Reykjalundur - 01.06.1952, Qupperneq 41

Reykjalundur - 01.06.1952, Qupperneq 41
Sú sveit skipar nú æðstu stöður íslenzkra flugmála og stjórn beztu farkosta loftsins. Og þar ætti hann öruggt sæti nú, ef ekki hefðu ill sköp um ráðið. Um það leyti sem Kjartan Guðbrands- son var að ljúka æðstu menntun á sviði flugmálanna í framandi landi, veiktist hann af berklum — og eftir það voru vængir hans stífðir og sköp hans ráðin. En hann sá drauminn rætast: framgang flugmálanna verða staðreynd, landi og þjóð til blessun- ar. Með Kjartani Guðbrandssyni er genginn óvenjugóður drengur, prúður. hjálpsamur og skemmtilegur í vina hópi, enda afburða- vinsæll og vel látinn. Hann var gæddur þeirri karlmennsku, sem þolir allt og umber allt, án þess að missa sjónir á því kátbroslega í þessu forundarlega jarðlífi. — Ég býst ekki við, að mér endist aldur til að gleyma svo ágætum dreng og félaga. Árni úr Eyjum. Gestur Loftsson. F. 9. ágúst 1916. D. 3. marz 1952. Með hverju ári falla í valinn fleiri og fleiri af brautryðjendum S. í. B. S. Það kem- ur engum á óvart, sem til þekkja. Stofnend- ur og hvatamenn þessa félagsskapar voru margir hverjir ekki líklegir til langlífis þeg- ar þeir hófu baráttuna fyrir bættum lífs- skilyrðum berklasjúklingum til handa. En þeir áttu eld áhuga og trúar á mátt sinn og möguleika til að vinna góðu máli verðugan framgang. Og fyrir trú þeirra og viljastyrk er Reykjalundur risinn af grunni. Einn í þess- um brautryðjendahópi var Gestur Loftsson, er andaðist að Vífilsstöðum 3. marz s. 1. eftir langan og erfiðan sjúkdómsferil. Gestur fæddist 9. ág. 1916. Foreldar hans voru þau Gróa Einarsdóttir og Loftur Bjarnason, er þá bjuggu að Sandnesi við Steingrímsfjörð. Fjögurra ára missti Gestur móður sína, en hún dó að Vífilsstöðum í ársbyrjun 1921. Hann ólst upp hjá móðursystur sinni, Guð- Reykjalundur björgu Einarsdóttur og manni hennar Sig- valda Guðmundssyni. Aðeins tólf ára gamall veiktist hann fyrst af þeim sjúkdómi, er yfirgaf hann aldrei að fullu síðan. Það er löng barátta og harður skóli ungum manni að berjast í nær tuttugu ár fyrir lífi sínu og heilsu, ýmist í sjúkra- húsum eða heilsuhælum. Það er þröngur stakkur skorinn æskunni, með allri sinni frelsis- og athafnaþrá. Væri nokkur furða, þótt uppgjafar og örvæntingar gætti á slíkri leið? En manninum er ekki eiginlegt, að gefast upp, heldur að mótast eftir aðstæðum Gestur Loftsson. og umhverfi og leita eðli sínu útrásar við þau skilyrði, sem fyrir hendi eru hverju sinni Þannig sé ég Gest fyrir mér: sífellt leitandi hug sínum verkefna, brjótandi til mergjar heimsspekileg viðfangsefni, eða rýn- andi fyrirbæri daglega lífsins. Það gat ekki hjá því farið, að Géstur yrði athafnasamur hðsmaður S. í. B. S. Hann var einn af stofnendum Sjálfsvarnar í Kristnes- hæli og í stjórn þess félags, þar til hann fór að Vífilsstöðum síðsumars 1942. í félagssam- tökum þar, gerðist hann og sterkur liðsmað- ur bæði sem formaður og stjórnarmeðlimur um mörg ár. Hann var fulltrúi á hverju 39
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Reykjalundur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.