Morgunblaðið - 04.02.2015, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.02.2015, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 2015 Lyfjaval.is • sími 577 1160 Bílaapótek Hæðasmára Mjódd Álftamýri 20% afsláttur af öllum pakkni ngum Afslátturinn gildir í febrúar. Lyfjaauglýsing Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Kristinn Tryggvi Þorleifsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri mbl.is. Hann tekur við starfinu 1. mars næstkomandi af fráfarandi fram- kvæmdastjóra, Soffíu Haralds- dóttur, sem hefur gegnt starfinu sl. fimm ár. Soffía hverfur nú til starfa í eigin fyrirtæki, ferðaskrifstofunni First Class. Kristinn mun stýra rekstri og þróun mbl.is. Fréttastjórn mbl.is er áfram í höndum Sunnu Óskar Logadóttur. Kristinn Tryggvi er fjölmiðla- fræðingur og rekstrarhagfræð- ingur. Hann lauk BA-prófi í blaða- mennsku frá Grady College of Journalism and Mass Comm- unication í Georgíuháskóla í Banda- ríkjunum og MBA-meist- araprófi frá Rice University í Houston í Texas. Kristinn Tryggvi hefur víðtæka reynslu af því að leiða vöruþróun og markaðs- setningu á hug- búnaði og net- þjónustu. Á árunum 2000-2007 starfaði hann hjá Sun Micro- systems Inc. í Silicon Valley í Kali- forníu, meðal annars sem markaðs- og vörustjóri fyrir Java-hugbún- aðinn, auk þess sem hann leiddi vöruþróun og markaðssetningu á Sun Cloud, einu fyrsta almenna tölvuskýi sem sett var á markað í heiminum. Áður starfaði hann við markaðs- mál hjá Compaq Computer Cor- poration í Houston í Texas. Hann var markaðsstjóri Dohop- flugleitarvélarinnar 2007-8 og yf- irmaður sölumála og vöruþróunar Kaupthing Edge netbankanna í Evrópu. Undanfarið hefur Kristinn starf- að sem stjórnunar- og markaðs- ráðgjafi og annast rekstur Quant- Cell Research, hugbúnaðarfyrir- tækis sem starfar á sviði Big Data-gagnagreiningar. Kristinn er í sambúð með dr. Þórdísi Rúnarsdóttur sálfræðingi og eiga þau eina dóttur. Kristinn Tryggvi Þorleifsson nýr framkvæmdastjóri mbl.is Kristinn Tryggvi Þorleifsson Heitar umræður fóru fram á Alþingi í gær um það hvaða nefnd skyldi fjalla um frumvarp um náttúrupass- ann. Eftir nokkur mótmæli þingmanna lagði Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, til að málinu yrði vísað til atvinnuvega- nefndar eins og til stóð upphaflega. Lagði hún jafnframt til að umhverf- is- og samgöngunefnd og efnahags- og viðskiptanefnd skiluðu inn um- sögnum um frumvarpið. Áður hafði Ragnheiður Elín sagt að færa mætti rök fyrir því að frum- varpið færi til þriggja nefnda; at- vinnuveganefndar, umhverfis- og samgöngunefndar og efnahags- og viðskiptanefndar. Kvaðst hún ekki enn hafa ákveðið til hvaða nefndar málið ætti að fara, en gert var ráð fyrir að það færi til atvinnuvega- nefndar. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokks og formaður atvinnu- veganefndar, sagði nefndarmenn hafa gert ráð fyrir að málið færi í at- vinnuveganefnd og lagði til að sú yrði niðurstaða málsins. Katrín Jakobsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, og Kristján Möller, þingmaður Sam- fylkingarinnar, voru meðal þeirra sem gagnrýndu umræðuna. Össur Skarphéðinsson, þingmað- ur Samfylkingar, gaf í skyn að ráð- herrann hefði ekki haft efasemdir um málið fyrr en samflokksmaður hennar, Jón Gunnarsson, hefði lýst yfir andstöðu sinni við frumvarpið. benedikta@mbl.is Ráðherra hafði ekki ákveðið sig  Deilt um í hvaða nefnd passinn færi Morgunblaðið/Rósa Braga Alþingi Frumvarp Ragnheiðar El- ínar um náttúrupassann er umdeilt. