Reykjalundur - 01.06.1952, Síða 33
Kristnesi og hlýjar móttökur, allt varð þetta
til að auka enn á ánægju okkar og vellíðan.
Þann tíma, er við höfum dvalið hér, hafa
gestgjafar okkar gert allt það, er okkur gat
orðið til ánægju. Hér á íslandi virðist ekki
aðeins hafa varðveizt siður forfeðranna að
nefna hver annan fornafni, hin forna gest-
risni virðist einnig hér í heiðri höfð.
Mér er ekki unnt að telja alla þá, er á einn
og annan hátt gerðu okkur dvölina ógleym-
anlega, og við höfum ekki einu sinni getað
þakkað þeim öllum vinsemdina, en ég vil
reyna að bæta úr því nú og þakka forystu-
mönnum og meðlimum S. I. B. S. móttök-
urnar.
I göngulagi, er finnskir æskumenn syngja,
hljóðar stefið: Söngurinn lýkur upp hjörtun-
um og sameinar þau. Þá list kunnu vinir okk-
ar hér. A leiðinni norður hafði söngurinn í
langferðavagninum fært okkur saman en við
vorum of sljóir og þreyttir, til að njóta hans
til fulls, en söngurinn hljóðnaði ekki þótt
norður væri komið. Hljóðfallið í göngulagi
S. í. B. S. var viðfelldið, að lagið gat eins
vel hafa orðið til í heimalöndum okkar
sjálfra. Fallegu, en þunglyndislegu þjóðlögin
snertu viðkvæma strengi í hugum okkar,
einkum þó vögguvísa, gamalt íslenzkt al-
þýðulag, sem sungið var yfir þreyttum ferða-
löngum á leiðinni frá Mývatni til Akureyr-
ar. Síðan hefur lagið hljómað fyrir eyrum
mér og mun hljóma lengi enn.
Það fór svo, að þrátt fyrir höf og hauður,
sem aðskildu lönd okkar fannst okkur við
vera heima meðal vina og kunningja.
En það var ekki aðeins hugarfar okkar
sjálfra, sem hafði tekið breytingum, heldur
einnig veðurfarið og við það hafði náttúran
skipt um svip. Við höfum séð ýmsa fegurstu
staði landsins, oftast í sól og hlýju sumars-
ins. Mývatnssveitin, Þingvellir, Geysir, Gull-
foss og Goðafoss, ásamt ótal fleiri fögrum
stöðum, standa okkur skýrt fyrir hugskots-
sjónum. Vatnsaflsstöðvar syðra og nyrðra,
fullbyggðar og í byggingu, vinnuvélar á
bóndabæjum og þjóðvegum, stór fullræktuð
landflæmi og búsmalinn upp um heiðar og
fjöll, bera því glöggt vitni, að hér býr þraut-
Rf.vkjalundur
seig þjóð, iðin og vinnusöm, og að henni
hefur tekizt að gera sér náttúruna undir-
gefna. Náttúru, sem okkur virtist í fyrstu
hrjóstrug og ófrjó.
Talandi tákn þeirra erfiðleika, sem lands-
menn hafa yfirunnið, eru brýrnar 106 að tölu
milli Akureyrar og Reykjavíkur, auk allra
ræsanna. Þeir hafa þurft að brjóta veg yfir
svo miklar torfærur, að með því nær tveggja
kílómetra millibili hefur orðið að byggja brú,
eða veita lækjasprænu gegnum veginn. Slíkir
erfiðleikar við vegalagnir munu víðast
óþekktir og koma hvergi fyrir í Finnlandi.
Við komumst að raun um, að þjóðin hef-
ur varðveitt forna lýðræðishugsjón sína gegn-
um aldirnar, þrátt fyrir þrengingar. Heilsu-
gæzlan og tryggingarlöggjöfin eru á háu
stigi á nútíma mælikvarða. A því sviði munu
fáar þjóðir jafnlangt komnar, flestar skemur.
Það, sem einkum vakti áhuga minn fyrir þeim
málum á Islandi, var Reykjalundur og starf
S. í. B. S. Starfsemi sambandsins er þegar
svo kunn, að um það læt ég nægja örfá orð:
S. í. B. S. og Reykjalundur eru glæsilegt
tákn þess, hvað samstarf og samhugur heill-
ar þjóðar fá áorkað í menningarmálum.
☆
Þá mun ég að lokum lýsa því hvernig Is-
land kemur mér fyrir sjónir. Náttúrufeg-
urðin er mikil og sérkennileg. Hér ber
margt fyrir augu, sem er sjaldséð og ógleym-
anlegt. En ég varð ekki fyrir mestum áhrif-
um af náttúrunni, heldur íbúunum og því
þjóðfélagi, er þeir hafa skapað.
Islendingarnir og þjóðfélag þeirra, hreif
mig mest þann stutta tíma, er ég dvaldi hér.
★
Stein Yik, skólastjóri:
Þing S. í. B. S. af sjónarhóli Norðmanns.
Stjórnarmeðlimum D. N. T. C. gafst kostur
á að vera viðstaddir þinghald S. I. B. S. í sum-
ar.
Okkur virtist áberandi hversu ánægðir
þátttakendurnir voru yfir að mögulegt hafði
reynzt að halda þingið norðanlands.
Ég hafði verið svo lánsamur að fá tækifæri
31