Reykjalundur - 01.06.1952, Blaðsíða 32

Reykjalundur - 01.06.1952, Blaðsíða 32
berkladauðans og' minnkandi sýkingarhættu, en engu að síður er mikilvægt, að svo sé búið að berklasjúklingum og fjölskyldum þeirra, að áhyggjur vegna fjárhagsafkomu tefji ekki, eða komi í veg fyrir bata. Almenningur verð- ur að gera sér ljóst, að berklasjúklingurinn á fullan rétt á að lifa sama lífi og samborg- ararnir. S. í. B. S. hefur orðið mikið ágengt í þeim efnum og haft mikil áhrif á starfsemi okkar í hinum Norðurlöndunum. Félagarnir í D. N. T. C. þakka samvinnuna og vona að þetta þing haldi áfram sömu braut af einhug og einbeitni. ★ Veikko Niemi, fulltrúi: Minningaleiftur íslandsferðar. Nokkrir vina minna á Islandi hafa spurt mig hvaða áhrifum ég hafi orðið fyrir á ferð minni um landið, og hvernig ísland komi mér fyrir sjónir, nú þegar líður að ferðalokum. Eg hef svarað því til, að mér væri varla unnt að lýsa því fáum orðum, án þess fyrst að hafa fengið tíma til að raða í huga mér myndum og' minningum, er alls- staðar skjóta upp kolli. Ég hef kvatt flesta kunningjana hérlendis og sit einn, síðla kvölds, í herbergi mínu að Reykjalundi. A morgun verður landið, sem ég nú hef fyrir augum, minningin ein. ☆ Ég hef, enn einu sinni, komist að raun um, að hæpið er að mynda sér skoðanir um lönd, er maður lítur fyrsta sinni. Þegar við fulltrúar hinna Norðurlandanna stigum á land í Reykjavík fyrir nokkru síð- an, vorum við þreyttir og með sjóriðu eftir veltinginn síðari hluta leiðarinnar frá Dan- mörku. Við komum tveir frá Finnlandi og vorum orðnir þjakaðir, þegar við loks komum til Reykjavíkur eftir hvíldarlaust viku ferða- lag, því að skipið reyndist okkur landkröbb- unum lítill hvíldarstaður. Við vorum komn- ir óralangt frá heimilum okkar, vinum og kunningjum og var órótt innanbrjósts. 30 Þegar í land kom, beið okkar langferðabif- reið og við þutum af stað áfram, norður á bóginn, áleiðis til Akureyrar og bættum heilum degi við ferðina. Veðrið var hrá- slagalegt og einn félaganna, Einar Hiller frá Svíþjóð, ofkældist og missti af flestu, sem við hinir áttum eftir að verða aðnjótandi. Það var því ekki að undra, þótt okkur virtist landið kalt og hrjóstrugt og jafnvel tignarlegur fjallahringurinn búa yfir ógnum. Veikko Nietni. Mér var óskiljanlegt hvernig fólk fór að lifa á þessum slóðum norðurhjarans. Það hlaut að kosta óhemju atorku og þrek að kreista lífsviðurværi úr þessu nakta um- hverfi. ☆ Ég hef enn einu sinni komist að raun um, að svipbrigði náttúrunnar eru með ýmsu móti, og' þreyta og' þungt skap geta lokað mönnum útsýn. Daginn eftir höfðum við fengið þá hvíld, er við þörfnuðumst og okkur virtist allt hafa skipt um svip frá kvöldinu áður. Kuldinn var að vísu sá sami, en hlýjan í svip fólks- ins færði okkur heim sanninn um, að við vorum meðal vina. Broshýr, vingjarnleg and- litin, svipuð og þau andlit, er við þekktum bezt heima, gátu alveg eins tilheyrt hverri sem var af bræðraþjóðunum á Norðurlönd- um. Félagarnir í S. I. B. S., þing þeirra að Reykjalundur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.