Morgunblaðið - 04.02.2015, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.02.2015, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 2015 Reykvíkingar eru bara frekir ogvanþakklátir, ef marka má viðbrögð Dags B. Eggertssonar borgarstjóra við falleinkunn borg- arinnar í þjónustukönnun meðal stærstu sveitarfé- laga landsins. Reykjavíkurborg tókst að fá verstu einkunn allra þess- ara sveitarfélaga og viðbrögð borgar- stjóra létu ekki á sér standa.    Dagur segir aðskýringin á þessari ömurlegu niðurstöðu sé sú að Reykvíkingar séu „bara kröfuharðari“ og „gagnrýnni“ en aðrir landsmenn.    Skýringin er sem sagt ekki sú aðReykjavíkurborg undir stjórn Dags B. Eggertssonar og þar áður Jóns Gnarrs Kristinssonar veiti íbú- um sínum svo miklu lakari þjónustu en önnur sveitarfélög gera.    Nei, skýringin á lélegri einkunnDags og félaga er frekja og tilætlunarsemi borgarbúa. Aðrir landsmenn kunna sig og gera að- eins mjög hóflegar kröfur til stjórn- enda í sínu bæjarfélagi.    Þeim sem búa utan Reykjavíkurer alveg sama hvernig þjón- ustu sveitarfélagið veitir, en þegar þeir flytja til Reykjavíkur breytast þeir í óbilgjarnar frekjudollur sem kunna ekki gott að meta.    Auðvitað er ákveðinn léttir fyrirborgaryfirvöld að þetta sé skýringin á lélegri einkunn fyrir þjónustuna, því að annars þyrftu þau að taka sig saman í andlitinu, hlusta á borgarbúa og bæta þjón- ustuna. Dagur B. Eggertsson Vanþakklátar frekjudollur STAKSTEINAR Jón Gnarr Kristinsson 56 10 000 TAXI BSR Góð þjónusta yfir 90 ár Veður víða um heim 3.2., kl. 18.00 Reykjavík 0 skýjað Bolungarvík 4 skýjað Akureyri 2 léttskýjað Nuuk -8 snjóél Þórshöfn 1 skýjað Ósló -5 skýjað Kaupmannahöfn -2 snjókoma Stokkhólmur -2 snjókoma Helsinki 0 skýjað Lúxemborg 0 skýjað Brussel 2 léttskýjað Dublin 2 skýjað Glasgow 2 upplýsingar bárust ekki London 3 léttskýjað París 2 alskýjað Amsterdam 2 léttskýjað Hamborg 0 léttskýjað Berlín 0 skýjað Vín 3 skýjað Moskva -3 snjókoma Algarve 13 skýjað Madríd 7 léttskýjað Barcelona 7 léttskýjað Mallorca 12 léttskýjað Róm 7 léttskýjað Aþena 12 léttskýjað Winnipeg -21 léttskýjað Montreal -20 léttskýjað New York -7 heiðskírt Chicago -6 léttskýjað Orlando 15 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 4. febrúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:59 17:25 ÍSAFJÖRÐUR 10:20 17:15 SIGLUFJÖRÐUR 10:03 16:57 DJÚPIVOGUR 9:33 16:50 Notast var við stórvirka vörubíla við að flytja snjó frá Bláfjöllum á Arn- arhól í Reykjavík í gær. Ekki stend- ur til að opna skíðabrekku í mið- bænum heldur var þetta gert til að skapa aðstöðu fyrir snjóbrettapartí sem fram fer á Arnarhóli næstkom- andi fimmtudagskvöld. Tilefnið er árleg Vetrarhátíð í Reykjavík, sem fram fer dagana 5. til 8. febrúar nk. Brettapartíð er í boði MintSnow og í samstarfi við starfsfólk Bláfjalla. Þar munu fær- ustu snjóbrettakappar landsins troða pall og sýna listir sínar eins og þeim einum er lagið, undir taktföst- um skífuþeytingi plötusnúðs, eins og fram kemur á vefnum vetrarhatid.is. Öllum er velkomið að mæta með skíði eða snjóbretti og taka þátt. Partíð stendur yfir frá kl. 20 til 21.30 á fimmtudagskvöld. Undirbúa bretta- partí á Arnarhóli Morgunblaðið/Golli Arnarhóll Vörubílar sturtuðu snjó á Arnarhóli í gær. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins lögðu í gær fram tillögu á borg- arstjórnarfundi þess efnis að þeir vilji leyfa gjafir frá fyrirtækjum, félagasamtökum og stofnunum til skólabarna svo lengi sem gjöfin hefur fræðslu-, forvarna- eða ör- yggisgildi. Samþykkt var á fundinum, með atkvæðum allra borgarfulltrúa, að vísa tillögunni til frekari um- fjöllunar í skóla- og frístundaráði. Hildur Sverrisdóttir borgar- fulltrúi talaði fyrir tillögunni á fundinum. „Ég tel að það eigi vel að vera hægt að finna meðalhóf þar sem þær gjafir sem koma börnum vel séu látnar hafa meira vægi en sú markaðshyggja sem á að reyna að koma í veg fyrir. Ég tel að forvarnafræðsla um tann- hirðu, öryggi barna á hjólunum sínum og skemmtileg fræðsla um sólmyrkva eigi að hafa forgang umfram það að þessum gjöfum fylgi einhverjar merkingar,“ segir Hildur í tilkynningu frá borg- arstjórnarflokknum. Vilja leyfa gjafir í skólunum Hildur Sverrisdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.