Reykjalundur - 01.06.1952, Qupperneq 26

Reykjalundur - 01.06.1952, Qupperneq 26
og gróðurinn utan dyra. Þarna eru líka fram- kvæmdar nýtízku skurðaðgerðir. Á árunum 1950—1952 gerðu þeir 200 lungnaskurði, þar sem þeir tóku burtu lungað allt, lungna- lappa eða aðeins sjúka hlutann. Af þessum 200 tilfellum dóu aðeins 4 eða 2%. Ég sá þarna nokkra sjúklinga er nýlega höfðu verið skornir upp. Þeir voru merkilega hressir, sumir komnir á fætur, aðeins örfá- um dögum eftir uppskurðinn. ★ Ferðin um 6 Evrópulönd á 14 dögum hafði verið lærdómsrík en erfið. I loftinu á leið- inni heim, gafst mér tóm til íhugunar um ýmislegt það, er fyrir aug'u mín hafði borið. Nýja berklalyfið Isoniazidið, eins og það nú er kallað, virtist ætla að gefa þá raun, sem fyrst var talið, — vera stór hjálp fárveiku fólki og' gefa mörgum sjúklingum möguleika til bata með hjálp skurðaðgerða, sem áður virtust vonlaus tilfelli, en það var því miður ekki lyfið sem útrýmir berklaveikinni. Það var ekki lyfið, sem gat eytt bólgunum og lokað sárunum á skömmum tíma, aðeins enn eitt hjálpartækið í þeirri margþættu bar- áttu, sem nú er háð til lækningar og útrým- ingar berklaveikinni. Þótt nýju lyfin séu merkur áfangi í berkla- lækningunum, þá er sú bylting sem nú er að verða í skurðaðgerðum við berklaveiki, ef til vill engu ómerkari. Ég minnist drauma og hugleiðing'a okkar sjúkling'anna á Vífilsstöðum í gamla daga. Hugleiðinganna um það, að ef til vill kæmu þeir tímar, að berklaskemmdirnar yrðu skornar burtu og þeim fleyg't, en eftir sæti lungað gróið og heilt. Líkur benda til þess að svo verði gert hjá fjölda sjúklinga, bæði hér og' erlendis innan skamms, en það er með þetta eins og aðrar nýjungar, að tíminn einn getur skorið úr um varanlegt gildi þeirra. Enginn vafi er þó á því, að penecillinið, streptomycinið og önnur sýklaeyðandi lyf, ásamt hinni stór- bættu skurðlækningatækni nútímans, hafa gert þá hluti mögulega, sem áður voru ófram- kvæmanlegir. DR. SVEIW BERGSVEIXSSON. Kvöld í ágúst; (Brot). / dag er ágúst. Vindurínn þýtur og vaggar krónum trjánna. 1 dag er kvöld. Það fyllir mig trega, Því að það minnir á haust. 1 dag er myrkur. Það minnir á dauðann og ieggst á sál mína eins og farg. Lífið er fjársjóður þinn. En þú veitir hann að gjöf þeim sem þú elskar. Leggistu fyrir að kveldi og treystir ei liús þitt gegn þjófum finnurðu skrínið tómt að morgni Lifið var fjársjóður þinn. Elskan þín gengur nú einmana og grœtur horfna gjöf. Snlleröd 8. ágiist 1945. Sveinn Bergsveinsson. 24 RF.YKJALUNmiR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Reykjalundur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.