Reykjalundur - 01.06.1952, Side 40
Árið 1936 veiktist Sigríður af berklum og
dvaldist þá nokkra mánuði í Kristneshæli.
Eftir að hún fluttist til Akureyrar með manni
sínum, tók hún virkan þátt í félagsstarfi
Berklavarnar og var lengst af í stjórn félags-
ins, þar af tvö síðustu árin gjaldkeri þess.
Sigríður lézt 28. febrúar s. 1. Hennar er sárt
saknað af eiginmanni og öðrum ástvinum.
Við vinir hennar og félagar í S. í. B. S.
söknum hennar líka og vitum, að með henni
hafa samtökin misst einn af sínum áhuga-
sömu og fórnfúsu starfsmönnuln, því að hún
var alltaf reiðubúin að vinna að hugsjóna-
málum S. í. B. S., og sparaði þar hvorki
tíma né fyrirhöfn. Og eftir að hún kenndi
þess sjúkleika, er síðar dró hana til dauða,
Halldóra Sigriður Halldórsdótlir.
var það henni áhyggjuefni að geta ekki beitt
kröftum sínum jafnmikið og fyrr í þágu
samtakanna. Þau félagssamtök, sem eiga
innan sinna vébanda marga liðsmenn, sem
líkjast Sigríði, eru á framtíðarvegi.
★
Sigríður, þú starfaðir af heilum hug í þágu
hinna veiku og' smáu. Þér mun verða laun-
að. Guð blessi þig.
I. H.
38
Kjartan Guðbrandsson.
F. 9. júní 1919. D. 6. febr. 1952.
Fátt er jafn furðulegt í lífi og sögu íslenzku
þjóðarinnar sem hin hraða þróun frá lífs-
háttum miðalda til nútíma þjóðfélags. Þessi
Kjartan Guðbrandsson.
þróun, sem tekur til flestra þátta þjóðlífs-
ins, gerist raunverulega á hálfri öld. Slík
þróun var því aðeins hugsanleg, að þjóðin
eignaðist menn, er skildu til fullnustu fram-
vindu tímans, hvort sem það var á sviði
atvinnumála, samgangna, heilbrigðismála,
lista eða alhliða menningar. Og íslenzka þjóð-
in eignaðist furðu marga slíka menn.
Einn þeirra manna var Kjartan heitinn
Guðbrandsson sonur Matthildar Kjartans-
dóttur og Guðbrands Magnússonar for-
stjóra. — í stað þess að þræða hinn
hefðbundna veg langskólabóknáms, beindi
hann áhuga sínum og atorku að einni djörf-
ustu nýjung tímans: fluginu. Hann gerði sér
ljóst, að þar var ekki aðeins um djarfan
og karlmannlegan leik að ræða — heldur
blasti þarna við lausnin á samgöngumálum
veglauss lands: flugsamgöngur. Þessvegna
skipaði hann sér í sveit þeirra ungu manna,
er leituðu fyllstu menntunar á þessu sviði
meðal þeirra þjóða, er þar höfðu forystuna.
Revkjalunuur