Reykjalundur - 01.06.1952, Page 25
komst upp á einn stólinn, náði annarri hendi
í súlu og hinni upp í loftið, þá opnaðist leik-
sviðið í allri sinni dýrð. í þessum stellingum
horfði ég á frumsýningu í Scala, þótt allir
aðgöngumiðar hefðu verið uppseldir vikum
fyrir sýningu. Þótt aðstæður væru óhægar,
hafði ég mikla ánægju af þessari leikhúsför,
ekki sízt að geta nú bæði séð hljómsveit
Scala óperunnar í Milano og hlustað á leik
hennar.
★
Ég fór til London frá Milano og var þar
tvo daga í viðskiptaerindum fyrir Vinnu-
heimilið að Reykjalundi. Þaðan fór ég til
Hollands. — Mig hafði lengi langað til að
skoða og kynna mér Berg en Bosh hælið
í Hollandi. Berg en Bosh er meðal stærstu
og þekktustu hæla Hollands, auk þess er það
eitt af elztu vinnuheimilum, sem til eru.
Hælið rúmar 500 sjúklinga, en vinnuheimilið
50. Þar er reglan sú, að flestir, sem útskrifast
af hælum, dvelja á vinnuheimilum nokkra
mánuði, þó aldrei lengur en 6 mánuði. Þeir
vinna frá 3—7 stundir daglega og vinna aðal-
lega að framleiðslu tréleikfanga, einnig nokk-
uð að léttri málmsmíði, þeir fá ekki greitt
kaup, en fá sjálfir umráð yfir hluta þess sem
Reykjalundur
þeir framleiða. Þeir búa í smákofum, ekki
ósvipuðum garðhúsunum hér í nágrenni
Reykjavíkur, en hafa eitt sameiginlegt hús.
Þar er eldhús, borðstofa, dagstofa, baðher-
bergi, WC o. fl. Dr. Bronkherst, sem hefir
stjórnað þessu vinnuheimili frá upphafi, læt-
ur eftir langa reynslu mjög vel af árangrin-
um. Telur hann heilsu þeirra, er fara að
vinnuþjálfuninni lokinni, ólíkt öruggari, en
hinna, sem fara beint út í lífið. Auk þess
leggur hann mikla áherzlu á kennslu í stund-
vísi og iðni við vinnu. Berg en Bosh fram-
leiðslan þykir vönduð og góð, þeir höfðu
sérstaka sýningardeild á vörusýningu, er ég
sá í Utrecht. Berg en Bosh er merkilegt
sambland gamla og nýja tímans. Þar eru
strangar reglur, langur legukúr með full-
komnum þagnartímum, þegar ekki einu sinni
má heyrast í útvarpstæki. Þar liggja sjúkl-
ingarnir á 12 manna stofum, og er einn vegg-
urinn aðeins gluggar, sem jafnvel eru tekn-
ir úr á sumrin. Gróðri utan glugganna er hag-
að eftir því, sem talið er þægilegast og mest
tilbreyting í fyrir sjúkhngana. Mismunandi
blóm og tré eru fyrir framan glugga hverr-
ar deildar og síðan eru sjúklingarnir fluttir
á milli deilda eftir hegðun og bata. Málverk
og breytilegir litir veggja miða að því sama
23