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Stefnt er að því að ljúka gerð við- bragðsáætlunar vegna mögulegra áhrifa eldgoss í byggð á Austurlandi fyrir 13. mars nk. Þar verða m.a. við- brögð við mögulegu öskufalli. Verk- efnisstjórar frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hafa unnið að verkefninu ásamt heimamönnum. Íbúafundir vegna gossins í Holu- hrauni voru haldnir í Grunnskóla Reyðarfjarðar kl. 17 í gær og í Nes- skóla í Neskaupstað kl. 20. Fulltrúar frá Veðurstofu Íslands, Umhverfis- stofnun, Sóttvarnalækni og Jarðvís- indastofnun fjölluðu um stöðu goss- ins og jarðhræringarnar í Bárðarbungu. Einnig var rætt um áhrif og viðbrögð við gasmengun, hugsanlegt öskufall og viðbragðs- áætlunina. Páll Björgvin Guðmundsson, bæj- arstjóri Fjarðabyggðar, sagði að um 40 manns hefðu sótt fundinn á Reyð- arfirði og svipaður fjöldi í Neskaup- stað. Fundargestir tóku þátt í um- ræðum og höfðu margt til málanna að leggja. Páll Björgvin sagði að Fjarðabyggð hefði nú þegar gert ýmsar varúðarráðstafanir vegna mögulegra áhrifa frá eldgosi. Leiðbeiningum um öskufall og rykgrímum hefur verið dreift í skóla. Þá eru gasgrímur t.d. í sjúkrabílum, slökkvibílum og fyrir starfsmenn áhaldahússins. Einnig er unnið að viðbragðsáætlun til að tryggja ör- yggi neysluvatns, rafmagns og ann- ars þess háttar ef kæmi til öskufalls. „Auðvitað vonum við að þetta gos fjari bara út. En eins og aðrir lands- menn þurfum við að eiga við gas- mengun sem kemur og fer. Það eru sjálfvirkir gasmælar á Reyðarfirði. Svo eru handmælar í öllum grunn- skólum í sveitarfélaginu. Það er lesið af þeim ef spáð er mengun og nið- urstaðan sett inn á loftgæði.is,“ sagði Páll Björgvin. Ljósmynd/Ómar Ragnarsson Beint frá Holuhrauni Sjónvarpsliðið frá ABC var með öfluga bíla, sleða, þyrlur og dróna vegna útsendingar í gær. Ljúka viðbragðs- áætlun fyrir austan  Íbúafundir á Reyðarfirði og í Neskaupstað vegna eldgoss Bandaríska sjónvarpsstöðin ABC var með beina útsendingu í gær frá eldgosinu í Holuhrauni. Útsendingin var hluti af morg- unþættinum Good Morning Am- erica og er talið að um fimm milljónir áhorfenda hafi fylgst með útsendingunni. Veðurfréttakonunni Ginger Zee var mikið niðri fyrir þegar hún lýsti eldgosinu þar sem hún stóð kappklædd á Nornahrauni. Björn Oddsson, jarðeðlisfræð- ingur við Jarðvísindastofnun HÍ, var viðmælandi hennar og fræddi áhorfendur um eldgosið. Tveimur flygildum, eða drón- um, með myndavélar var flogið yfir hraunið og að gígnum þar sem glóandi eðjan kraumaði. Drónum flog- ið yfir gíginn BEIN ÚTSENDING ABC „Þetta var ágætistúr. Við byrjuðum hérna austarlega og enduðum svo á Skagagrunninu. Það var talsvert magn af loðnu að sjá þar í gær [fyrradag]. Mesta sem ég hef séð á þessari vertíð,“ sagði Daði Þor- steinsson, skipstjóri á Aðalsteini Jónssyni SU, þegar rætt var við hann seint í gærkvöldi. Þá voru þeir að koma til heimahafnar á Eskifirði með fullfermi. Daði sagði að þeir hefðu fengið eitt 700 tonna kast í nótina og fleiri hefðu fengið góð köst þarna fyrir norðan. Jón Kjartansson SU-111 var rétt á eftir Aðalsteini Jónssyni SU á leið til Eskifjarðar með loðnu. Daði sagði að þeir myndu ekki landa fyrr en í dag. Svo margir norskir bátar höfðu land- að á Eskifirði undanfarið að þar var komin löndunarbið, rétt eins og í gamla daga. Í gærkvöldi var stór floti norskra og íslenskra loðnuskipa, sem ýmist veiða í nót eða troll, austur af Seyð- isfjarðardýpi um 80-90 sjómílur austur af landinu. Loðnan var dreifð en einhverjir voru farnir að kasta og aðrir voru að toga. gudni@mbl.is Löndunarbið á Eskifirði í gær  Mikið var af loðnu á Skagagrunni Ljósmynd/Þorgeir Baldursson Aflaskip Aðalsteinn Jónsson SU. Skannaðu kóðann til að sjá mynd- skeið á mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.