Reykjalundur - 01.06.1952, Side 39
Brostnir hlekkir
Jónatan Sveinbjörnsson.
F. 22. ágúst 1920. D. 19. nóv. 1951.
Jónatan var fæddur að Eiði í Garði.
Foreldrar hans voru Sveinbjörn Ivarsson og
Halldóra Sigvaldadóttir kona hans. Hann
dvaldi í heimahúsum til fimm ára aldurs,
en þá tóku systkinin Þorgerður og Þorsteinn
Eggertsson í Vesturkotí í Leiru, hann í fóst-
ur, og ólst hann þar upp.
Jónatan byrjaði snemma að stunda sjó og
Jónatan Sveinbjörnsson.
hafði það að aðalstarfi, þar til hann veiktist
af berklum árið 1945. Hann var lagður inn
í Vífilstaðahæli 26. ágúst það ár og dvaldi
þar óslitið til dauðadags. Framan af dvöl
sinni þar, mun Jónatan oft hafa verið þungt
haldinn, en er ég kynntist honum í ársbyrj-
un 1947, var hann allhress orðinn og virtist
á góðum batavegi. Hann tók virkan þátt í
félagslífi berklasjúklinga, var í stjórn félags-
Reykjalundur
ins Sjálfsvarnar á Vífilsstöðum, sat sem full-
trúi þess félags á 7. þingi S. í. B. S. árið
1950, var í skemmtinefnd sjúklinga og vann
í bókasafni hælisins. Þótti vel skipað sæti,
þar sem Jónatan var. Hann var með afbrigð-
um ötull og samvizkusamur við allt, er hann
tókst á hendur, og greiðvikni hans var við-
brugðið. í vinahópi var hann hrókur alls
fagnaðar. Hann var hreinskilinn og stund-
um opinskár, en fastur fyrir ef því var að
skipta og lét þá ógjarnan hlut sinn.
Jónatan var gervilegur maður að vallar-
sýn og framkoma hans öll vakti traust þeirra,
er kynntust honum. Við fráfall hans eru sam-
tök berklasjúklinga ötulum liðsmanni fátæk-
ari, þjóðfélagið hefur misst nýtan þegn og
vinir og ættingjar kæran ástvin.
Ó. J.
Halldóra Sigríður Halldórsdóttir.
Þegar okkur berst lát góðs vinar, verðum
við hljóð, og mitt í önnum dagsins stöldrum
við við og sendum þessum vini okkar hug-
heilar kveðjur og biðjum guð að fylgja hon-
um á þessari nýju vegferð hans.
Ég veit, að margir hafa sent Sigríði Hall-
dórsdóttur hlýjar hugarkveðjur, er hún
kvaddi þennan heim, því að hún átti fjöl-
marga vini, ekki sízt innan samtaka S. I. B. S.,
þar sem hún hefur starfað af frábærum
dugnaði og ötulleik um margra ára skeið.
Halldóra Sigríður Halldórsdóttir er fædd
14. marz 1908 að Sigtúnum í Eyjafirði, dóttir
þeirra Marselínu Jónasdóttur frá Bringu og
Halldórs Benjamínssonar frá Hóli í Staðar-
byggð. Árið 1937 giftist hún Völundi Kristj-
ánssyni vélstjóra, og var heimih þeirra á
Akureyri hin síðari ár.
37