheimilisins að Reykja-
lundi. Árið 1950 vai’ð nokkuð tap á rekstri
stofnunarinnar — 46 þús. krónur. — Árið
1951 varð hagnaður, 2 þúsund krónur. Heim-
ilishaldið hefur ekki boi'ið sig, þótt kostnað-
urinn hafi við athugun reynzt 30—40% lægri
hjá Vinnuheimilinu en öðrum sambærileg-
urn stofnunum. Hagnaðurinn, er orðið hefur
á verkstæðunum, hefur því verið notaður
til að giæiða þann halla.
Fluttar voru skýrslur sambandsfélaga, en
ekki eru tök á að rekja efni þeiri-a hér í
blaðinu.
Samþykkt var, að sambandsstjórn héldi
áfram að aðstoða berklasjúklinga, ef hrepps
eða bæjai-félög krefja þá, eða vandamenn
þeirra, um fimmtargjald, sem skv. lögum
er óheimilt, en nokkur hreppsfélög hafa að
undanförnu gerzt sek um slíkt og valdið með
því sjúklingunum erfiði og áhyggjum. Enn-
fremur var samþykkt að hraða sem mest
byggingu vinnuskála og öðrurn nauðsyn-
R KYKJ AI.UMM it
17